Jólasveinarnir á fullu í desember tinnaros@frettabladid.is skrifar 22. nóvember 2012 10:00 Lengi að Þeir Magnús og Þorgeir eru búnir að þekkja Hurðaskelli og Stúf í rúm þrjátíu ár og skemmta sér alltaf mjög vel með þeim. Mynd/Einkaeign „Fyrstu heimsóknirnar verða núna um helgina svo þeir eru byrjaðir að detta niður úr Esjunni," segir Bendt Harðarson, umboðsmaður jólasveinanna og einn eigandi Jólasveinaþjónustunnar Skyrgáms. Bendt segir bræðurna þrettán afar upptekna á þessum tíma árs en aðspurður segir hann Skyrgám gera út yfir 300 jólasveina hver jól. „Heimsóknirnar eru færri þar sem þeir fara stundum nokkrir saman," segir hann. Aðfangadagur er þeirra annasamasti dagur og fóru Skyrgámur og félagar til að mynda á 60 staði þann 24. desember 2011. „Þetta er strembinn dagur og jólasveinarnir rétt ná heim í jólamatinn en þetta er jafnframt skemmtilegasti dagur ársins," segir Bendt. Jólasveinaþjónusta Skyrgáms hefur verið í samstarfi við jólasveinana í fimmtán ár og er því orðin sjóuð í bransanum. Félagarnir Magnús Ólafsson og Þorgeir Ástvaldsson eru einnig sjóaðir í jólasveinabransann, enda hafa þeir verið viðloðandi hann frá árinu 1981. „Við urðum góðir vinir Hurðaskellis og Stúfs þá og höfum lent í ýmsum ævintýrum með þeim síðan," segir Magnús og vill meina að börnin hafi ekki breyst mikið í gegnum árin en jólaböllin, og hugarfar foreldranna hafi breyst meira. „Börnin eru alltaf jafn skemmtileg, en áður fyrr var mikið um risastór jólaböll. Metnaðurinn fyrir þeim virðist hafa minnkað," segir Magnús. Þeir félagar fara um hvippinn og hvappinn á hverju ári til að skemmta börnum og alltaf hafa þeir nikkuna með í för. „Þetta er samt erfitt. Eitt árið ákváðum við að bæta fugladansinum inn í prógramið. Mér fannst það stórgóð hugmynd þar til ég þurfti að framkvæma hana. Þorgeir slapp vel því hann stóð uppi á sviði með nikkuna á meðan ég var dansandi útí sal. Svo vorum við jafnvel með nokkur böll í röð. Ég var alveg búinn á því eftir slíka daga, enda ekkert venjulega þungur," rifjar Magnús upp og hlær. „En það er svo gaman að skemmta börnunum. Þó þau togi í skeggið og klípi mann. Maður klípur þau þá bara til baka," bætir hann við. Jólafréttir Lífið Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Fleiri fréttir Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Sjá meira
„Fyrstu heimsóknirnar verða núna um helgina svo þeir eru byrjaðir að detta niður úr Esjunni," segir Bendt Harðarson, umboðsmaður jólasveinanna og einn eigandi Jólasveinaþjónustunnar Skyrgáms. Bendt segir bræðurna þrettán afar upptekna á þessum tíma árs en aðspurður segir hann Skyrgám gera út yfir 300 jólasveina hver jól. „Heimsóknirnar eru færri þar sem þeir fara stundum nokkrir saman," segir hann. Aðfangadagur er þeirra annasamasti dagur og fóru Skyrgámur og félagar til að mynda á 60 staði þann 24. desember 2011. „Þetta er strembinn dagur og jólasveinarnir rétt ná heim í jólamatinn en þetta er jafnframt skemmtilegasti dagur ársins," segir Bendt. Jólasveinaþjónusta Skyrgáms hefur verið í samstarfi við jólasveinana í fimmtán ár og er því orðin sjóuð í bransanum. Félagarnir Magnús Ólafsson og Þorgeir Ástvaldsson eru einnig sjóaðir í jólasveinabransann, enda hafa þeir verið viðloðandi hann frá árinu 1981. „Við urðum góðir vinir Hurðaskellis og Stúfs þá og höfum lent í ýmsum ævintýrum með þeim síðan," segir Magnús og vill meina að börnin hafi ekki breyst mikið í gegnum árin en jólaböllin, og hugarfar foreldranna hafi breyst meira. „Börnin eru alltaf jafn skemmtileg, en áður fyrr var mikið um risastór jólaböll. Metnaðurinn fyrir þeim virðist hafa minnkað," segir Magnús. Þeir félagar fara um hvippinn og hvappinn á hverju ári til að skemmta börnum og alltaf hafa þeir nikkuna með í för. „Þetta er samt erfitt. Eitt árið ákváðum við að bæta fugladansinum inn í prógramið. Mér fannst það stórgóð hugmynd þar til ég þurfti að framkvæma hana. Þorgeir slapp vel því hann stóð uppi á sviði með nikkuna á meðan ég var dansandi útí sal. Svo vorum við jafnvel með nokkur böll í röð. Ég var alveg búinn á því eftir slíka daga, enda ekkert venjulega þungur," rifjar Magnús upp og hlær. „En það er svo gaman að skemmta börnunum. Þó þau togi í skeggið og klípi mann. Maður klípur þau þá bara til baka," bætir hann við.
Jólafréttir Lífið Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Fleiri fréttir Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Sjá meira