Jafnrétti og annað röfl Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 14. nóvember 2012 06:00 Svona var þetta nú í gamla daga krakkar mínir," sagði kennarinn með áherslu og við, tíu ára, áttum ekki til orð. Við vorum í samfélagsfræðitíma og höfðum lesið það í bók að í „gamla daga" hefðu karlar haft tvær krónur í dagslaun við að bera saltfisk. Konurnar eina krónu. Þó unnu þau hlið við hlið frá morgni til kvölds og gott ef í bókinni var ekki svarthvít ljósmynd af karli og konu að rogast með bretti af saltfiski á milli sín. Þá hélt ég auðvitað að svona vitleysa væri liðin tíð. Þegar ég yrði stór yrðu allir búnir að fatta að allir eru jafnir. Ég lærði með tímanum að sú er ekki raunin. Fólk horfir alls ekki sömu augum á stelpur og stráka, hvað þá konur og karla. „Launamisrétti kynjanna" er svo þreytt og margtuggin klisja að við kippum okkur ekkert upp við hana þegar hana ber á góma. Hún á sinn fasta sess í tungumálinu. Ég hef líka lært að jafnrétti og femínismi séu svo „leiðinleg" og óvinsæl umræðuefni að fjöldi manns hætti að lesa þennan pistil um leið og sást hvert stefndi. Nennti því ekki. Það hefur líka runnið upp fyrir mér að ég mun ekki lifa það að sjá konur og karla metin til jafns. Unglingar í dag hafa gamaldags skoðanir á hlutverkum kynjanna, ef marka má nýlegar kannanir, og þá fóru um netmiðla eins og eldur í sinu fréttir af niðurlægjandi framkomu gagnvart stúlkum á íþróttamóti eins framhaldsskóla um daginn. Viðkomandi baðst afsökunar í kjölfarið, sem betur fer. „Láttu ekki svona. Það hefur mikið áunnist á síðustu árum í jafnréttismálum," gæti einhver sagt. „Róm var nú ekki unnin á einum degi, barátta tekur tíma, góðir hlutir gerast hægt!" En þetta eru alveg jafn margtuggnar klisjur og þreyttar þegar kemur að umræðu um jafnrétti, finnst mér. Orðið „stelpa" á sinn fasta sess sem skammaryrði í tungumálinu, „kelling" líka og gefnar eru út heilu bækurnar um svo úreltar staðalímyndir kynjanna að manni liggur við gráti. Það er ekki einu sinni hægt að hlæja að þessum bókum og af hverju ættum við líka að gera það? Sú kynslóð sem elst upp við boðskap þeirra mun ekki heldur fatta að allir eru jafnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun
Svona var þetta nú í gamla daga krakkar mínir," sagði kennarinn með áherslu og við, tíu ára, áttum ekki til orð. Við vorum í samfélagsfræðitíma og höfðum lesið það í bók að í „gamla daga" hefðu karlar haft tvær krónur í dagslaun við að bera saltfisk. Konurnar eina krónu. Þó unnu þau hlið við hlið frá morgni til kvölds og gott ef í bókinni var ekki svarthvít ljósmynd af karli og konu að rogast með bretti af saltfiski á milli sín. Þá hélt ég auðvitað að svona vitleysa væri liðin tíð. Þegar ég yrði stór yrðu allir búnir að fatta að allir eru jafnir. Ég lærði með tímanum að sú er ekki raunin. Fólk horfir alls ekki sömu augum á stelpur og stráka, hvað þá konur og karla. „Launamisrétti kynjanna" er svo þreytt og margtuggin klisja að við kippum okkur ekkert upp við hana þegar hana ber á góma. Hún á sinn fasta sess í tungumálinu. Ég hef líka lært að jafnrétti og femínismi séu svo „leiðinleg" og óvinsæl umræðuefni að fjöldi manns hætti að lesa þennan pistil um leið og sást hvert stefndi. Nennti því ekki. Það hefur líka runnið upp fyrir mér að ég mun ekki lifa það að sjá konur og karla metin til jafns. Unglingar í dag hafa gamaldags skoðanir á hlutverkum kynjanna, ef marka má nýlegar kannanir, og þá fóru um netmiðla eins og eldur í sinu fréttir af niðurlægjandi framkomu gagnvart stúlkum á íþróttamóti eins framhaldsskóla um daginn. Viðkomandi baðst afsökunar í kjölfarið, sem betur fer. „Láttu ekki svona. Það hefur mikið áunnist á síðustu árum í jafnréttismálum," gæti einhver sagt. „Róm var nú ekki unnin á einum degi, barátta tekur tíma, góðir hlutir gerast hægt!" En þetta eru alveg jafn margtuggnar klisjur og þreyttar þegar kemur að umræðu um jafnrétti, finnst mér. Orðið „stelpa" á sinn fasta sess sem skammaryrði í tungumálinu, „kelling" líka og gefnar eru út heilu bækurnar um svo úreltar staðalímyndir kynjanna að manni liggur við gráti. Það er ekki einu sinni hægt að hlæja að þessum bókum og af hverju ættum við líka að gera það? Sú kynslóð sem elst upp við boðskap þeirra mun ekki heldur fatta að allir eru jafnir.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun