Öðruvísi að vera í kuldanum á Íslandi 12. desember 2012 18:00 Enric Palau vonast til að Sónar-hátíðin muni festa sig í sessi á Íslandi. Spánverjinn Enric Palau er stjórnandi Sónar-hátíðarinnar sem verður haldin hérlendis í fyrsta sinn í Hörpunni dagana 15. og 16. febrúar. Um fjörutíu flytjendur koma fram, þar á meðal James Blake, Squarepusher, þýsk-japanska tvíeykið Alva Noto & Ryuichi Sakomoto, þýski rafdúettinn Modeselektor og danski plötusnúðurinn og upptökustjórinn Kasper Björke. Í samtali við Fréttablaðið segist Palau lengi hafa hrifist af Íslandi. "Við höfum boðið íslenskum listamönnum á hátíðina í gegnum árin og þeir hafa alltaf verið frábærir. Það eru einstakir hæfileikar sem koma þaðan og þess vegna var það strax spennandi hugmynd að koma til Íslands," segir Palau. "Við hlökkum mikið til. Þetta verður eflaust dálítið öðruvísi, að vera í febrúar á Íslandi í fyrsta sinn, en ég veit að Íslendingar eru vanir kuldanum og snjónum þannig að það ætti ekki að vera mikið vandamál."Ísland ekki of lítið Á næsta ári verða tuttugu ár liðin síðan Sónar-hátíðin hóf göngu sína í Barselóna en þar er stærsta hátíðin haldin í júní ár hvert. Undanfarin ár hefur hún einnig færst til annarra landa, þar á meðal Norður-Ameríku, Tókýó, Höfðaborgar í Suður-Afríku og til Sao Paulo í Brasilíu. Spurður hvort Ísland sé ekkert of lítið land fyrir Sónar segir Palau: "Stærð Hörpunnar er mjög hentug. Ísland lítur kannski út fyrir að vera lítið land en menningar- og tónlistarlega en það mjög frjótt og áhrifamikið. Sónar snýst aðallega um framsækna danstónlist og nýja list og okkur finnst Ísland hafa margt fram að færa. Þótt hátíðin sé lítil í sniðum á Íslandi langaði okkur að byrja með þessa hátíð þar. Þetta verður gott tækifæri til að uppgötva nýja tónlist þaðan." Hann vonast til að hátíðin verði að árlegum viðburði hér á landi. "Við sjáum fyrst til hvernig þessi fyrsta hátíð gengur. Við erum að bjóða upp á meira en fjörutíu listamenn á tveimur dögum á fjórum mismunandi sviðum í Hörpu. Okkar hugmynd er að skapa hátíðarumhverfi og samkomustað fyrir tónlistarmenn og áhugafólk um góða tónlist. Ef viðbrögðin verða góð munum við örugglega halda áfram."Tæknin hefur breyst Spurður út í tilurð Sónar-hátíðarinnar segir Palau að hugmyndin hafi verið að búa til fundarstað fyrir listamenn og aðdáendur framsækinnar og tilraunakenndrar tónlistar sem og nýrra lista. "Markmiðið var að vera alþjóðleg og leita nýrra leiða fyrir áhugaverða sköpun. Þegar við byrjuðum hátíðina sáum við að þessi tækni sem þá var að ryðja sér til rúms yrði á endanum hægt að nota á hverju heimili," segir Palau. "Á níunda áratugnum þurftu menn að leigja sér hljóðver og dýran búnað ef menn ætluðu að búa til tónlist en strax árið 1994 sáum við að tæknin var farin að breytast. Hún var orðin minni í sniðum, hraðvirkari og auðveldara var að nálgast hana. Þetta varð til þess að margir nýir komu inn í þessa senu sem höfðu aðgang að þessari tækni. Þarna var að verða til samruni á milli listrænna miðla. Landamærin á milli tónlistarmanna og sjón-listamanna urðu minni."Uppgötva nýja tónlistarmenn Hversu mikilvægt er að ferðast um heiminn með hátíðina? "Það er mikil áskorun að heimsækja nýja staði, kynna hátíðina fyrir nýjum áhorfendum, sjá viðbrögðin og uppgötva nýja tónlistarmenn. Við höfum að undanförnu farið til Brasilíu, Japans og Suður-Afríku og þaðan kemur mjög áhugaverð tónlist sem veitir okkur innblástur. Að ferðast svona um heldur hátíðinni á lífi allt árið um kring og svo endum við á stórum viðburði í Barselóna."Hrifinn af Mugison Spurður um uppáhaldsflytjanda á Sónar-hátíðinni segist Palau eiga erfitt með að velja. Hann eigi margar mjög góðar minningar en vilji helst líta fram á veginn. "Við fengum Jónsa fyrir tveimur árum og Sigur Rós líka. Svo höfum við fengið minna þekkta listamenn eins og Mugison, sem mér finnst vera magnaður tónlistarmaður. Ben Frost frá Bedroom Community hefur líka komið til okkar. En ég er alltaf að hugsa um næstu hátíð. Að uppgötva einhvern nýjan og spennandi listamann á næstu Sónar-hátíð gerir mig spenntari en að horfa til baka." Aðeins tvö þúsund miðar verða til sölu á Sónar-hátíðina á Íslandi en um eitt þúsund miðar verða í boði erlendis. Miðasala fer fram á Midi.is, Harpa.is og á Sonarreykjavik.com. freyr@frettabladid.isMeðal tónlistarmanna sem koma fram á hátíðinni er raftónlistargúrúinn Squarepusher. Sónar Tónlist Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Spánverjinn Enric Palau er stjórnandi Sónar-hátíðarinnar sem verður haldin hérlendis í fyrsta sinn í Hörpunni dagana 15. og 16. febrúar. Um fjörutíu flytjendur koma fram, þar á meðal James Blake, Squarepusher, þýsk-japanska tvíeykið Alva Noto & Ryuichi Sakomoto, þýski rafdúettinn Modeselektor og danski plötusnúðurinn og upptökustjórinn Kasper Björke. Í samtali við Fréttablaðið segist Palau lengi hafa hrifist af Íslandi. "Við höfum boðið íslenskum listamönnum á hátíðina í gegnum árin og þeir hafa alltaf verið frábærir. Það eru einstakir hæfileikar sem koma þaðan og þess vegna var það strax spennandi hugmynd að koma til Íslands," segir Palau. "Við hlökkum mikið til. Þetta verður eflaust dálítið öðruvísi, að vera í febrúar á Íslandi í fyrsta sinn, en ég veit að Íslendingar eru vanir kuldanum og snjónum þannig að það ætti ekki að vera mikið vandamál."Ísland ekki of lítið Á næsta ári verða tuttugu ár liðin síðan Sónar-hátíðin hóf göngu sína í Barselóna en þar er stærsta hátíðin haldin í júní ár hvert. Undanfarin ár hefur hún einnig færst til annarra landa, þar á meðal Norður-Ameríku, Tókýó, Höfðaborgar í Suður-Afríku og til Sao Paulo í Brasilíu. Spurður hvort Ísland sé ekkert of lítið land fyrir Sónar segir Palau: "Stærð Hörpunnar er mjög hentug. Ísland lítur kannski út fyrir að vera lítið land en menningar- og tónlistarlega en það mjög frjótt og áhrifamikið. Sónar snýst aðallega um framsækna danstónlist og nýja list og okkur finnst Ísland hafa margt fram að færa. Þótt hátíðin sé lítil í sniðum á Íslandi langaði okkur að byrja með þessa hátíð þar. Þetta verður gott tækifæri til að uppgötva nýja tónlist þaðan." Hann vonast til að hátíðin verði að árlegum viðburði hér á landi. "Við sjáum fyrst til hvernig þessi fyrsta hátíð gengur. Við erum að bjóða upp á meira en fjörutíu listamenn á tveimur dögum á fjórum mismunandi sviðum í Hörpu. Okkar hugmynd er að skapa hátíðarumhverfi og samkomustað fyrir tónlistarmenn og áhugafólk um góða tónlist. Ef viðbrögðin verða góð munum við örugglega halda áfram."Tæknin hefur breyst Spurður út í tilurð Sónar-hátíðarinnar segir Palau að hugmyndin hafi verið að búa til fundarstað fyrir listamenn og aðdáendur framsækinnar og tilraunakenndrar tónlistar sem og nýrra lista. "Markmiðið var að vera alþjóðleg og leita nýrra leiða fyrir áhugaverða sköpun. Þegar við byrjuðum hátíðina sáum við að þessi tækni sem þá var að ryðja sér til rúms yrði á endanum hægt að nota á hverju heimili," segir Palau. "Á níunda áratugnum þurftu menn að leigja sér hljóðver og dýran búnað ef menn ætluðu að búa til tónlist en strax árið 1994 sáum við að tæknin var farin að breytast. Hún var orðin minni í sniðum, hraðvirkari og auðveldara var að nálgast hana. Þetta varð til þess að margir nýir komu inn í þessa senu sem höfðu aðgang að þessari tækni. Þarna var að verða til samruni á milli listrænna miðla. Landamærin á milli tónlistarmanna og sjón-listamanna urðu minni."Uppgötva nýja tónlistarmenn Hversu mikilvægt er að ferðast um heiminn með hátíðina? "Það er mikil áskorun að heimsækja nýja staði, kynna hátíðina fyrir nýjum áhorfendum, sjá viðbrögðin og uppgötva nýja tónlistarmenn. Við höfum að undanförnu farið til Brasilíu, Japans og Suður-Afríku og þaðan kemur mjög áhugaverð tónlist sem veitir okkur innblástur. Að ferðast svona um heldur hátíðinni á lífi allt árið um kring og svo endum við á stórum viðburði í Barselóna."Hrifinn af Mugison Spurður um uppáhaldsflytjanda á Sónar-hátíðinni segist Palau eiga erfitt með að velja. Hann eigi margar mjög góðar minningar en vilji helst líta fram á veginn. "Við fengum Jónsa fyrir tveimur árum og Sigur Rós líka. Svo höfum við fengið minna þekkta listamenn eins og Mugison, sem mér finnst vera magnaður tónlistarmaður. Ben Frost frá Bedroom Community hefur líka komið til okkar. En ég er alltaf að hugsa um næstu hátíð. Að uppgötva einhvern nýjan og spennandi listamann á næstu Sónar-hátíð gerir mig spenntari en að horfa til baka." Aðeins tvö þúsund miðar verða til sölu á Sónar-hátíðina á Íslandi en um eitt þúsund miðar verða í boði erlendis. Miðasala fer fram á Midi.is, Harpa.is og á Sonarreykjavik.com. freyr@frettabladid.isMeðal tónlistarmanna sem koma fram á hátíðinni er raftónlistargúrúinn Squarepusher.
Sónar Tónlist Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira