Sendi þýðinguna heim frá Jay Leno freyr@frettabladid.is skrifar 19. desember 2012 06:00 kominn heim Steingrímur Karl Teague er kominn heim eftir óvænta tónleikaferð með Of Monsters and Men.fréttablaðið/gva „Þetta er eins og að vera með sæti í bestu röð að fylgjast með merkisviðburði," segir hljómborðsleikarinn Steingrímur Karl Teague úr hljómsveitinni Moses Hightower. Hann var fenginn til að spila með Of Monsters and Men á tónleikaferð sveitarinnar um Bandaríkin þegar hljómborðsleikarinn Árni Guðjónsson hætti óvænt og ákvað að snúa sér að öðrum verkefnum. „Brynjar [Leifsson] gítarleikari hringdi í mig þegar ég var á leið heim af Moses-æfingu. Þetta var tiltölulega stuttur fyrirvari. Það vill til að Moses er rispuband þannig að þetta passaði einhvern veginn vel," segir Steingrímur Karl, sem spilaði á um tuttugu tónleikum með Of Monsters and Men á um einum mánuði. Þeir síðustu voru í kvöldþætti Jay Leno í Los Angeles og eftir það flaug hann heim til Íslands til að spila í Háskólabíói síðastliðið föstudagskvöld með Moses Hightower og Ásgeiri Trausta. Hann spilar svo aftur með Moses á tónleikunum Hátt í höllinni í Laugardalshöll í kvöld. Aðspurður segir hann það hafa verið ljómandi gaman að spila hjá Jay Leno. „Hann var voða sólbrúnn og sætur og hress í galladressinu sínu," segir Steingrímur hlæjandi en bætir við að hann hafi haft lítinn tíma til að spá í hvar hann var staddur. Hann starfar sem þýðandi og til að mynda sendi hann eina þýðingu heim til Íslands baksviðs hjá Leno. „Það voru eiginlega allir tónleikarnir skemmtilegir," segir hann um tónleikaferðina. „Það myndast sérstök orka og stemning hjá hljómsveitinni og það er gaman að upplifa það." Eftir áramót heldur Steingrímur áfram að spila með Of Monsters and Men þegar farið verður í tónleikaferð um Asíu. Hljómsveitin er enn á tónleikaferð vestanhafs og hleypur trompetleikarinn Ragnhildur Gunnarsdóttir í skarðið fyrir hann á hljómborðinu þangað til. Kemur til greina að ganga endanlega til liðs við Of Monsters and Men? „Þau eru með sína veröld. Það er gaman að hjálpa til en þetta er algjörlega þeirra stemning. Það er svo mikil dýnamík þeirra á milli að ég myndi ekki treysta mér til þess. En það er voða gaman að hjálpa til og fá að fylgjast með á kantinum." Lífið Tónlist Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Þetta er eins og að vera með sæti í bestu röð að fylgjast með merkisviðburði," segir hljómborðsleikarinn Steingrímur Karl Teague úr hljómsveitinni Moses Hightower. Hann var fenginn til að spila með Of Monsters and Men á tónleikaferð sveitarinnar um Bandaríkin þegar hljómborðsleikarinn Árni Guðjónsson hætti óvænt og ákvað að snúa sér að öðrum verkefnum. „Brynjar [Leifsson] gítarleikari hringdi í mig þegar ég var á leið heim af Moses-æfingu. Þetta var tiltölulega stuttur fyrirvari. Það vill til að Moses er rispuband þannig að þetta passaði einhvern veginn vel," segir Steingrímur Karl, sem spilaði á um tuttugu tónleikum með Of Monsters and Men á um einum mánuði. Þeir síðustu voru í kvöldþætti Jay Leno í Los Angeles og eftir það flaug hann heim til Íslands til að spila í Háskólabíói síðastliðið föstudagskvöld með Moses Hightower og Ásgeiri Trausta. Hann spilar svo aftur með Moses á tónleikunum Hátt í höllinni í Laugardalshöll í kvöld. Aðspurður segir hann það hafa verið ljómandi gaman að spila hjá Jay Leno. „Hann var voða sólbrúnn og sætur og hress í galladressinu sínu," segir Steingrímur hlæjandi en bætir við að hann hafi haft lítinn tíma til að spá í hvar hann var staddur. Hann starfar sem þýðandi og til að mynda sendi hann eina þýðingu heim til Íslands baksviðs hjá Leno. „Það voru eiginlega allir tónleikarnir skemmtilegir," segir hann um tónleikaferðina. „Það myndast sérstök orka og stemning hjá hljómsveitinni og það er gaman að upplifa það." Eftir áramót heldur Steingrímur áfram að spila með Of Monsters and Men þegar farið verður í tónleikaferð um Asíu. Hljómsveitin er enn á tónleikaferð vestanhafs og hleypur trompetleikarinn Ragnhildur Gunnarsdóttir í skarðið fyrir hann á hljómborðinu þangað til. Kemur til greina að ganga endanlega til liðs við Of Monsters and Men? „Þau eru með sína veröld. Það er gaman að hjálpa til en þetta er algjörlega þeirra stemning. Það er svo mikil dýnamík þeirra á milli að ég myndi ekki treysta mér til þess. En það er voða gaman að hjálpa til og fá að fylgjast með á kantinum."
Lífið Tónlist Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira