Það kostar hálfa milljón að leggja gólfið á Höllina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. nóvember 2012 08:30 Ísland lék sinn fyrsta leik á gula gólfinu gegn Hvít-Rússum. Það reyndist ágætlega. Mynd/Valli HSÍ hefur aðeins átt einn handboltadúk til þess að spila á en sá dúkur var farinn að láta á sjá og þurfti viðgerð. Var því kominn tími á að kaupa nýtt gólf. Eftir að hafa leitað fyrir sér tókst forsvarsmönnum HSÍ að kaupa gólfið sem var notað í úrslitunum á EM í Serbíu í janúar síðastliðnum. „Við vorum að leita víða í sumar og duttum inn á þetta fína gólf. Það fékkst á ágætis verði," sagði Einar en hann vildi ekki gefa upp nákvæmt kaupverð. Nýtt gólf kostar 10-15 milljónir króna og gólfið hefur því kostað skildinginn þó notað sé. „Það er skylda að spila alla leiki á mótum EHF á gólfum sem eru eingöngu með handboltalínum. Litirnir skipta ekki í raun máli en það verður að vera handboltagólf." Teipið er rándýrtÞað er talsvert verk að koma gólfinu inn í Laugardalshöll og það tekur langan tíma að setja það upp. Það er líka dýrt eða nálægt hálfri milljón. „Það fer hátt í það. Bara teipið sem fer á dúkinn kostar um 120 þúsund. Þetta eru ansi margir metrar sem fara undir gólfið og í samskeytin. Við þurfum að nota sérstakt tvöfalt teip sem er ekki til hér á landi. Við pöntum það því hjá fyrirtækinu sem býr til þessi gólf. Svo kostar að fá vana menn í að leggja þetta því það er ekki sama hvernig þetta er gert. Starfsmenn sambandsins hafa líka farið í þetta og lækkað kostnaðinn," sagði Einar en svo þarf að þrífa, gera við og annað tilfallandi. „Við leggjum gólfið á daginn fyrir leik svo dúkurinn leggist almennilega að gólfinu. Svo teipum við. Þetta getur tekið sex til átta klukkutíma hjá vönum mönnum. Það er svo um tveggja tíma verkefni að ganga frá gólfinu eftir leiki. Þetta er mikil vinna sem menn almennt gera sér ekki grein fyrir. Það hjálpa margir til sem betur fer." Íslenski handboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Sjá meira
HSÍ hefur aðeins átt einn handboltadúk til þess að spila á en sá dúkur var farinn að láta á sjá og þurfti viðgerð. Var því kominn tími á að kaupa nýtt gólf. Eftir að hafa leitað fyrir sér tókst forsvarsmönnum HSÍ að kaupa gólfið sem var notað í úrslitunum á EM í Serbíu í janúar síðastliðnum. „Við vorum að leita víða í sumar og duttum inn á þetta fína gólf. Það fékkst á ágætis verði," sagði Einar en hann vildi ekki gefa upp nákvæmt kaupverð. Nýtt gólf kostar 10-15 milljónir króna og gólfið hefur því kostað skildinginn þó notað sé. „Það er skylda að spila alla leiki á mótum EHF á gólfum sem eru eingöngu með handboltalínum. Litirnir skipta ekki í raun máli en það verður að vera handboltagólf." Teipið er rándýrtÞað er talsvert verk að koma gólfinu inn í Laugardalshöll og það tekur langan tíma að setja það upp. Það er líka dýrt eða nálægt hálfri milljón. „Það fer hátt í það. Bara teipið sem fer á dúkinn kostar um 120 þúsund. Þetta eru ansi margir metrar sem fara undir gólfið og í samskeytin. Við þurfum að nota sérstakt tvöfalt teip sem er ekki til hér á landi. Við pöntum það því hjá fyrirtækinu sem býr til þessi gólf. Svo kostar að fá vana menn í að leggja þetta því það er ekki sama hvernig þetta er gert. Starfsmenn sambandsins hafa líka farið í þetta og lækkað kostnaðinn," sagði Einar en svo þarf að þrífa, gera við og annað tilfallandi. „Við leggjum gólfið á daginn fyrir leik svo dúkurinn leggist almennilega að gólfinu. Svo teipum við. Þetta getur tekið sex til átta klukkutíma hjá vönum mönnum. Það er svo um tveggja tíma verkefni að ganga frá gólfinu eftir leiki. Þetta er mikil vinna sem menn almennt gera sér ekki grein fyrir. Það hjálpa margir til sem betur fer."
Íslenski handboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Sjá meira