Jólaandinn í flóðunum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 27. desember 2012 09:30 Paddington-brautarstöðin í London daginn fyrir Þorláksmessu. Mannmergðin er gríðarleg og fólk þýtur fram og aftur með tryllingsglampa í augum í leit að réttum brautarpalli, réttri lest, réttu sæti. Ég bíð óralengi eftir að komast í miðasjálfsala, kaupi miða til Exeter, finn brautarpall lestarinnar á upplýsingatöflunni og byrja að rölta í áttina. Það eru tíu mínútur í brottför og engin ástæða til að vera með æsing. Sem ég smeygi mér framhjá miðaskoðunarmanninum í hliðinu að brautarpallinum glymur tilkynning úr hátalarakerfinu: Vegna flóða í vesturhluta landsins ganga engar lestir til Exeter í dag. Það er ófært. Eftir nokkra hringsnúninga, spjall við upplýsingafulltrúa og smá panikkkast fæ ég að vita að ég geti tekið lest til Taunton og vonandi náð rútu þaðan til Exeter. Ekki kjörástand en betra en að vera strandaglópur í London og missa af jólunum. Ég læt mig hafa það. Lestin á brautarpalli ellefu er svo þéttsetin að varla er hægt að draga andann eftir að inn er komið. Fólk stendur alls staðar þar sem mögulegt er að troða sér og gangarnir milli sætaraðanna eru ófærir vegna fólksmergðar. Lukkan er þó með mér því gömul kona bendir mér á autt sæti við hlið sér um leið og hún brosir sínu blíðasta. Ég anda léttar, hlamma mér niður og lestin mjakast út af stöðinni. Það fer fagnaðaralda um klefann, við komumst heim fyrir jól hvað sem öllum flóðum líður. Stressið virðist hverfa eins og dögg fyrir sólu um leið og lestin er komin á hreyfingu. Þrátt fyrir troðninginn og óhagstæðar aðstæður er bros á hverju andliti. Gamlar konur þakka sínum sæla upphátt og unga fólkið missir kúlið augnablik, leggur frá sér snjallsímana og klappar saman lófum eins og börn. Kátínan gerir fólk meyrt og fyrr en varir er ung stúlka búin að bjóðast til að versla fyrir þá sem vilja í veitingavagninum, þar sem nánast ógjörningur er fyrir breiðfylkingu fólks að komast þangað í gegnum þyrpinguna í gangveginum. Og gömlu konurnar blessa hana, allir brosa og bláókunnugt fólk fellst í faðma. Það eru að koma jól og í þessum litla lestarvagni líkamnast andi jólanna í öllu sínu veldi. Þegar við rennum inn á stöðina í Taunton erum við öll orðin vinir og kveðjumst nærri því með söknuði. Gamla konan við hliðina á mér faðmar mig að sér og biður mér allrar blessunar: Hvert sem þú ferð vona ég að gæfan gangi við hlið þér, segir hún. Ég geri þau orð hennar að áramótaósk minni til ykkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Paddington-brautarstöðin í London daginn fyrir Þorláksmessu. Mannmergðin er gríðarleg og fólk þýtur fram og aftur með tryllingsglampa í augum í leit að réttum brautarpalli, réttri lest, réttu sæti. Ég bíð óralengi eftir að komast í miðasjálfsala, kaupi miða til Exeter, finn brautarpall lestarinnar á upplýsingatöflunni og byrja að rölta í áttina. Það eru tíu mínútur í brottför og engin ástæða til að vera með æsing. Sem ég smeygi mér framhjá miðaskoðunarmanninum í hliðinu að brautarpallinum glymur tilkynning úr hátalarakerfinu: Vegna flóða í vesturhluta landsins ganga engar lestir til Exeter í dag. Það er ófært. Eftir nokkra hringsnúninga, spjall við upplýsingafulltrúa og smá panikkkast fæ ég að vita að ég geti tekið lest til Taunton og vonandi náð rútu þaðan til Exeter. Ekki kjörástand en betra en að vera strandaglópur í London og missa af jólunum. Ég læt mig hafa það. Lestin á brautarpalli ellefu er svo þéttsetin að varla er hægt að draga andann eftir að inn er komið. Fólk stendur alls staðar þar sem mögulegt er að troða sér og gangarnir milli sætaraðanna eru ófærir vegna fólksmergðar. Lukkan er þó með mér því gömul kona bendir mér á autt sæti við hlið sér um leið og hún brosir sínu blíðasta. Ég anda léttar, hlamma mér niður og lestin mjakast út af stöðinni. Það fer fagnaðaralda um klefann, við komumst heim fyrir jól hvað sem öllum flóðum líður. Stressið virðist hverfa eins og dögg fyrir sólu um leið og lestin er komin á hreyfingu. Þrátt fyrir troðninginn og óhagstæðar aðstæður er bros á hverju andliti. Gamlar konur þakka sínum sæla upphátt og unga fólkið missir kúlið augnablik, leggur frá sér snjallsímana og klappar saman lófum eins og börn. Kátínan gerir fólk meyrt og fyrr en varir er ung stúlka búin að bjóðast til að versla fyrir þá sem vilja í veitingavagninum, þar sem nánast ógjörningur er fyrir breiðfylkingu fólks að komast þangað í gegnum þyrpinguna í gangveginum. Og gömlu konurnar blessa hana, allir brosa og bláókunnugt fólk fellst í faðma. Það eru að koma jól og í þessum litla lestarvagni líkamnast andi jólanna í öllu sínu veldi. Þegar við rennum inn á stöðina í Taunton erum við öll orðin vinir og kveðjumst nærri því með söknuði. Gamla konan við hliðina á mér faðmar mig að sér og biður mér allrar blessunar: Hvert sem þú ferð vona ég að gæfan gangi við hlið þér, segir hún. Ég geri þau orð hennar að áramótaósk minni til ykkar allra.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun