Þessar raddir urðu vinir mínir 22. desember 2012 15:00 Sköpunarverkið og höfundurinn"Ég ákvað að búa til Iðnó, skera það út með skurðstofuhnífi og gipsa það með hvítum gipsafgöngum,“ segir Guðrún sem ekki lét staðar numið þar.Fréttablaðið/Anton Heima hjá Guðrúnu Sverrisdóttur hjúkrunarfræðingi er einstakt jólaskraut á borði. Iðnó í jólaskrúða unnið í gips með leikhússtjóra og leikstjóra uppi á þaki en leikara í ýmsum hlutverkum á stéttinni umhverfis. Allt fólkið er úr vöfðum pípuhreinsurum og í sérsaumuðum fötum og merkt nafni. Litlir stólar eru búnir til úr öskjum undan plástrum og öðrum afgöngum. Tjörnin, gerð úr spegli, gerir myndina enn raunverulegri en ella. Hvernig skyldi hún hafa fengið þessa hugmynd? „Ég þekkti lítillega til Magnúsar Geirs í gegnum dóttur mína Sólveigu, sem er leikkona. Við vorum stödd í Iðnó og þá kom andinn yfir mig í fallega húsinu með sálina. Ég ákvað að búa til Iðnó, skera það út með skurðstofuhnífi og gipsa það með hvítum gipsafgöngum. Í fyrstu ætlaði ég eingöngu að búa til húsið sjálft ásamt leikstjórum liðinna ára. Þá var mér hugsað til æskuáranna heima hjá mömmu minni. Ég og Einar bróðir vorum sett í bað, háttuð ofan í drifhvít sængurföt með útilykt og hækkað í útvarpinu. Leikrit laugardagskvöldsins voru að hefjast. Ég þekkti allar raddir leikaranna í útvarpinu frá barnsaldri, þessar raddir urðu vinir mínir." Sumir í gipsi, aðrir í fatla Reyndar kveðst Guðrún hafa byrjað á jólahúsi fyrir slysa- og endurkomudeild Borgarspítalans, fyrir svona 15 til 20 árum, úr gipsafgöngum og afklippum. Síðan hafi hún búið til hjúkkur, lækna, ritara og starfsstúlkur úr pípuhreinsurum og saumað föt og kappa. „Allir voru merktir með nafni," lýsir hún. „Sjúklingarnir sem prýddu sjúkrahúsið voru jólasveinar, sumir í gipsi, aðrir í fatla." Styttra er síðan Guðrún réðist í leikhúsverkefnið stóra sem hér birtast myndir af. Það kostaði hana nokkurra mánaða vinnu enda eru persónurnar milli sextíu og sjötíu talsins og eru sumar sóttar allt aftur til aldamótanna 1900. „Mig langaði bara að minnast leikaranna og þakka fyrir mig," segir hún. Jólafréttir Lífið Mest lesið Jól, eftir Stefán frá Hvítadal Jól Jólalag dagsins: Erna Hrönn syngur Jól eftir Jórunni Viðar Jól DIY - Jólapakki í peysu Jólin Hurðaskellir er skemmtilegastur Jól Hin fyrstu jól Jól Leyndarmálinu ljóstrað upp Jólin Látlaust og stílhreint í ár Jólin Notað við hvert tækifæri Jól Fjölnir rifjar upp eftirminnileg jól Jól Jólalög og aðrar perlur Jólin
Heima hjá Guðrúnu Sverrisdóttur hjúkrunarfræðingi er einstakt jólaskraut á borði. Iðnó í jólaskrúða unnið í gips með leikhússtjóra og leikstjóra uppi á þaki en leikara í ýmsum hlutverkum á stéttinni umhverfis. Allt fólkið er úr vöfðum pípuhreinsurum og í sérsaumuðum fötum og merkt nafni. Litlir stólar eru búnir til úr öskjum undan plástrum og öðrum afgöngum. Tjörnin, gerð úr spegli, gerir myndina enn raunverulegri en ella. Hvernig skyldi hún hafa fengið þessa hugmynd? „Ég þekkti lítillega til Magnúsar Geirs í gegnum dóttur mína Sólveigu, sem er leikkona. Við vorum stödd í Iðnó og þá kom andinn yfir mig í fallega húsinu með sálina. Ég ákvað að búa til Iðnó, skera það út með skurðstofuhnífi og gipsa það með hvítum gipsafgöngum. Í fyrstu ætlaði ég eingöngu að búa til húsið sjálft ásamt leikstjórum liðinna ára. Þá var mér hugsað til æskuáranna heima hjá mömmu minni. Ég og Einar bróðir vorum sett í bað, háttuð ofan í drifhvít sængurföt með útilykt og hækkað í útvarpinu. Leikrit laugardagskvöldsins voru að hefjast. Ég þekkti allar raddir leikaranna í útvarpinu frá barnsaldri, þessar raddir urðu vinir mínir." Sumir í gipsi, aðrir í fatla Reyndar kveðst Guðrún hafa byrjað á jólahúsi fyrir slysa- og endurkomudeild Borgarspítalans, fyrir svona 15 til 20 árum, úr gipsafgöngum og afklippum. Síðan hafi hún búið til hjúkkur, lækna, ritara og starfsstúlkur úr pípuhreinsurum og saumað föt og kappa. „Allir voru merktir með nafni," lýsir hún. „Sjúklingarnir sem prýddu sjúkrahúsið voru jólasveinar, sumir í gipsi, aðrir í fatla." Styttra er síðan Guðrún réðist í leikhúsverkefnið stóra sem hér birtast myndir af. Það kostaði hana nokkurra mánaða vinnu enda eru persónurnar milli sextíu og sjötíu talsins og eru sumar sóttar allt aftur til aldamótanna 1900. „Mig langaði bara að minnast leikaranna og þakka fyrir mig," segir hún.
Jólafréttir Lífið Mest lesið Jól, eftir Stefán frá Hvítadal Jól Jólalag dagsins: Erna Hrönn syngur Jól eftir Jórunni Viðar Jól DIY - Jólapakki í peysu Jólin Hurðaskellir er skemmtilegastur Jól Hin fyrstu jól Jól Leyndarmálinu ljóstrað upp Jólin Látlaust og stílhreint í ár Jólin Notað við hvert tækifæri Jól Fjölnir rifjar upp eftirminnileg jól Jól Jólalög og aðrar perlur Jólin