Laglegri og betri Auris 29. janúar 2013 17:15 Í reynsluakstri í Cascais í Portúgal Reynsluakstur á nýrri kynslóð Toyota Auris. Ný kynslóð Toyota Auris var kynnt blaðamönnum fyrir stuttu í strandbænum Cascaís suður af Lissabon, höfuðborg Portúgals. Toyota Auris er í C-stærðarflokki og á hann 3 minni bræður af Toyota gerð, IQ, Aygo og Yaris, en næsti bíll fyrir ofan hann að stærð er Corolla. Um talsvert breyttan bíl er að ræða og mun fallegri en síðustu kynslóð hans. Toyota hefur sagst ætla að hverfa frá afturhaldssamri og átakalítilli hönnun á bílum sínum og gerast djarfari og marka skarpari línur. Það hefur að nokkru tekist með ytra útlit Auris, hann er talsvert fríðari en djörfung er kannski ekki fyrsta orðið sem kemur í hugann þegar hann er barinn augum. Auris hefur verið vinsæll bíll frá því hann fyrst leit dagsljósið árið 2006 og ári seinna í Evrópu. Hann hefur alls selst í 5 milljónum eintaka og í fyrra seldust 189 eintök hans hér á landi, sýnu fleiri með bensínvél en díselvél. Það gæti breyst í ár. Góð dísilvél en Hybrid öflugastur Sjaldgæft er að þrjár vélargerðir séu í boði í prufunum en Auris var prófaður með bensínvél, díselvél og í Hybrid útfærslu. Tvær þeirra líkuðu mjög vel en ein síður. Dísilvélin er 1,4 lítra og skilar 90 hestöflum. Hún togar mjög vel og aflið er merkilega gott fyrir ekki stærri vél. Bensínbíllinn var með 1,33 lítra og 100 hestafla vél. Með henni er bíllinn ansi latur og uppfyllir seint kröfur ökumanna sem ekki vilja ávallt silast áfram í umferðinni. Aflmesti bíllinn var Hybrid útgáfa Auris með 1,8 l. bensínvél með tvinntækni sem skilar 136 hestöflum.Það þarf þó ekki að þýða að hann sé besti akstursbíllinn því þyngd hans dregur úr hæfninni og dísilútgáfan með sprækri en lítilli vél er sá liprasti þeirra að mati greinarskrifara. Hybrid bíllinn er með uppgefna fáheyrða eyðslu uppá 2,1 l. á hverja hundrað kílómetra. Leit er að öðru eins. Bíllinn með dísilvélinni nýðist ekki heldur beint á náttúrunni því uppgefin meðaleyðsla hans er 3,8 lítrar, en 5,4 l. með litlu bensínvélinni. Bensínbíllinn er líka umtalsvert ódýrastur þeirra og munar 300.000 krónum á honum og ódýrasta dísilbílnum. Lipur akstursbíll sem hefur batnað Talsverðu hefur verið breytt frá fyrri kynslóð sem eykur aksturshæfni hans. Bíllinn er 50 kg léttari, hefur lækkað um 5,5 cm og sætisstaðan um 4 cm. Því er þyngdarpunkturinn umtalsvert neðar. Hann er með nýjan undirvagn og fjöðrun, er allur stífari og betur hljóðeinangraður. Fyrir vikið er bíllinn mun betri og liprari í akstri og var þó forverinn enginn stirðbusi. Ánægjulegt var að henda honum eftir oft á tíðum hlykkjóttum vegum smábæja og vogskorinni ströndinni. Auris er ferlega einfaldur og ljúfur í keyrslu og grær utanum ökumann. Ekki versnar það þegar komið er á meiri hraðakstursvegi og eru fáir bílar af þessari stærð eins stöðugir á vegi á dágóðri ferð. Athygli vakti einnig að bíllinn náði meira en uppgefnum hámarkshraða og fór einkar vel með það á góðum hraðakstursvegi. Ein stærsta og jákvæðasta breytingin milli kynslóða er nákvæmara stýri sem svarar ökumanni betur. Auris má bæði fá með beinskiptingu og CVT-sjálfskiptingu. Beinskiptingin er fín og lipur í notkun en ekki hefur enn tekist að gera CVT-sjálfskiptinguna nógu góða til að hún komi til greina framyfir bílinn beinskiptan. Hún hefur til dæmis þann ókost að ef þarf að flýta sér hækkar snúningurinn endalaust og hávaðinn eftir því. Viðbrögðin er oftast þau að fara af bensíngjöfinni og þá er gamanið dálítið búið. Lygilega rúmgott innanrými Að innan er Auris sniðuglega hannaður og rúmmikill. Fótarými afturí hefur lengst um 2 cm og skottið er heilir 360 lítrar, þökk sé sniðuglegri hönnun. Það á einnig við Hybrid bílinn, því batteríin sem tóku af því 120 lítra áður eru nú komin undir sætin. Innréttingin er hagnýt og hún og mælaborð ári laglegt en í heild er innréttingin í meðallagi af fegurð sökum slakari efnisnotkunar en hjá mörgum samkeppnisbílum hans. Allt er greinilega vel smíðað sem ávallt hjá Toyota, en viss hráleiki streymir frá innréttingunni sökum þessa. Taka þarf sérstaklega fram að það á ekki við Hybrid bílinn sem og dýrustu útfærslur á innréttingum hinna bílanna. Það er ekki að efa að Auris mun vegna vel sem fyrr, en hann á samt í höggi við marga ágæta bíla í sama stærðarflokki, svo sem Volkswagen Golf, Ford Focus, Kia cee´d, Hyundai i30, Mazda3, Honda Civic, Opel Astra, Renault Megane og Citroën C4, svo einhverjir séu nefndir. Kostir: Merkilega rúmur að innan Mikið bætt akstursgeta Spræk dísilvél Ókostir: Efnisnotkun í innréttingu CVT-sjálfskiptinginInnanrými Toyota Auris Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent
Reynsluakstur á nýrri kynslóð Toyota Auris. Ný kynslóð Toyota Auris var kynnt blaðamönnum fyrir stuttu í strandbænum Cascaís suður af Lissabon, höfuðborg Portúgals. Toyota Auris er í C-stærðarflokki og á hann 3 minni bræður af Toyota gerð, IQ, Aygo og Yaris, en næsti bíll fyrir ofan hann að stærð er Corolla. Um talsvert breyttan bíl er að ræða og mun fallegri en síðustu kynslóð hans. Toyota hefur sagst ætla að hverfa frá afturhaldssamri og átakalítilli hönnun á bílum sínum og gerast djarfari og marka skarpari línur. Það hefur að nokkru tekist með ytra útlit Auris, hann er talsvert fríðari en djörfung er kannski ekki fyrsta orðið sem kemur í hugann þegar hann er barinn augum. Auris hefur verið vinsæll bíll frá því hann fyrst leit dagsljósið árið 2006 og ári seinna í Evrópu. Hann hefur alls selst í 5 milljónum eintaka og í fyrra seldust 189 eintök hans hér á landi, sýnu fleiri með bensínvél en díselvél. Það gæti breyst í ár. Góð dísilvél en Hybrid öflugastur Sjaldgæft er að þrjár vélargerðir séu í boði í prufunum en Auris var prófaður með bensínvél, díselvél og í Hybrid útfærslu. Tvær þeirra líkuðu mjög vel en ein síður. Dísilvélin er 1,4 lítra og skilar 90 hestöflum. Hún togar mjög vel og aflið er merkilega gott fyrir ekki stærri vél. Bensínbíllinn var með 1,33 lítra og 100 hestafla vél. Með henni er bíllinn ansi latur og uppfyllir seint kröfur ökumanna sem ekki vilja ávallt silast áfram í umferðinni. Aflmesti bíllinn var Hybrid útgáfa Auris með 1,8 l. bensínvél með tvinntækni sem skilar 136 hestöflum.