Lækka verð í Skjálfandafljóti Kristján Hjálmarsson skrifar 16. janúar 2013 15:09 Úr Skjálfandafljóti. Þessi væni fiskur fékkst í Barnafellinu í Skjálfandafljóti. Mynd/Lax-á.is Lax-á hefur ákveðið að lækka verð á veiðileyfum í Skjálfandafljóti um 20-25% fyrir komandi sumar á ákveðnum tímabilum. "Við ræddum við landeigendur þar sem það varð aflabrestur um land allt í fyrra og markaðurinn hefur verið þyngri fyrir vikið," segir Stefán Sigurðsson, sölustjóri hjá Lax-á. "Við ræddum málin og báðir aðilar gáfu eftir svo hægt væri að lækka verðið. Þetta er í það minnsta ljós punktur og gott fordæmi." Stefán segir að veiðin síðasta sumar hafi verið eins og mörgum öðrum ám - ágæt til að byrja með en síðri seinni parts sumars. "Það var mikið af stórlaxi í júní og júli en vantaði svolítið af smálaxi seinni partinn." Stefán segist ekki getað svarað því hvort verð á veiðileyfum í öðrum ám muni einnig lækka. "Ég vildi óska þess að ég gæti svarað því. Það er misjafnt hvort menn ná að komast að svona samkomulagi. Það er ekki allsstaðar sem við mætum svona skilningi. Ég hugsa að flestir leigutakar séu að reyna. Sumsstaðar er ástæða til að lækka verð en sumsstaðar ekki, það er bara misjafnt eftir ám." Veiðileyfi í Skjálfandafljót verða sett í sölu á agn.is á næstu dögum. Stangveiði Mest lesið Þrjú ný vötn fyrir Veiðifélaga Veiði Stórir urriðar í Laxárdalnum þrátt fyrir kulda Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Stærsti laxinn úr Elliðaám í sumar Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Góður dagur í Elliðaánum í gær en rólegt í morgun Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Enginn lax kominn á land úr Elliðaánum Veiði
Lax-á hefur ákveðið að lækka verð á veiðileyfum í Skjálfandafljóti um 20-25% fyrir komandi sumar á ákveðnum tímabilum. "Við ræddum við landeigendur þar sem það varð aflabrestur um land allt í fyrra og markaðurinn hefur verið þyngri fyrir vikið," segir Stefán Sigurðsson, sölustjóri hjá Lax-á. "Við ræddum málin og báðir aðilar gáfu eftir svo hægt væri að lækka verðið. Þetta er í það minnsta ljós punktur og gott fordæmi." Stefán segir að veiðin síðasta sumar hafi verið eins og mörgum öðrum ám - ágæt til að byrja með en síðri seinni parts sumars. "Það var mikið af stórlaxi í júní og júli en vantaði svolítið af smálaxi seinni partinn." Stefán segist ekki getað svarað því hvort verð á veiðileyfum í öðrum ám muni einnig lækka. "Ég vildi óska þess að ég gæti svarað því. Það er misjafnt hvort menn ná að komast að svona samkomulagi. Það er ekki allsstaðar sem við mætum svona skilningi. Ég hugsa að flestir leigutakar séu að reyna. Sumsstaðar er ástæða til að lækka verð en sumsstaðar ekki, það er bara misjafnt eftir ám." Veiðileyfi í Skjálfandafljót verða sett í sölu á agn.is á næstu dögum.
Stangveiði Mest lesið Þrjú ný vötn fyrir Veiðifélaga Veiði Stórir urriðar í Laxárdalnum þrátt fyrir kulda Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Stærsti laxinn úr Elliðaám í sumar Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Góður dagur í Elliðaánum í gær en rólegt í morgun Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Enginn lax kominn á land úr Elliðaánum Veiði