Alltaf eitthvað nýtt á jólu num 27. nóvember 2012 00:01 Auður er nýjungagjörn og því aldrei með sama jólamatinn. MYND/VILHELM Heilsukokkurinn Auður Ingibjörg Konráðsdóttir eldar aðeins grænmetisrétti. Hún er nýjungagjörn og er aldrei með það sama á jólunum. Auður Ingibjörg Konráðsdóttir hefur verið grænmetisæta í tuttugu ár og það gildir jafnt á jólum sem öðrum árstímum. „Ég er þó alltaf með eitthvað nýtt á aðfangadag og hef ekki skapað mér neinar sérstakar jólahefðir. Það kemur aðallega til af því að ég er svo forvitin og vil alltaf vera að prófa eitthvað nýtt." Auður hefur gert tófústeik í ýmsum útfærslum og gerði til að mynda eggaldinsteik í fyrra sem kom vel út. Hún hefur þó að mestu látið hnetusteikina, sem margar grænmetisætur borða á jólunum, eiga sig. „Ég vann lengi á grænmetisstöðum og þar var yfirleitt verið að gera hnetusteik í margar vikur fyrir jól. Ég var því eiginlega alveg búin að fá nóg þegar aðfangadagur rann upp." Í ár ætlar Ingibjörg að vera með Portobello-steik með ofnsteiktum sætum kartöflum. Uppskriftin er hennar eigin eins og flest annað sem hún gerir. Í eftirrétt verður hún með perufrauð með möndlukurli. Auður hefur gefið út tvær bækur með heilsuréttum. Sú fyrsta kom út í fyrra og heitir Heilsudrykkir og hin síðari, Heilsusúpur og salöt, kom út fyrir skemmstu. Þar er meðal annars að finna uppskrift að graskerssúpu sem Auður býður stundum upp á í jólaforrétt. En hefur hún einhver ráð til þeirra sem vilja halda í við sig í jólamánuðinum? „Mitt helsta ráð er að borða sem næst upprunanum. Ég held að það séu ekki einstakar matartegundir sem láta okkur líða illa heldur öll aukaefni sem eru sett út í. - vePortobello-steik2 portobello-sveppirHandfylli af grænu salati að eigin vali1 msk söxuð steinselja1 msk söxuð basilíkaMarinering4 döðlur2 msk. tamarisósa1 msk. balsamik½ dl ólífuolía1 msk. engiferrót2 tsk. næringarger½ tsk. sjávarsalt¼ tsk. cayenne-piparLeggið döðlur í bleyti yfir nótt. Maukið allt í blandara.Fylling½ hvítur laukur200 g kirsuberjatómatar2 dl sólblómafræ½ dl sesamolíaLeggið sólblómafræin í bleyti yfir nótt. Hreinsið sveppina. Skerið laukinn í hringi og tómatana í 4 parta. Látið renna af fræjunum og blandið þeim saman við marineringu ásamt laukhringjum og tómötum.Dreypið helmingi af sesamolíu ofan á sveppina, veltið þeim við og dreypið restinni af olíunni á stilkhliðina. Leggið sveppina í eldfast mót þannig að stilkhliðin snúi upp. Skiptið fyllingunni jafnt á sveppina og bakið í ofni við 190°C í um það bil 25 mínútur. Leggið steikurnar á græna salatið og stráið steinselju og basilíku yfir.Ofnsteiktar sætar kartöflur1 sæt kartafla½ dl lífræn sólblómaolía1 grein rósmarín4 greinar garðablóðberg1 msk. sjávarsaltHandfylli grænkálAfhýðið kartöfluna og skerið í fallega kubba. Veltið upp úr olíu og salti og setjið í eldfast mót ásamt rósmarin og garðablóðbergi. Steikið í ofni við 190°C í um það bil 30 mínútur.Perufrauð með möndlukurliFrauð4 döðlur1/2 dl rúsínur1 tsk. lucuma1 tsk. maca½ dl hlynsíróp1 avókadó1 pera1 banani5 dropar Stevia, English toffeeLeggið döðlur og rúsínur í bleyti yfir nótt. Sigtið vatnið frá og maukið allt í matvinnsluvél. Setjið í fallegar skálar, stráið streusel yfir og skreytið með gljáðri perusneið.kurl8 lífrænar möndlur1 msk. pálmasykurLátið möndlur liggja í bleyti yfir nótt. Saxið og blandið pálmasykri saman við.Skraut1 pera2 msk hlynsírópLýsing:Skerið peruna í örþunnar sneiðar eftir endilöngu. Dreifið hlynsírópi yfir, leggið á sílikonmottu og þurrkið í ofni yfir nótt við 50°C með skeið í hurðafalsinu til að hleypa rakanum út. Jólamatur Mest lesið Vill rjúpu á jólaborðið Jól Jólaneglurnar verða vínrauðar Jól Jólanóttin Jól Töskur og óvenjulegar klukkur Jól Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi Jól Gleðilegt jólaglögg frá matreiðslumanni í heimsklassa Jól DIY - Jólapakki í peysu Jólin Hoppandi glaður með eitthvað nördalegt Jól Dós sem spilar íslenskt lag Jól Gjafir ætlaðar þeim sem ekki hafa efni á jólagjöfum Jól
Heilsukokkurinn Auður Ingibjörg Konráðsdóttir eldar aðeins grænmetisrétti. Hún er nýjungagjörn og er aldrei með það sama á jólunum. Auður Ingibjörg Konráðsdóttir hefur verið grænmetisæta í tuttugu ár og það gildir jafnt á jólum sem öðrum árstímum. „Ég er þó alltaf með eitthvað nýtt á aðfangadag og hef ekki skapað mér neinar sérstakar jólahefðir. Það kemur aðallega til af því að ég er svo forvitin og vil alltaf vera að prófa eitthvað nýtt." Auður hefur gert tófústeik í ýmsum útfærslum og gerði til að mynda eggaldinsteik í fyrra sem kom vel út. Hún hefur þó að mestu látið hnetusteikina, sem margar grænmetisætur borða á jólunum, eiga sig. „Ég vann lengi á grænmetisstöðum og þar var yfirleitt verið að gera hnetusteik í margar vikur fyrir jól. Ég var því eiginlega alveg búin að fá nóg þegar aðfangadagur rann upp." Í ár ætlar Ingibjörg að vera með Portobello-steik með ofnsteiktum sætum kartöflum. Uppskriftin er hennar eigin eins og flest annað sem hún gerir. Í eftirrétt verður hún með perufrauð með möndlukurli. Auður hefur gefið út tvær bækur með heilsuréttum. Sú fyrsta kom út í fyrra og heitir Heilsudrykkir og hin síðari, Heilsusúpur og salöt, kom út fyrir skemmstu. Þar er meðal annars að finna uppskrift að graskerssúpu sem Auður býður stundum upp á í jólaforrétt. En hefur hún einhver ráð til þeirra sem vilja halda í við sig í jólamánuðinum? „Mitt helsta ráð er að borða sem næst upprunanum. Ég held að það séu ekki einstakar matartegundir sem láta okkur líða illa heldur öll aukaefni sem eru sett út í. - vePortobello-steik2 portobello-sveppirHandfylli af grænu salati að eigin vali1 msk söxuð steinselja1 msk söxuð basilíkaMarinering4 döðlur2 msk. tamarisósa1 msk. balsamik½ dl ólífuolía1 msk. engiferrót2 tsk. næringarger½ tsk. sjávarsalt¼ tsk. cayenne-piparLeggið döðlur í bleyti yfir nótt. Maukið allt í blandara.Fylling½ hvítur laukur200 g kirsuberjatómatar2 dl sólblómafræ½ dl sesamolíaLeggið sólblómafræin í bleyti yfir nótt. Hreinsið sveppina. Skerið laukinn í hringi og tómatana í 4 parta. Látið renna af fræjunum og blandið þeim saman við marineringu ásamt laukhringjum og tómötum.Dreypið helmingi af sesamolíu ofan á sveppina, veltið þeim við og dreypið restinni af olíunni á stilkhliðina. Leggið sveppina í eldfast mót þannig að stilkhliðin snúi upp. Skiptið fyllingunni jafnt á sveppina og bakið í ofni við 190°C í um það bil 25 mínútur. Leggið steikurnar á græna salatið og stráið steinselju og basilíku yfir.Ofnsteiktar sætar kartöflur1 sæt kartafla½ dl lífræn sólblómaolía1 grein rósmarín4 greinar garðablóðberg1 msk. sjávarsaltHandfylli grænkálAfhýðið kartöfluna og skerið í fallega kubba. Veltið upp úr olíu og salti og setjið í eldfast mót ásamt rósmarin og garðablóðbergi. Steikið í ofni við 190°C í um það bil 30 mínútur.Perufrauð með möndlukurliFrauð4 döðlur1/2 dl rúsínur1 tsk. lucuma1 tsk. maca½ dl hlynsíróp1 avókadó1 pera1 banani5 dropar Stevia, English toffeeLeggið döðlur og rúsínur í bleyti yfir nótt. Sigtið vatnið frá og maukið allt í matvinnsluvél. Setjið í fallegar skálar, stráið streusel yfir og skreytið með gljáðri perusneið.kurl8 lífrænar möndlur1 msk. pálmasykurLátið möndlur liggja í bleyti yfir nótt. Saxið og blandið pálmasykri saman við.Skraut1 pera2 msk hlynsírópLýsing:Skerið peruna í örþunnar sneiðar eftir endilöngu. Dreifið hlynsírópi yfir, leggið á sílikonmottu og þurrkið í ofni yfir nótt við 50°C með skeið í hurðafalsinu til að hleypa rakanum út.
Jólamatur Mest lesið Vill rjúpu á jólaborðið Jól Jólaneglurnar verða vínrauðar Jól Jólanóttin Jól Töskur og óvenjulegar klukkur Jól Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi Jól Gleðilegt jólaglögg frá matreiðslumanni í heimsklassa Jól DIY - Jólapakki í peysu Jólin Hoppandi glaður með eitthvað nördalegt Jól Dós sem spilar íslenskt lag Jól Gjafir ætlaðar þeim sem ekki hafa efni á jólagjöfum Jól