Jólatréð verður musteri minninga 29. nóvember 2012 11:00 Ingunn og Halla hafa safnað jólaskrauti á ferðalögum og munu nú skreyta sitt fyrsta jólatré saman. MYND/VILHELM Turtildúfurnar Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Ingunn Sigríður Árnadóttir hafa undanfarin ár varið jólunum hvor í sínum foreldrahúsum. Í ár ætla þær að vera saman á jólunum í fyrsta sinn. Þetta verða fyrstu jólin í kotinu okkar og nú fáum við okkar fyrsta jólatré en það er hefð í föðurfjölskyldu Ingunnar að fara í sveit afa hennar og saga jólatré," segir Halla glöð og Ingunn segir að þá byrji jólin í huga hennar. „Við förum öll saman og erum yfir heila helgi. Ætli jólin byrji ekki þar hjá mér eins og jólin hennar Höllu byrja í skötuveislunni á Þorláksmessu," segir Ingunn og þær viðurkenna báðar að eiga erfitt með að rjúfa jólahefðirnar. „Við erum báðar brjálæðislega þrjóskar og miklar fjölskyldumanneskjur. En þetta er reyndar ágætistími til að hefja nýjar hefðir því margt hefur breyst á undanförnum árum í fjölskylduhögum okkar beggja. Jólin snúast um hefðir og það er dálítið erfitt að taka þessi fyrstu skref – en gott að taka þau saman! Og við þurfum ekkert að rífast, við erum svo þroskaðar. Þrjóskar, en þroskaðar. Skatan haggast samt ekki," segir Halla og glottir. Þær ætla því að fara bil beggja þetta árið og verja aðfangadagskvöldinu hjá foreldrum Ingunnar og gamlárskvöldi hjá fjölskyldu Höllu. Helsti hausverkurinn verður þó að skipta niður jólaboðunum þar sem báðar fjölskyldurnar eru afar boðglaðar segja þær. Þær ætla líka sjálfar að búa til nýja hefð. „Við ætlum að sjóða slatta af jólaglögg og opna heimili okkar fyrir vinum og vandamönnum föstudaginn fyrir jól. Við erum gríðarlega spenntar og vissar um að þetta verði kósí og skemmtilegt. Við eigum svo marga og músíkalska vini," segir Halla. „Ef jólaglöggin klúðrast og við þurfum að bjóða upp á tekíla-skot, þá verður það bara fyndin minning," bætir hún við og er bjartsýn á að það takist líka að skipuleggja jólaboðin án árekstra. „Halla gerði manískt skipulag í Excel þar sem hún „stakk upp á" hvernig planið yrði fyrir hvern fjölskyldumeðlim yfir hátíðirnar, en við vitum öll að þessu plani verður ekki haggað," segir Ingunn kímin. En eiga þær eitthvert skraut á nýja tréð? „Alltaf þegar við förum í utanlandsferðir eða eftirminnileg ferðalög kaupum við skraut til að hengja á jólatréð," segir Halla. „Við eigum kúlu frá París því þar bjuggum við saman í hálft ár, og aðra frá Stokkhólmi en þangað fórum við í haust. Við eigum skraut frá London og einn sætan gamaldags fugl frá hressri stelpuferð til Akureyrar. Jólatréð okkar verður musteri minninganna! Það verður kúla frá ömmu og önnur frá ömmu Ingunnar en ekkert óþarfa drasl," segir Halla dreymin en Ingunn bætir við: „Ég var nú reyndar að hugsa um að fá Höllu með mér í IKEA og kaupa seríur og piparkökuform, lauma þá kannski nokkrum kúlum í pokann líka. Það væri nú ansi góð saga til að bæta við í minningamusterið hennar Höllu!" - rat Jólafréttir Mest lesið Vill rjúpu á jólaborðið Jól Jólaneglurnar verða vínrauðar Jól Jólanóttin Jól Töskur og óvenjulegar klukkur Jól Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi Jól Gleðilegt jólaglögg frá matreiðslumanni í heimsklassa Jól DIY - Jólapakki í peysu Jólin Hoppandi glaður með eitthvað nördalegt Jól Dós sem spilar íslenskt lag Jól Gjafir ætlaðar þeim sem ekki hafa efni á jólagjöfum Jól
Turtildúfurnar Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Ingunn Sigríður Árnadóttir hafa undanfarin ár varið jólunum hvor í sínum foreldrahúsum. Í ár ætla þær að vera saman á jólunum í fyrsta sinn. Þetta verða fyrstu jólin í kotinu okkar og nú fáum við okkar fyrsta jólatré en það er hefð í föðurfjölskyldu Ingunnar að fara í sveit afa hennar og saga jólatré," segir Halla glöð og Ingunn segir að þá byrji jólin í huga hennar. „Við förum öll saman og erum yfir heila helgi. Ætli jólin byrji ekki þar hjá mér eins og jólin hennar Höllu byrja í skötuveislunni á Þorláksmessu," segir Ingunn og þær viðurkenna báðar að eiga erfitt með að rjúfa jólahefðirnar. „Við erum báðar brjálæðislega þrjóskar og miklar fjölskyldumanneskjur. En þetta er reyndar ágætistími til að hefja nýjar hefðir því margt hefur breyst á undanförnum árum í fjölskylduhögum okkar beggja. Jólin snúast um hefðir og það er dálítið erfitt að taka þessi fyrstu skref – en gott að taka þau saman! Og við þurfum ekkert að rífast, við erum svo þroskaðar. Þrjóskar, en þroskaðar. Skatan haggast samt ekki," segir Halla og glottir. Þær ætla því að fara bil beggja þetta árið og verja aðfangadagskvöldinu hjá foreldrum Ingunnar og gamlárskvöldi hjá fjölskyldu Höllu. Helsti hausverkurinn verður þó að skipta niður jólaboðunum þar sem báðar fjölskyldurnar eru afar boðglaðar segja þær. Þær ætla líka sjálfar að búa til nýja hefð. „Við ætlum að sjóða slatta af jólaglögg og opna heimili okkar fyrir vinum og vandamönnum föstudaginn fyrir jól. Við erum gríðarlega spenntar og vissar um að þetta verði kósí og skemmtilegt. Við eigum svo marga og músíkalska vini," segir Halla. „Ef jólaglöggin klúðrast og við þurfum að bjóða upp á tekíla-skot, þá verður það bara fyndin minning," bætir hún við og er bjartsýn á að það takist líka að skipuleggja jólaboðin án árekstra. „Halla gerði manískt skipulag í Excel þar sem hún „stakk upp á" hvernig planið yrði fyrir hvern fjölskyldumeðlim yfir hátíðirnar, en við vitum öll að þessu plani verður ekki haggað," segir Ingunn kímin. En eiga þær eitthvert skraut á nýja tréð? „Alltaf þegar við förum í utanlandsferðir eða eftirminnileg ferðalög kaupum við skraut til að hengja á jólatréð," segir Halla. „Við eigum kúlu frá París því þar bjuggum við saman í hálft ár, og aðra frá Stokkhólmi en þangað fórum við í haust. Við eigum skraut frá London og einn sætan gamaldags fugl frá hressri stelpuferð til Akureyrar. Jólatréð okkar verður musteri minninganna! Það verður kúla frá ömmu og önnur frá ömmu Ingunnar en ekkert óþarfa drasl," segir Halla dreymin en Ingunn bætir við: „Ég var nú reyndar að hugsa um að fá Höllu með mér í IKEA og kaupa seríur og piparkökuform, lauma þá kannski nokkrum kúlum í pokann líka. Það væri nú ansi góð saga til að bæta við í minningamusterið hennar Höllu!" - rat
Jólafréttir Mest lesið Vill rjúpu á jólaborðið Jól Jólaneglurnar verða vínrauðar Jól Jólanóttin Jól Töskur og óvenjulegar klukkur Jól Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi Jól Gleðilegt jólaglögg frá matreiðslumanni í heimsklassa Jól DIY - Jólapakki í peysu Jólin Hoppandi glaður með eitthvað nördalegt Jól Dós sem spilar íslenskt lag Jól Gjafir ætlaðar þeim sem ekki hafa efni á jólagjöfum Jól