Ólafur: Juventus hefur gríðarlegan sóknarþunga Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. nóvember 2012 06:00 Andrea Pirlo hefur verið magnaður í sterku liði Juventus. nordicphottos/AFP Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, hefur starfað fyrir danska liðið Nordsjælland að undanförnu og leikgreint lið Ítalíumeistara Juventus. Þessi lið mætast einmitt í Meistaradeild Evrópu í kvöld en leikurinn fer fram í Tórínó. „Ég var að borða hádegismat með þjálfaranum áðan og mér heyrist á honum að það sé fullur hugur á að ná góðum úrslitum í leiknum," sagði Ólafur þegar að Fréttablaðið heyrði í honum. Hann var þá staddur ytra en þar hefur hann verið síðan á föstudag. Juventus tapaði um helgina fyrir Inter, 3-1, í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar en þetta var fyrsta tap Juventus í 49 deildarleikjum í röð. „Þeir komu inn af gríðarlega miklum krafti í þann leik og ég á ekki von á öðru en að svipað verði upp á teningnum gegn Nordsjælland," sagði Ólafur en hann segir mikinn sóknarþunga búa í liði Juventus. „Það fer það orð af ítalska boltanum heima að þetta sé fyrst og fremst mikill varnarleikur og annað í þeim dúr. Staðreyndin er hins vegar sú að Juventus er gríðarlega öflugt og gríðarlega teknískt knattspyrnulið," segir Ólafur. „Ef Nordsjælland nær að standa af sér mesta áhlaupið í upphafi leiks verður útlitið strax betra fyrir þá." Þessi lið skildu jöfn, 1-1, á Parken fyrir tveimur vikum síðan en Ítalirnir skoruðu jöfnunarmarkið þegar níu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Auðvitað var það svekkjandi en liðið má vel við una þegar allt er tekið inn í reikninginn," segir Ólafur sem segir að lykilatriði fyrir danska liðið sé að stöðva miðvallarleikmanninn Andrea Pirlo. „Það fer mjög mikið í gegnum hann og liðið hagar sér á ákveðinn hátt þegar hann er stöðvaður. Það eru nokkur atriði í sóknarleik Juventus sem andstæðingar liðsins verða að vera alveg klárir á ef ekki á illa að fara og þetta er eitt af því," segir Ólafur. Juventus hefur gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum til þessa í Meistaradeildinni og segja forráðamenn liðsins að ekkert nema sigur komi til greina í kvöld. Úkraínska liðið Shakhtar Donetsk er óvænt á toppnum með sjö stig eftir sigur á Chelsea í síðustu umferð en liðin mætast á ný í kvöld. Nordsjælland er neðst í riðlinum með eitt stig og þarf því að ná jákvæðum úrslitum í næstu leikjum til að eiga möguleika á að minnsta kosti þriðja sætinu sem veitir þátttökurétt í Evrópudeild UEFA eftir áramót. En þó svo að Ólafur hafi lokið leikgreiningu sinni á Juventus fyrir Nordsjælland mun hann áfram starfa fyrir liðið. „Ég fer næst til Úkraínu til að fylgjast með Shakhtar Donetsk sem verður næsti andstæðingur eftir tvær vikur," segir Ólafur. „Þetta er óneitanlega skemmtileg vinna fyrir mig og lengir tímabilið, ef svo má segja." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, hefur starfað fyrir danska liðið Nordsjælland að undanförnu og leikgreint lið Ítalíumeistara Juventus. Þessi lið mætast einmitt í Meistaradeild Evrópu í kvöld en leikurinn fer fram í Tórínó. „Ég var að borða hádegismat með þjálfaranum áðan og mér heyrist á honum að það sé fullur hugur á að ná góðum úrslitum í leiknum," sagði Ólafur þegar að Fréttablaðið heyrði í honum. Hann var þá staddur ytra en þar hefur hann verið síðan á föstudag. Juventus tapaði um helgina fyrir Inter, 3-1, í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar en þetta var fyrsta tap Juventus í 49 deildarleikjum í röð. „Þeir komu inn af gríðarlega miklum krafti í þann leik og ég á ekki von á öðru en að svipað verði upp á teningnum gegn Nordsjælland," sagði Ólafur en hann segir mikinn sóknarþunga búa í liði Juventus. „Það fer það orð af ítalska boltanum heima að þetta sé fyrst og fremst mikill varnarleikur og annað í þeim dúr. Staðreyndin er hins vegar sú að Juventus er gríðarlega öflugt og gríðarlega teknískt knattspyrnulið," segir Ólafur. „Ef Nordsjælland nær að standa af sér mesta áhlaupið í upphafi leiks verður útlitið strax betra fyrir þá." Þessi lið skildu jöfn, 1-1, á Parken fyrir tveimur vikum síðan en Ítalirnir skoruðu jöfnunarmarkið þegar níu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Auðvitað var það svekkjandi en liðið má vel við una þegar allt er tekið inn í reikninginn," segir Ólafur sem segir að lykilatriði fyrir danska liðið sé að stöðva miðvallarleikmanninn Andrea Pirlo. „Það fer mjög mikið í gegnum hann og liðið hagar sér á ákveðinn hátt þegar hann er stöðvaður. Það eru nokkur atriði í sóknarleik Juventus sem andstæðingar liðsins verða að vera alveg klárir á ef ekki á illa að fara og þetta er eitt af því," segir Ólafur. Juventus hefur gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum til þessa í Meistaradeildinni og segja forráðamenn liðsins að ekkert nema sigur komi til greina í kvöld. Úkraínska liðið Shakhtar Donetsk er óvænt á toppnum með sjö stig eftir sigur á Chelsea í síðustu umferð en liðin mætast á ný í kvöld. Nordsjælland er neðst í riðlinum með eitt stig og þarf því að ná jákvæðum úrslitum í næstu leikjum til að eiga möguleika á að minnsta kosti þriðja sætinu sem veitir þátttökurétt í Evrópudeild UEFA eftir áramót. En þó svo að Ólafur hafi lokið leikgreiningu sinni á Juventus fyrir Nordsjælland mun hann áfram starfa fyrir liðið. „Ég fer næst til Úkraínu til að fylgjast með Shakhtar Donetsk sem verður næsti andstæðingur eftir tvær vikur," segir Ólafur. „Þetta er óneitanlega skemmtileg vinna fyrir mig og lengir tímabilið, ef svo má segja."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn