Svíinn Sven-Göran Eriksson er ekki dauður úr öllum æðum en þessi farandþjálfari er núna kominn í vinnu hjá þýska B-deildarliðinu 1860 München.
Þessi fyrrum þjálfari enska landsliðsins verður aðstoðarmaður Alexander Schmidt út þessa leiktíð.
Góður vinur Eriksson, Jórdaninn Hasan Ismaik, er einn af aðaleigendum félagsins og hann lagði þunga áherslu á að vinur sinn Eriksson fengi starf hjá félaginu.
Það gekk eftir en engu að síður er ekki gott á milli Ismaik og forseta félagsins sem senda hvor öðrum reglulega pillur í gegnum fjölmiðla.
Eriksson orðinn aðstoðarþjálfari í þýsku B-deildinni

Mest lesið



West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan
Enski boltinn


Skagamenn upp í Bónus deild karla
Körfubolti

Amman fékk að hitta Steph Curry
Körfubolti



