Ljótasta jólatréð Brynhildur Björnsdóttir skrifar 22. desember 2012 06:00 Jólin eru samsett úr hefðum og venjum. Jólin mín voru nánast óbreytt frá tveggja til tuttugu og níu ára aldurs, heima hjá mömmu og pabba með systur minni og fjölskyldu hennar. Við sátum í sömu sætunum ár eftir ár, borðuðum eins mat í sömu röð og síðan var tekin mynd við jólatréð af börnunum í fjölskyldunni. Á síðustu myndinni, sem var tekin þegar ég var tuttugu og níu ára og hin „börnin" tuttugu og sex, átján og þrettán ára, sást ekkert í jólatréð. Sem var synd, því ein aðalhefðin í jólahaldi fjölskyldunnar tengdist jólatrénu. Einhver jólin þegar ég var lítil tókst okkur pabba nefnilega að kaupa alveg svakalega ljótt jólatré. Það var einhvern veginn skakkt, mun þéttara öðrum megin og vonlaust að fá það til að tolla í jólatrésfætinum. Þegar við komum heim með þetta tré sagði mamma að þetta væri ljótasta jólatré sem hún hefði nokkurn tíma séð. Svo skreyttum við það bara og héldum glöð jól. Árið eftir fengu allir flensu og áttu í henni fram eftir aðventu. Þegar loks átti að fara að kaupa jólatré var ekki um auðugan skóg að gresja. Í það sinn var tréð hálfbarrlaust, lágt og lúpulegt og virtist nánast vera að bugast undan skrautinu og seríunum. Við urðum sammála um að þetta jólatré væri eiginlega enn þá ljótara en árið áður. Næsta ár vönduðum við pabbi og litli frændi minn okkur mikið við að kaupa jólatré. Það var barrmikill og þéttur normannsþinur, hæfilega hár og fullkominn í fót. Við komum með tréð heim og stilltum því upp. Mömmu fannst tréð ljómandi fallegt en það var ekki fyrr en hún var búin að segja að þetta væri nú ljótasta jólatré sem hún hefði nokkurn tíma séð að hægt var að byrja að skreyta. Til var orðin hefð. Seinna, þegar ég var löngu hætt að fara með í jólatrésleiðangur, hlupu litlu krakkarnir ískrandi úr innkaupaleiðangrinum inn í stofu með nýkeypt tré og biðu dómsins með eftirvæntingu. Þegar jólatréð hafði verið dæmt sem það allra ljótasta hingað til sprungu þau úr hlátri eins og hefð var að gera á hverjum jólum. Jólunum eftir að mamma mín dó eyddum við fjölskyldan saman á suðrænum slóðum. Jólatré voru þar fáséð en eitt fundum við þó, pínulítið og búið til úr samanvöfðum rauðum og grænum rafmagnsvír. Það var ljótasta jólatré sem hægt er að hugsa sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Brynhildur Björnsdóttir Skoðanir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun
Jólin eru samsett úr hefðum og venjum. Jólin mín voru nánast óbreytt frá tveggja til tuttugu og níu ára aldurs, heima hjá mömmu og pabba með systur minni og fjölskyldu hennar. Við sátum í sömu sætunum ár eftir ár, borðuðum eins mat í sömu röð og síðan var tekin mynd við jólatréð af börnunum í fjölskyldunni. Á síðustu myndinni, sem var tekin þegar ég var tuttugu og níu ára og hin „börnin" tuttugu og sex, átján og þrettán ára, sást ekkert í jólatréð. Sem var synd, því ein aðalhefðin í jólahaldi fjölskyldunnar tengdist jólatrénu. Einhver jólin þegar ég var lítil tókst okkur pabba nefnilega að kaupa alveg svakalega ljótt jólatré. Það var einhvern veginn skakkt, mun þéttara öðrum megin og vonlaust að fá það til að tolla í jólatrésfætinum. Þegar við komum heim með þetta tré sagði mamma að þetta væri ljótasta jólatré sem hún hefði nokkurn tíma séð. Svo skreyttum við það bara og héldum glöð jól. Árið eftir fengu allir flensu og áttu í henni fram eftir aðventu. Þegar loks átti að fara að kaupa jólatré var ekki um auðugan skóg að gresja. Í það sinn var tréð hálfbarrlaust, lágt og lúpulegt og virtist nánast vera að bugast undan skrautinu og seríunum. Við urðum sammála um að þetta jólatré væri eiginlega enn þá ljótara en árið áður. Næsta ár vönduðum við pabbi og litli frændi minn okkur mikið við að kaupa jólatré. Það var barrmikill og þéttur normannsþinur, hæfilega hár og fullkominn í fót. Við komum með tréð heim og stilltum því upp. Mömmu fannst tréð ljómandi fallegt en það var ekki fyrr en hún var búin að segja að þetta væri nú ljótasta jólatré sem hún hefði nokkurn tíma séð að hægt var að byrja að skreyta. Til var orðin hefð. Seinna, þegar ég var löngu hætt að fara með í jólatrésleiðangur, hlupu litlu krakkarnir ískrandi úr innkaupaleiðangrinum inn í stofu með nýkeypt tré og biðu dómsins með eftirvæntingu. Þegar jólatréð hafði verið dæmt sem það allra ljótasta hingað til sprungu þau úr hlátri eins og hefð var að gera á hverjum jólum. Jólunum eftir að mamma mín dó eyddum við fjölskyldan saman á suðrænum slóðum. Jólatré voru þar fáséð en eitt fundum við þó, pínulítið og búið til úr samanvöfðum rauðum og grænum rafmagnsvír. Það var ljótasta jólatré sem hægt er að hugsa sér.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun