Eftirsjá og sársauki Trausti Júlíusson skrifar 8. nóvember 2012 00:01 Valdimar Um stund Eigin útgáfa Hljómsveitin Valdimar vakti mikla athygli fyrir fyrstu plötuna sína, Undraland, sem kom út fyrir tveimur árum. Hljómsveitin heitir Valdimar eins og söngvari hennar, sem er Guðmundsson og er frábær, einn af þeim bestu í poppinu hér á landinu. Það hefur stundum reynst hljómsveitum sem slá í gegn með sinni fyrstu plötu erfitt að koma frá sér plötu númer tvö. Þetta vandamál á klárlega ekki við um Valdimar. Um stund er frábær plata. Lagasmíðarnar á henni eru traustar, textarnir góðir og flutningur og hljómur til fyrirmyndar. Og svo syngur Valdimar líka alltaf jafn vel. Hljómsveitin hefur líka sinn eigin stíl. Valdimar er ekki eins og nein önnur hljómsveit, þó að áhrif megi heyra víða að, til dæmis frá hljómsveitunum Radiohead og Arcade Fire. Textarnir á Um stund eru svolítið niðurdregnir. Það er þungt yfir mönnum; engu líkara en textahöfundarnir fjórir séu allir að skrifa sig í gegnum sambandsslit eða aðra erfiða lífsreynslu. Þetta skemmir þó plötuna engan veginn, eftirsjáin og sársaukinn fara tónlistinni og rödd Valdimars vel. Á heildina litið er Um stund flott plata frá vaxandi hljómsveit. Niðurstaða: Valdimar klárar plötu númer tvö með stæl. <p<„Það er þungt yfir mönnum; engu líkara en textahöfundarnir fjórir séu allir að skrifa sig í gegnum sambandsslit eða aðra erfiða lífsreynslu,“ segir í gagnrýni um aðra plötu hljómsveitarinnar Valdimars.mynd/guðmundur vigfússon Gagnrýni Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Valdimar Um stund Eigin útgáfa Hljómsveitin Valdimar vakti mikla athygli fyrir fyrstu plötuna sína, Undraland, sem kom út fyrir tveimur árum. Hljómsveitin heitir Valdimar eins og söngvari hennar, sem er Guðmundsson og er frábær, einn af þeim bestu í poppinu hér á landinu. Það hefur stundum reynst hljómsveitum sem slá í gegn með sinni fyrstu plötu erfitt að koma frá sér plötu númer tvö. Þetta vandamál á klárlega ekki við um Valdimar. Um stund er frábær plata. Lagasmíðarnar á henni eru traustar, textarnir góðir og flutningur og hljómur til fyrirmyndar. Og svo syngur Valdimar líka alltaf jafn vel. Hljómsveitin hefur líka sinn eigin stíl. Valdimar er ekki eins og nein önnur hljómsveit, þó að áhrif megi heyra víða að, til dæmis frá hljómsveitunum Radiohead og Arcade Fire. Textarnir á Um stund eru svolítið niðurdregnir. Það er þungt yfir mönnum; engu líkara en textahöfundarnir fjórir séu allir að skrifa sig í gegnum sambandsslit eða aðra erfiða lífsreynslu. Þetta skemmir þó plötuna engan veginn, eftirsjáin og sársaukinn fara tónlistinni og rödd Valdimars vel. Á heildina litið er Um stund flott plata frá vaxandi hljómsveit. Niðurstaða: Valdimar klárar plötu númer tvö með stæl. <p<„Það er þungt yfir mönnum; engu líkara en textahöfundarnir fjórir séu allir að skrifa sig í gegnum sambandsslit eða aðra erfiða lífsreynslu,“ segir í gagnrýni um aðra plötu hljómsveitarinnar Valdimars.mynd/guðmundur vigfússon
Gagnrýni Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira