Áhyggjuefni hve fáir mæta á völlinn Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 11. desember 2012 07:30 Dauf stemning. Hér sjást þeir 141 einstaklingar sem sáu sér fært að mæta á leik reykvísku stórveldanna, fram og vals. þegar leikskýrsla var fyllt út var greinilega ákveðið að gera sinnum tveir því áhorfendur samkvæmt skýrslu voru 282.fréttablaðið/vilhelm Aðeins 141 áhorfendur mættu á leik Fram og Vals í N1-deild karla í handbolta. Forsvarsmenn beggja félaga hafa áhyggjur af gangi mála og þeir vilja grípa til aðgerða. Staðan er mun skárri á Akureyri þar sem að 600-1000 áhorfendur mæta á heimaleiki liðsins. Það tók ekki langan tíma að telja alla hausana sem eru á myndinni hér fyrir ofan – sem tekin var um miðjan fyrri hálfleik í grannslag Fram og Vals í N1-deild karla í handbolta s.l. fimmtudag. Áhorfendur í salnum voru 141 – þar af stór hluti börn og iðkendur úr herbúðum Fram. Forsvarsmenn handknattleiksdeilda Fram og Vals segja að það gangi illa að fá áhorfendur á völlinn og samkeppnin um frítíma fólks sé enn harðari en áður. Akureyringar eru hinsvegar sáttari við sinn hlut en fín mæting er á heimaleiki handboltafélagsins. „Mér finnst þetta bara góð mæting svona miðað við það sem við höfum upplifað á sumum leikjum," sagði Ómar Ómarsson formaður handknattleiksdeildar Vals þegar hann var inntur eftir viðbrögðum á þeirri staðreynd að 141 áhorfandi var mættur á viðureign Fram og Vals. „Við hjá Val höfum haft miklar áhyggjur af þessu og undanfarin tvö tímabil hafa verið sérstaklega slæm. Það hefur ýmislegt verið reynt t.d. að bjóða upp á grillaða hamborgara en það hefur verið á brattann að sækja hjá okkur – líkt og hjá öðrum liðum. Ómar segir að það sé tímabært að félögin í samvinnu við Handknattleikssamband Íslands fari í aðgerðir til þess að fjölga áhorfendum. „Við hjá Val erum hrifnir af þeirri hugmynd að byrja leikina fyrr á kvöldin – þannig að áhorfendur komi beint úr vinnu á leikina. Þetta er t.d. gert í Þýskalandi með góðum árangri en þar er einnig margt annað í boði á leikjum sem við höfum ekki boðið upp á hér. Aðspurður sagði Ómar að það væri ekki efst á óskalistanum að leyfa sölu á léttvíni eða bjór, eins og gert er í Þýskalandi. „Það hefur vissulega verið rætt en ég tel að það sé ekki tímabært að svo stöddu." Aðgöngumiði fyrir fullorðna á leik hjá mfl. hjá Val er 1.000 kr. „Miðaverðið er eitt af því sem við höfum velt fyrir okkur. Það væri kannski betra að fá fyrirtæki til þess að vera styrktaraðila á einstaka leiki og bjóða öllum frítt á völlinn. Það eru ýmsar leiðir færar en við þurfum að gera eitthvað í samvinnu við önnur félög til þess að fá fólk á völlinn. Og það sem svíður mest er hve fáir áhorfendur mæta á kvennaleikina hjá okkur. Þar erum við með flott lið en það dugir ekki til. Það má samt ekki gleyma því að það er ágæt aðsókn hjá nokkrum liðum, Akureyri, ÍR og Afturelding hafa náð fínni stemningu á leikjum sínum," sagði Ómar. „Það er á brattann að sækja," sagði Árni Ólafur Hjartarson formaður Fram. „Við höfum reynt ýmislegt til þess að fá fleiri á völlinn – með því að gefa iðkendum miða á leikina. En ég veit ekki hvað er til ráða. Sumir segja að keppnisfyrirkomulagið sé með þeim hætti að það sé engin spenna í þessu fyrr en í fjögurra liða úrslitum. Samkeppnin um athygli fólks er alltaf fyrir hendi og við þurfum að bregðast við með einhverjum hætti. Kannski er spennan ekki nógu mikil," sagði Árni og leggur áherslu á að tekjur af miðasölu dugi varla fyrir kostnaði við hvern leik. „Það eru engar tekjur af aðgöngumiðasölu – varla fyrir dómarakostnaði. Það eru kannski 150 manns á vellinum og margir með frímiða á völlinn í gegnum HSÍ eða börn undir 16 ára," sagði Árni en það kostar 1.000 kr. fyrir fullorðna á heimaleiki hjá Fram. „Við höfum ekki rætt það hvort sala á léttvíni eða bjór myndi breyta stemningunni fyrir leikjum. Ég efast um það sjálfur. Hjá okkur er hópur sem kallast Framstuðarar sem fá kaffi og veitingar í hálfleik – það er ágætlega sótt en þeir þyrftu bara að vera miklu fleiri, og það þarf að bregðast við þessari þróun með einhverjum aðgerðum," sagði Árni. Akureyringar mæta vel í Höllina Það er ekki á öllum stöðum þar sem að áhorfendur láta sig vanta á áhorfendapallana. Hannes Karlsson, formaður Akureyri handboltafélags, er að mörgu leyti ánægður með mætinguna á heimaleiki félagsins í íþróttahöllinni á Akureyri. „Við erum með sæti fyrir um 1200 manns en við erum að fá þetta 600-1000 áhorfendur á leik. Það fer eftir mótherjanum hverju sinni," sagði Hannes. Það má velta ýmsum möguleikum fyrir sér hvernig hægt er að fjölga áhorfendum og leiktíminn og leikdagar er eitthvað sem alltaf er verið að ræða. Að mínu mati eru fimmtudagskvöldin kl. 19.00 besti tíminn og einstaka leiki mætti færa fram á föstudagskvöld. Það fer líka eftir gengi liða hvernig mæting er – þannig er það alltaf en vissulega má alltaf gera betur," sagði Hannes. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
Aðeins 141 áhorfendur mættu á leik Fram og Vals í N1-deild karla í handbolta. Forsvarsmenn beggja félaga hafa áhyggjur af gangi mála og þeir vilja grípa til aðgerða. Staðan er mun skárri á Akureyri þar sem að 600-1000 áhorfendur mæta á heimaleiki liðsins. Það tók ekki langan tíma að telja alla hausana sem eru á myndinni hér fyrir ofan – sem tekin var um miðjan fyrri hálfleik í grannslag Fram og Vals í N1-deild karla í handbolta s.l. fimmtudag. Áhorfendur í salnum voru 141 – þar af stór hluti börn og iðkendur úr herbúðum Fram. Forsvarsmenn handknattleiksdeilda Fram og Vals segja að það gangi illa að fá áhorfendur á völlinn og samkeppnin um frítíma fólks sé enn harðari en áður. Akureyringar eru hinsvegar sáttari við sinn hlut en fín mæting er á heimaleiki handboltafélagsins. „Mér finnst þetta bara góð mæting svona miðað við það sem við höfum upplifað á sumum leikjum," sagði Ómar Ómarsson formaður handknattleiksdeildar Vals þegar hann var inntur eftir viðbrögðum á þeirri staðreynd að 141 áhorfandi var mættur á viðureign Fram og Vals. „Við hjá Val höfum haft miklar áhyggjur af þessu og undanfarin tvö tímabil hafa verið sérstaklega slæm. Það hefur ýmislegt verið reynt t.d. að bjóða upp á grillaða hamborgara en það hefur verið á brattann að sækja hjá okkur – líkt og hjá öðrum liðum. Ómar segir að það sé tímabært að félögin í samvinnu við Handknattleikssamband Íslands fari í aðgerðir til þess að fjölga áhorfendum. „Við hjá Val erum hrifnir af þeirri hugmynd að byrja leikina fyrr á kvöldin – þannig að áhorfendur komi beint úr vinnu á leikina. Þetta er t.d. gert í Þýskalandi með góðum árangri en þar er einnig margt annað í boði á leikjum sem við höfum ekki boðið upp á hér. Aðspurður sagði Ómar að það væri ekki efst á óskalistanum að leyfa sölu á léttvíni eða bjór, eins og gert er í Þýskalandi. „Það hefur vissulega verið rætt en ég tel að það sé ekki tímabært að svo stöddu." Aðgöngumiði fyrir fullorðna á leik hjá mfl. hjá Val er 1.000 kr. „Miðaverðið er eitt af því sem við höfum velt fyrir okkur. Það væri kannski betra að fá fyrirtæki til þess að vera styrktaraðila á einstaka leiki og bjóða öllum frítt á völlinn. Það eru ýmsar leiðir færar en við þurfum að gera eitthvað í samvinnu við önnur félög til þess að fá fólk á völlinn. Og það sem svíður mest er hve fáir áhorfendur mæta á kvennaleikina hjá okkur. Þar erum við með flott lið en það dugir ekki til. Það má samt ekki gleyma því að það er ágæt aðsókn hjá nokkrum liðum, Akureyri, ÍR og Afturelding hafa náð fínni stemningu á leikjum sínum," sagði Ómar. „Það er á brattann að sækja," sagði Árni Ólafur Hjartarson formaður Fram. „Við höfum reynt ýmislegt til þess að fá fleiri á völlinn – með því að gefa iðkendum miða á leikina. En ég veit ekki hvað er til ráða. Sumir segja að keppnisfyrirkomulagið sé með þeim hætti að það sé engin spenna í þessu fyrr en í fjögurra liða úrslitum. Samkeppnin um athygli fólks er alltaf fyrir hendi og við þurfum að bregðast við með einhverjum hætti. Kannski er spennan ekki nógu mikil," sagði Árni og leggur áherslu á að tekjur af miðasölu dugi varla fyrir kostnaði við hvern leik. „Það eru engar tekjur af aðgöngumiðasölu – varla fyrir dómarakostnaði. Það eru kannski 150 manns á vellinum og margir með frímiða á völlinn í gegnum HSÍ eða börn undir 16 ára," sagði Árni en það kostar 1.000 kr. fyrir fullorðna á heimaleiki hjá Fram. „Við höfum ekki rætt það hvort sala á léttvíni eða bjór myndi breyta stemningunni fyrir leikjum. Ég efast um það sjálfur. Hjá okkur er hópur sem kallast Framstuðarar sem fá kaffi og veitingar í hálfleik – það er ágætlega sótt en þeir þyrftu bara að vera miklu fleiri, og það þarf að bregðast við þessari þróun með einhverjum aðgerðum," sagði Árni. Akureyringar mæta vel í Höllina Það er ekki á öllum stöðum þar sem að áhorfendur láta sig vanta á áhorfendapallana. Hannes Karlsson, formaður Akureyri handboltafélags, er að mörgu leyti ánægður með mætinguna á heimaleiki félagsins í íþróttahöllinni á Akureyri. „Við erum með sæti fyrir um 1200 manns en við erum að fá þetta 600-1000 áhorfendur á leik. Það fer eftir mótherjanum hverju sinni," sagði Hannes. Það má velta ýmsum möguleikum fyrir sér hvernig hægt er að fjölga áhorfendum og leiktíminn og leikdagar er eitthvað sem alltaf er verið að ræða. Að mínu mati eru fimmtudagskvöldin kl. 19.00 besti tíminn og einstaka leiki mætti færa fram á föstudagskvöld. Það fer líka eftir gengi liða hvernig mæting er – þannig er það alltaf en vissulega má alltaf gera betur," sagði Hannes.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira