Handknattleiksdeild Vals hefur boðað til blaðamannafundar í dag, þar sem tilkynnt verður um ráðningu þjálfara fyrir næsta tímabil.
Samkvæmt heimildum Vísis verður tilkynnt að Ólafur Stefánsson muni taka við liðinu af Patreki Jóhannessyni, sem verður næsti þjálfari Hauka.
Haukar boðuðu blaðamannafund í gær og verður hann haldinn klukkan 12.00 í dag. Valur er með sinn fund klukkan 13.00 í dag.
Fram kemur í tilkynningunni að nýr þjálfari hafi verið ráðinn til tveggja ára, frá 2013 til 2015.
Valur hefur boðað til blaðamannafundar

Tengdar fréttir

Ólafur tekur við Val næsta sumar | Patrekur til Hauka
Það verða miklar sviptingar á íslenska þjálfaramarkaðnum í handbolta á morgun. Þá verður tilkynnt um nýja þjálfara hjá bæði Haukum og Val. Er óhætt að tala um stórtíðindi.