Það þarf þó ekki að þýða að hann sé besti akstursbíllinn því þyngd hans dregur úr hæfninni og dísilútgáfan með sprækri en lítilli vél er sá liprasti þeirra að mati greinarskrifara. Hybrid bíllinn er með uppgefna fáheyrða eyðslu uppá 2,1 l. á hverja hundrað kílómetra. Leit er að öðru eins. Bíllinn með dísilvélinni nýðist ekki heldur beint á náttúrunni því uppgefin meðaleyðsla hans er 3,8 lítrar, en 5,4 l. með litlu bensínvélinni. Bensínbíllinn er líka umtalsvert ódýrastur þeirra og munar 300.000 krónum á honum og ódýrasta dísilbílnum. Lipur akstursbíll sem hefur batnað Talsverðu hefur verið breytt frá fyrri kynslóð sem eykur aksturshæfni hans. Bíllinn er 50 kg léttari, hefur lækkað um 5,5 cm og sætisstaðan um 4 cm. Því er þyngdarpunkturinn umtalsvert neðar. Hann er með nýjan undirvagn og fjöðrun, er allur stífari og betur hljóðeinangraður. Fyrir vikið er bíllinn mun betri og liprari í akstri og var þó forverinn enginn stirðbusi. Ánægjulegt var að henda honum eftir oft á tíðum hlykkjóttum vegum smábæja og vogskorinni ströndinni. Auris er ferlega einfaldur og ljúfur í keyrslu og grær utanum ökumann. Ekki versnar það þegar komið er á meiri hraðakstursvegi og eru fáir bílar af þessari stærð eins stöðugir á vegi á dágóðri ferð. Athygli vakti einnig að bíllinn náði meira en uppgefnum hámarkshraða og fór einkar vel með það á góðum hraðakstursvegi. Ein stærsta og jákvæðasta breytingin milli kynslóða er nákvæmara stýri sem svarar ökumanni betur. Auris má bæði fá með beinskiptingu og CVT-sjálfskiptingu. Beinskiptingin er fín og lipur í notkun en ekki hefur enn tekist að gera CVT-sjálfskiptinguna nógu góða til að hún komi til greina framyfir bílinn beinskiptan. Hún hefur til dæmis þann ókost að ef þarf að flýta sér hækkar snúningurinn endalaust og hávaðinn eftir því. Viðbrögðin er oftast þau að fara af bensíngjöfinni og þá er gamanið dálítið búið. Lygilega rúmgott innanrými Að innan er Auris sniðuglega hannaður og rúmmikill. Fótarými afturí hefur lengst um 2 cm og skottið er heilir 360 lítrar, þökk sé sniðuglegri hönnun. Það á einnig við Hybrid bílinn, því batteríin sem tóku af því 120 lítra áður eru nú komin undir sætin. Innréttingin er hagnýt og hún og mælaborð ári laglegt en í heild er innréttingin í meðallagi af fegurð sökum slakari efnisnotkunar en hjá mörgum samkeppnisbílum hans. Allt er greinilega vel smíðað sem ávallt hjá Toyota, en viss hráleiki streymir frá innréttingunni sökum þessa. Taka þarf sérstaklega fram að það á ekki við Hybrid bílinn sem og dýrustu útfærslur á innréttingum hinna bílanna. Það er ekki að efa að Auris mun vegna vel sem fyrr, en hann á samt í höggi við marga ágæta bíla í sama stærðarflokki, svo sem Volkswagen Golf, Ford Focus, Kia cee´d, Hyundai i30, Mazda3, Honda Civic, Opel Astra, Renault Megane og Citroën C4, svo einhverjir séu nefndir. Kostir: Merkilega rúmur að innan Mikið bætt akstursgeta Spræk dísilvél Ókostir: Efnisnotkun í innréttingu CVT-sjálfskiptinginInnanrými Toyota Auris
Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent