Fyrirsætustarf er líkt og að vinna í lottói 13. desember 2012 11:00 Fyrirsætan Cameron Russell segir ómögulegt að ákveða að gerast fyrirsæta. Cameron Russell hvetur ungar stúlkur til þess að velja sér annan starfsferil en fyrirsætustarfið. Fyrirsætan Cameron Russell var ræðumaður á TED talk-ráðstefnu sem fram fór í Washington í október. Hún ræddi meðal annars staðalímyndir og fyrirsætustarfið. Russell hefur starfað sem fyrirsæta í átta ár og sýnt fatnað fyrir Chanel, Louis Vuitton, Prada og Victoria‘s Secret. Fjöldi ungra stúlkna spyr hana daglega hvort þær geti einnig orðið fyrirsætur þegar þær vaxa úr grasi og velti Russell því fyrir sér af hverju þær kjósa þann starfsferil. „Fyrsta svar mitt er: Ég veit það ekki, ég ræð því ekki. Næsta svar mitt, og það mikilvæga, er: Af hverju? Þú getur orðið hvað sem er. Þú gætir orðið forseti Bandaríkjanna, vísindamaður eða hjartaskurðlæknir og ljóðskáld. Ef þær, þrátt fyrir þetta, vilja enn gerast fyrirsætur segir ég: Vertu yfirmaður minn. Ég ræð engu. Þú gætir orðið ritstjóri, framkvæmdastjóri H&M eða næsti Steven Meisel. Að vilja verða fyrirsæta er eins og að segjast vilja vinna í lottói þegar þú verður eldri. Það er ekki á þínu valdi og er ekki ferill,“ sagði Russell. Hún sagði samfélagið hafa skapað staðlaða ímynd yfir fegurð og að heppnin ein hafi orðið til þess að hún féll inn í þá ímynd. „Heppnin ein varð til þess að ég hlaut alla þessa kosti í vöggugjöf.“ Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Cameron Russell hvetur ungar stúlkur til þess að velja sér annan starfsferil en fyrirsætustarfið. Fyrirsætan Cameron Russell var ræðumaður á TED talk-ráðstefnu sem fram fór í Washington í október. Hún ræddi meðal annars staðalímyndir og fyrirsætustarfið. Russell hefur starfað sem fyrirsæta í átta ár og sýnt fatnað fyrir Chanel, Louis Vuitton, Prada og Victoria‘s Secret. Fjöldi ungra stúlkna spyr hana daglega hvort þær geti einnig orðið fyrirsætur þegar þær vaxa úr grasi og velti Russell því fyrir sér af hverju þær kjósa þann starfsferil. „Fyrsta svar mitt er: Ég veit það ekki, ég ræð því ekki. Næsta svar mitt, og það mikilvæga, er: Af hverju? Þú getur orðið hvað sem er. Þú gætir orðið forseti Bandaríkjanna, vísindamaður eða hjartaskurðlæknir og ljóðskáld. Ef þær, þrátt fyrir þetta, vilja enn gerast fyrirsætur segir ég: Vertu yfirmaður minn. Ég ræð engu. Þú gætir orðið ritstjóri, framkvæmdastjóri H&M eða næsti Steven Meisel. Að vilja verða fyrirsæta er eins og að segjast vilja vinna í lottói þegar þú verður eldri. Það er ekki á þínu valdi og er ekki ferill,“ sagði Russell. Hún sagði samfélagið hafa skapað staðlaða ímynd yfir fegurð og að heppnin ein hafi orðið til þess að hún féll inn í þá ímynd. „Heppnin ein varð til þess að ég hlaut alla þessa kosti í vöggugjöf.“
Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að axla fjölmörg hlutverk samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira