Strákarnir okkar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 12. nóvember 2012 06:00 Strákar í að minnsta kosti þremur framhaldsskólum hafa nú með skömmu millibili álpast inn á jarðsprengjusvæði opinberrar umræðu með framgöngu sem fer út yfir öll mörk kvenfyrirlitningar, en var eflaust aldrei „þannig meint", heldur bara „grín sem fór úr böndunum". Við þessi gömlu sýnum því að sjálfsögðu umburðarlyndi, veifum samt áminnandi vísifingri og vonum að drengirnir læri sína lexíu, sem þeir gera eflaust. Málið snýst ekki um þessa pilta sem einstaklinga heldur hitt: hvers vegna þekkja þeir ekki mörkin? Bara grínGrín sem fór úr böndunum. En grín er aldrei bara grín. Það er sjálfur vígvöllur hugmyndanna. Ekkert afhjúpar betur en brandari – þann sem segir hann. Brandarar eru hinn ásættanlegi vettvangur fyrir hið óásættanlega. Þeir eru lygin sem segir satt. Þar leikum við okkur með fjarstæður og hugmyndir sem við vitum að eru rangar. Almennt samkomulag er um það þegar einhver kveður sér hljóðs til að segja brandara eða fara með gamanmál: Hér á eftir ætla ég að fara út fyrir mörk skynsemi og réttra skoðana. Nú er ég að fara að segja vitleysu. Í gamanmálum er því teflt saman sem ekki á saman, háu og lágu, göfugu og lítilsigldu, því heilaga og því óhreina. Og allir hlæja á eftir eins og til staðfestingar því hversu skemmtilega fráleitt það hafi verið sem sagt var. En þessi eiginleiki brandarans getur þá líka orðið nokkurs konar skálkaskjól; leið til að viðra það sem viðkomandi langar að segja en veit í rauninni að er ekki við hæfi, vegna þess til dæmis að það meiðir aðra. Grínið getur verið leið til að grafa undan valdi – en það getur líka verið leið til þess að festa í sessi vald. Í ákveðinni tegund af bröndurum viðra ráðandi hópar sem telja sig í miðju valda og áhrifa fordóma sína gagnvart svokölluðum minnihlutahópum, nota brandarann til að niðurlægja þá sem neðar eru í stigveldinu; gömlu íslensku sögurnar af Bakkabræðrum eru af því tagi; og allt smælingjagrínið sem Íslendingar hafa svo miklar mætur á. Þetta helgast af aðstæðunum. Við sitjum í hring og einhver kveður sér hljóðs til að segja brandara og það þykir kurteisi að hlæja að honum. Í bröndurum er sem sé þvingaður fram almennur hlátur og þar með viðurkenning á þeim hugmyndum sem liggja brandaranum til grundvallar. Við hlæjum með og tökum um leið undir hugmyndir sem við myndum alla jafna ekki gera; til dæmis að konur séu upp til hópa fáfróðar og eyðslusamar og ákaflega illa akandi afætur á sístritandi eiginmönnum sínum en ljóshærðar konur séu fagrar og fákænar í jöfnum og réttum hlutföllum. Og svo framvegis. TíðarandinnAf hverju þekkja þeir ekki mörkin? Af hverju eru strákar á þessum aldri aftur og aftur að vekja á sér athygli með svo lítið skemmtilegum klúrheitum sem ganga út á mjög skringilegar hugmyndir um kynferðislegt samneyti kynjanna? Enn og aftur: við megum ekki alhæfa um unga karla út frá þessu, og ekki draga hvatvíslegar ályktanir um innræti þeirra sem hafa í frammi svo mislukkuð gamanmál. En eitthvað eru þeir að tjá. Þeir eru að tjá sig. Þeir eru andsetnir. Í þeim hefur tekið sér bólfestu illur andi og hvæsir og fnæsir út um munninn á þessum vesalings drengjum. Sá illi andi er tíðarandinn sem fullur er af kvenhatri, kvenótta og kvennakúgun, þar sem sú hugmynd er allsráðandi að konur eigi að þjóna körlum til borðs og sængur og karlinn þurfi að vera vakinn og sofinn í því að bæla niður hvers kyns tilhneigingar konunnar til sjálfstæðis. Þar með er ekki sagt að þessir drengir aðhyllist slíkar ranghugmyndir – í rauninni. Þessi tíðarandi er ekki áberandi í opinberri umræðu – nema í skúmaskotum athugasemdakerfa netsins – og þegar hann skýtur upp kollinum á opinberum vettvangi verður fólk almennt felmtri slegið. En hann er þarna einhvers staðar. Hann er í því menningarefni sem ungu fólki er almennt boðið upp á; ekki þarf lengi að horfa á myndbönd poppstöðvanna til að sjá þennan tíðaranda, og er þá ónefnt allt það ofbeldisefni í ýmsum myndum sem menn milli tektar og tvítugs hafa horft á inni í herberginu sínu frá unga aldri, athugasemdalaust. Ungir menn fá sem sé að minnsta kosti tvöföld skilaboð frá samfélaginu. Og línum getur slegið saman. Menningarefnið sem þeir neyta frá unga aldri, grínið sem þeir horfa á, músíkvídeóin, tölvuleikirnir og annar sjónrænn neysluvarningur þeirra – hin menningarlega innræting sem þeir fá – hið andlega kókópöffs sem þeir nærast á – er allt fremur hömlulaust, espandi, hvatning til að lifa á forsendum hvatalífsins og fullt af stereótýpum, karl- og kvenlegum. Við þurfum ekki að horfa lengi á Cartoon network og þætti þar sem ætlaðir eru litlum drengjum til að sjá slíkan ofstopa. Úti í hinu raunverulega lífi fá ungir menn – auðvitað í misjöfnum mæli – þau skilaboð frá foreldrum og skóla að konur séu jafningjar þeirra og þeim beri að sýna virðingu. Þeir fá allt önnur skilaboð úr svonefndu afþreyingarefni. Flestir strákar átta sig á þessu. En þegar þessum ólíku hugmyndaheimum lýstur saman getur orðið sprenging. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Strákar í að minnsta kosti þremur framhaldsskólum hafa nú með skömmu millibili álpast inn á jarðsprengjusvæði opinberrar umræðu með framgöngu sem fer út yfir öll mörk kvenfyrirlitningar, en var eflaust aldrei „þannig meint", heldur bara „grín sem fór úr böndunum". Við þessi gömlu sýnum því að sjálfsögðu umburðarlyndi, veifum samt áminnandi vísifingri og vonum að drengirnir læri sína lexíu, sem þeir gera eflaust. Málið snýst ekki um þessa pilta sem einstaklinga heldur hitt: hvers vegna þekkja þeir ekki mörkin? Bara grínGrín sem fór úr böndunum. En grín er aldrei bara grín. Það er sjálfur vígvöllur hugmyndanna. Ekkert afhjúpar betur en brandari – þann sem segir hann. Brandarar eru hinn ásættanlegi vettvangur fyrir hið óásættanlega. Þeir eru lygin sem segir satt. Þar leikum við okkur með fjarstæður og hugmyndir sem við vitum að eru rangar. Almennt samkomulag er um það þegar einhver kveður sér hljóðs til að segja brandara eða fara með gamanmál: Hér á eftir ætla ég að fara út fyrir mörk skynsemi og réttra skoðana. Nú er ég að fara að segja vitleysu. Í gamanmálum er því teflt saman sem ekki á saman, háu og lágu, göfugu og lítilsigldu, því heilaga og því óhreina. Og allir hlæja á eftir eins og til staðfestingar því hversu skemmtilega fráleitt það hafi verið sem sagt var. En þessi eiginleiki brandarans getur þá líka orðið nokkurs konar skálkaskjól; leið til að viðra það sem viðkomandi langar að segja en veit í rauninni að er ekki við hæfi, vegna þess til dæmis að það meiðir aðra. Grínið getur verið leið til að grafa undan valdi – en það getur líka verið leið til þess að festa í sessi vald. Í ákveðinni tegund af bröndurum viðra ráðandi hópar sem telja sig í miðju valda og áhrifa fordóma sína gagnvart svokölluðum minnihlutahópum, nota brandarann til að niðurlægja þá sem neðar eru í stigveldinu; gömlu íslensku sögurnar af Bakkabræðrum eru af því tagi; og allt smælingjagrínið sem Íslendingar hafa svo miklar mætur á. Þetta helgast af aðstæðunum. Við sitjum í hring og einhver kveður sér hljóðs til að segja brandara og það þykir kurteisi að hlæja að honum. Í bröndurum er sem sé þvingaður fram almennur hlátur og þar með viðurkenning á þeim hugmyndum sem liggja brandaranum til grundvallar. Við hlæjum með og tökum um leið undir hugmyndir sem við myndum alla jafna ekki gera; til dæmis að konur séu upp til hópa fáfróðar og eyðslusamar og ákaflega illa akandi afætur á sístritandi eiginmönnum sínum en ljóshærðar konur séu fagrar og fákænar í jöfnum og réttum hlutföllum. Og svo framvegis. TíðarandinnAf hverju þekkja þeir ekki mörkin? Af hverju eru strákar á þessum aldri aftur og aftur að vekja á sér athygli með svo lítið skemmtilegum klúrheitum sem ganga út á mjög skringilegar hugmyndir um kynferðislegt samneyti kynjanna? Enn og aftur: við megum ekki alhæfa um unga karla út frá þessu, og ekki draga hvatvíslegar ályktanir um innræti þeirra sem hafa í frammi svo mislukkuð gamanmál. En eitthvað eru þeir að tjá. Þeir eru að tjá sig. Þeir eru andsetnir. Í þeim hefur tekið sér bólfestu illur andi og hvæsir og fnæsir út um munninn á þessum vesalings drengjum. Sá illi andi er tíðarandinn sem fullur er af kvenhatri, kvenótta og kvennakúgun, þar sem sú hugmynd er allsráðandi að konur eigi að þjóna körlum til borðs og sængur og karlinn þurfi að vera vakinn og sofinn í því að bæla niður hvers kyns tilhneigingar konunnar til sjálfstæðis. Þar með er ekki sagt að þessir drengir aðhyllist slíkar ranghugmyndir – í rauninni. Þessi tíðarandi er ekki áberandi í opinberri umræðu – nema í skúmaskotum athugasemdakerfa netsins – og þegar hann skýtur upp kollinum á opinberum vettvangi verður fólk almennt felmtri slegið. En hann er þarna einhvers staðar. Hann er í því menningarefni sem ungu fólki er almennt boðið upp á; ekki þarf lengi að horfa á myndbönd poppstöðvanna til að sjá þennan tíðaranda, og er þá ónefnt allt það ofbeldisefni í ýmsum myndum sem menn milli tektar og tvítugs hafa horft á inni í herberginu sínu frá unga aldri, athugasemdalaust. Ungir menn fá sem sé að minnsta kosti tvöföld skilaboð frá samfélaginu. Og línum getur slegið saman. Menningarefnið sem þeir neyta frá unga aldri, grínið sem þeir horfa á, músíkvídeóin, tölvuleikirnir og annar sjónrænn neysluvarningur þeirra – hin menningarlega innræting sem þeir fá – hið andlega kókópöffs sem þeir nærast á – er allt fremur hömlulaust, espandi, hvatning til að lifa á forsendum hvatalífsins og fullt af stereótýpum, karl- og kvenlegum. Við þurfum ekki að horfa lengi á Cartoon network og þætti þar sem ætlaðir eru litlum drengjum til að sjá slíkan ofstopa. Úti í hinu raunverulega lífi fá ungir menn – auðvitað í misjöfnum mæli – þau skilaboð frá foreldrum og skóla að konur séu jafningjar þeirra og þeim beri að sýna virðingu. Þeir fá allt önnur skilaboð úr svonefndu afþreyingarefni. Flestir strákar átta sig á þessu. En þegar þessum ólíku hugmyndaheimum lýstur saman getur orðið sprenging.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun