Litrík, rafmögnuð, unaðsleg Jónas Sen skrifar 22. nóvember 2012 00:01 Á hápunkti sínum var hljómsveitarleikurinn var hljómsveitarleikurinn yfirgengilega kraftmikill, samstæður, áferðafagur og litríkur og túlkunin rafmögnuð enda ætlaði allt um koll að keyra, segir í dómunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Berlínarfílharmónían á tónleikum Stjórnandi: Sir Simon Rattle Harpa, þriðjudaginn 20. nóvember Einar Pálsson skrifaði á sínum tíma umdeilda ritröð um rætur íslenskrar menningar. Hann færði þar rök fyrir því að margt í íslensku fornsögunum væri hluti af goðsagnaheimi Kelta og landa í kringum Miðjarðarhafið. Mér er sagt að hann hafi eitt sinn hitt skáldið og fræðimanninn Robert Graves, sem skrifaði um svipað efni. Einar var bæði víðlesinn og fróður, en þegar hann hitti Graves leið honum eins og tíu ára barni sem hafði villst inn í kennslustund í háskóla. Mér datt þetta í hug á tónleikum Berlínarfílharmóníunnar undir stjórn Sir Simon Rattle á þriðjudagskvöldið. Við eigum svo sannarlega ágæta sinfóníuhljómsveit með frábæru tónlistarfólki. En munurinn á henni og Berlínarfílharmóníunni er samt gríðarlegur. Ég sat á þriðja bekk fyrir hlé. Hljómsveitin hóf dagskrána á gömlum kunningja úr vísindaskáldsögunni 2001: A Space Odyssey. Það var Atmospheres eftir Ligeti. Tónlistin er mjög abstrakt. Hún virkar eins og hljómsveitarútsetning á raftónlist sem var í tísku um miðja síðustu öld. Hljómsveitin spilaði svo dásamlega vel, af svo gríðarlegri nákvæmni og fágun, að útkoman var ekki af þessum heimi. Málið er að nútímatónlist er oft ekki vel leikin. Fólk heldur þá að verkið sé leiðinlegt, því það hefur ekki samanburð við neitt annað. Þarna heyrðist glögglega hve Ligeti var magnað tónskáld. Forleikurinn að fyrsta þætti Lohengrin eftir Wagner var næstur á dagskrá. Hann hófst í beinu framhaldi af Ligeti, það var ekkert stoppað á milli. Þar sem verkin eru mjög ólík var þetta nokkuð djarft. En það gekk fyllilega upp. Wagner og Ligeti voru svo skemmtilegar andstæður, tónlist þeirra hljómaði enn áhugaverðari fyrir vikið. Wagner byrjaði rólega, en hápunktarnir voru yfirgengilegir. Og fínleg blæbrigði voru meistaralega vel mótuð. Þegar maður situr framarlega er auðvelt að heyra minnstu misfellur í spilamennskunni. En hér var allt fullkomið. Strengjaleikurinn var svo ótrúlega samtaka og veikir tónar svo tærir og stöðugir að það var einfaldlega ekki hægt að gera betur. Dansljóðið Jeux eftir Debussy var líka himneskt, fallega glitrandi og margbrotið. Og Daphnis og Chloe svítan nr. 2 eftir Ravel var hápunktur tónleikanna. Hún var yfirgengilega kraftmikil, hljómsveitarleikurinn unaðslega samstæður og litríkur, áferðarfagur og þéttur. Túlkun var bókstaflega rafmögnuð. Enda trylltust áheyrendur! Ég færði mig um set í hléinu, fór aftast í salinn, þar sem hljómburðurinn er slakari. Eftir hlé var 3. sinfónían eftir Schumann á dagskrá og það var áhugavert að heyra muninn þar og á þriðja bekk. Upplifunin var eins og að vera með eyrnatappa. Vissulega er Harpa frábært tónleikahús, en það er ekki hægt að ætlast til að allt hljómi jafn vel þar, sama hvar maður situr. Þarna aftast heyrðust smáatriðin ekki jafn greinilega – en heildarhljómurinn var samt flottur. Þessi sinfónía Schumanns er reyndar ekki með hans bestu verkum, og satt að segja var hún hálfgerður antí-klímax á eftir Ravel. Engu að síður var flutningurinn stórkostlegur. Ég heyrði Berlínarfílharmóníuna leika í París fyrir mörgum árum undir stjórn Herberts von Karajan. Það voru magnaðir tónleikar. Kvöldstundin nú var ekkert síðri. Niðurstaða: Ótrúleg fágun, fullkomin tækni, stórkostleg túlkun. Gagnrýni Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Berlínarfílharmónían á tónleikum Stjórnandi: Sir Simon Rattle Harpa, þriðjudaginn 20. nóvember Einar Pálsson skrifaði á sínum tíma umdeilda ritröð um rætur íslenskrar menningar. Hann færði þar rök fyrir því að margt í íslensku fornsögunum væri hluti af goðsagnaheimi Kelta og landa í kringum Miðjarðarhafið. Mér er sagt að hann hafi eitt sinn hitt skáldið og fræðimanninn Robert Graves, sem skrifaði um svipað efni. Einar var bæði víðlesinn og fróður, en þegar hann hitti Graves leið honum eins og tíu ára barni sem hafði villst inn í kennslustund í háskóla. Mér datt þetta í hug á tónleikum Berlínarfílharmóníunnar undir stjórn Sir Simon Rattle á þriðjudagskvöldið. Við eigum svo sannarlega ágæta sinfóníuhljómsveit með frábæru tónlistarfólki. En munurinn á henni og Berlínarfílharmóníunni er samt gríðarlegur. Ég sat á þriðja bekk fyrir hlé. Hljómsveitin hóf dagskrána á gömlum kunningja úr vísindaskáldsögunni 2001: A Space Odyssey. Það var Atmospheres eftir Ligeti. Tónlistin er mjög abstrakt. Hún virkar eins og hljómsveitarútsetning á raftónlist sem var í tísku um miðja síðustu öld. Hljómsveitin spilaði svo dásamlega vel, af svo gríðarlegri nákvæmni og fágun, að útkoman var ekki af þessum heimi. Málið er að nútímatónlist er oft ekki vel leikin. Fólk heldur þá að verkið sé leiðinlegt, því það hefur ekki samanburð við neitt annað. Þarna heyrðist glögglega hve Ligeti var magnað tónskáld. Forleikurinn að fyrsta þætti Lohengrin eftir Wagner var næstur á dagskrá. Hann hófst í beinu framhaldi af Ligeti, það var ekkert stoppað á milli. Þar sem verkin eru mjög ólík var þetta nokkuð djarft. En það gekk fyllilega upp. Wagner og Ligeti voru svo skemmtilegar andstæður, tónlist þeirra hljómaði enn áhugaverðari fyrir vikið. Wagner byrjaði rólega, en hápunktarnir voru yfirgengilegir. Og fínleg blæbrigði voru meistaralega vel mótuð. Þegar maður situr framarlega er auðvelt að heyra minnstu misfellur í spilamennskunni. En hér var allt fullkomið. Strengjaleikurinn var svo ótrúlega samtaka og veikir tónar svo tærir og stöðugir að það var einfaldlega ekki hægt að gera betur. Dansljóðið Jeux eftir Debussy var líka himneskt, fallega glitrandi og margbrotið. Og Daphnis og Chloe svítan nr. 2 eftir Ravel var hápunktur tónleikanna. Hún var yfirgengilega kraftmikil, hljómsveitarleikurinn unaðslega samstæður og litríkur, áferðarfagur og þéttur. Túlkun var bókstaflega rafmögnuð. Enda trylltust áheyrendur! Ég færði mig um set í hléinu, fór aftast í salinn, þar sem hljómburðurinn er slakari. Eftir hlé var 3. sinfónían eftir Schumann á dagskrá og það var áhugavert að heyra muninn þar og á þriðja bekk. Upplifunin var eins og að vera með eyrnatappa. Vissulega er Harpa frábært tónleikahús, en það er ekki hægt að ætlast til að allt hljómi jafn vel þar, sama hvar maður situr. Þarna aftast heyrðust smáatriðin ekki jafn greinilega – en heildarhljómurinn var samt flottur. Þessi sinfónía Schumanns er reyndar ekki með hans bestu verkum, og satt að segja var hún hálfgerður antí-klímax á eftir Ravel. Engu að síður var flutningurinn stórkostlegur. Ég heyrði Berlínarfílharmóníuna leika í París fyrir mörgum árum undir stjórn Herberts von Karajan. Það voru magnaðir tónleikar. Kvöldstundin nú var ekkert síðri. Niðurstaða: Ótrúleg fágun, fullkomin tækni, stórkostleg túlkun.
Gagnrýni Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira