Bílar

Pagani Huayra bætti Top Gear brautartímann

Tók metið af Ariel Atom.

Nýjasta þáttaröð Top Gear hóf göngu sína á BBC 2 í Bretlandi um síðustu helgi og eitt af því sem þar bar fyrir augu þar var nýtt brautarmet á hinni sérstöku hraðakstursbraut Top Gear, sem er á gömlum flugvelli. Það var Pagani Huayra ofurbíllinn sem það gerði og nýja metið er nú 1 mínúta, 13,8 sekúndur.

Metið tók Pagani bíllinn af Ariel Atom V8 500 og bætti það um 1,3 sekúndur. Að sjálfsögðu var það sérlegur hraðakstursökumaður Top Gear þáttanna, "The Stig" sem ók bílnum.






×