Landsbankinn hagnaðist um tæplega 1,7 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi ársins. Bankinn birti uppgjör sitt fyrir fjórðunginn á fimmtudag. Uppsafnaður hagnaður fyrstu níu mánuði ársins er þar með 13,5 milljarðar en til samanburðar var hagnaður 27,0 milljarðar á sama tímabili í fyrra.
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir afkomu bankans einkennast af neikvæðri þróun á virðisbreytingum útlána en að öðru leyti sé rekstur bankans á áætlun.
Á fyrstu níu mánuðum ársins voru hreinar vaxtatekjur bankans 26,4 milljarðar en voru 24,6 á sama tímabili í fyrra. Hreinar þjónustutekjur voru hins vegar 3,1 milljarður og minnkuðu um 7% milli ára. Rekstrarkostnaður var 17,8 milljarðar og jókst um 15% milli ára.
Þá færði bankinn útlán niður um ríflega sjö milljarða sem er meðal annars tilkomið vegna gjaldfærslu í tengslum við yfirtökuna á SpKef og vegna endurútreikninga gengistryggðra lána.
Heildareignir bankans í lok september voru 1.057 milljarðar og var eiginfjárhlutfall (CAD) hans 24,1%. Þá er lausafjárhlutfall 46%. Því er nokkurt svigrúm til arðgreiðslna sem gætu hafist á næsta ári.
Ríkissjóður á ríflega 81% hlut í Landsbankanum en Landsskil, dótturfélag gamla Landsbankans, á tæplega 19%.- mþl
Hagnaðist um 1,7 milljarða

Mest lesið

Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi
Viðskipti innlent

Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða
Viðskipti innlent

Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks
Viðskipti innlent


Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum
Viðskipti innlent

Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion
Viðskipti innlent

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent

Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland
Viðskipti innlent

Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri
Viðskipti innlent

Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra
Viðskipti innlent