Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 17-22 | Undanúrslit FÍ deildarbikarsins Guðmundur Marinó Ingvarsson í Strandgötu skrifar 26. janúar 2013 13:30 Magnús Erlendsson. Mynd/Steán Fram var fyrsta liðið til að sigra Hauka á tímabilinu þegar liðið vann leik liðanna í undanúrslitum deildarbikarsins í dag í Strandgötu 22-17. Frábær varnarleikur lagði grunninn að sigri Fram. Fyrri hálfleikur var rislítill en hann var jafn og spennandi. Jafnt var í hálfleik 10-10. Fram byrjaði seinni hálfleik mun betur og náði fjögurra marka forystu 16-12. Þá skoraði Fram ekki í 11 mínútur en Haukur náðu samt ekki að jafna metin. Eftir að Fram skoraði aftur keyrði liðið yfir slaka Hauka og vann Fram sanngjarnan sigur. Elías Már Halldórsson og Freyr Brynjarsson fengu báðir beint rautt spjald á síðustu mínútunni og ljóst að Haukar áttu ákaflega erfitt með að kyngja fyrsta tapi vertrarins. Einar: Erfitt að spila við okkur þegar menn eru heilirMynd/Vilhelm„Við vorum mjög góðir í seinni hálfleik. Sóknin var betri þá," sagði Einar Jónsson þjálfari Fram en engu að síður lék Fram 11 mínútna kafla í seinni hálfleik þar sem liðið náði ekki að skora. „Ég var að velta fyrir mér að taka leikhlé og ég var líka að rótera á þessum tímapunkti og svo komu menn með ferskar lappir inn í lokin þannig að það er alltaf spurning hvenær maður á að rótera og hvenær ekki og kannski hittum við á rétta tímapunktinn en jú við skoruðum ekki í einhvern tíma en á móti kom þá hélt vörnin og markvarslan var góð. „Þetta var heilt yfir góður leikur enda vorum við að spila við frábært lið Hauka. Það þarf að spila frábærlega til að sigra þá. „Við erum með ótrúlega marga heila og það er fínn stígandi í þessu. Menn hafa stundað þetta vel og lagt mikið á sig. Við erum með gott lið, ég held að það viti það allir og þetta er spurning hvort þetta smelli og það er erfitt að spila við okkur þegar við erum með meirihluta mannskapsins heilan. Ég tala nú ekki þegar við spilum eins og í dag," sagði Einar Aron: Vorum þungirMynd/Vilhelm„Menn verða að halda haus og kunna að tapa það er mjög mikilvægt. Við vorum þungir og ég fann það á fyrstu æfingunni minni á fimmtudaginn að menn væru þungir eftir erfiða törn og menn hafa æft gríðarlega vel líkamlega," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka. Við gerðum svolítið af mistökum varnarlega sem á ekki að sjást hjá okkur. Sóknarlega vorum við staðir og við tökum vitlausar ákvarðanir í seinni hálfleik. Framarar voru einfaldlega betri í dag. Svo er óþolandi að menn séu að fá rauð spjöld á síðustu leikmínútunum. „Við vorum lélegir sóknarlega og erum komnir skammt á veg. Sigurbergur og Elías voru rétt tilbúnir fyrir leikinn og við þurfum að spila á þeim til að koma þeim inn í fyrsta leik í deildinni," sagði Aron. Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Sjá meira
Fram var fyrsta liðið til að sigra Hauka á tímabilinu þegar liðið vann leik liðanna í undanúrslitum deildarbikarsins í dag í Strandgötu 22-17. Frábær varnarleikur lagði grunninn að sigri Fram. Fyrri hálfleikur var rislítill en hann var jafn og spennandi. Jafnt var í hálfleik 10-10. Fram byrjaði seinni hálfleik mun betur og náði fjögurra marka forystu 16-12. Þá skoraði Fram ekki í 11 mínútur en Haukur náðu samt ekki að jafna metin. Eftir að Fram skoraði aftur keyrði liðið yfir slaka Hauka og vann Fram sanngjarnan sigur. Elías Már Halldórsson og Freyr Brynjarsson fengu báðir beint rautt spjald á síðustu mínútunni og ljóst að Haukar áttu ákaflega erfitt með að kyngja fyrsta tapi vertrarins. Einar: Erfitt að spila við okkur þegar menn eru heilirMynd/Vilhelm„Við vorum mjög góðir í seinni hálfleik. Sóknin var betri þá," sagði Einar Jónsson þjálfari Fram en engu að síður lék Fram 11 mínútna kafla í seinni hálfleik þar sem liðið náði ekki að skora. „Ég var að velta fyrir mér að taka leikhlé og ég var líka að rótera á þessum tímapunkti og svo komu menn með ferskar lappir inn í lokin þannig að það er alltaf spurning hvenær maður á að rótera og hvenær ekki og kannski hittum við á rétta tímapunktinn en jú við skoruðum ekki í einhvern tíma en á móti kom þá hélt vörnin og markvarslan var góð. „Þetta var heilt yfir góður leikur enda vorum við að spila við frábært lið Hauka. Það þarf að spila frábærlega til að sigra þá. „Við erum með ótrúlega marga heila og það er fínn stígandi í þessu. Menn hafa stundað þetta vel og lagt mikið á sig. Við erum með gott lið, ég held að það viti það allir og þetta er spurning hvort þetta smelli og það er erfitt að spila við okkur þegar við erum með meirihluta mannskapsins heilan. Ég tala nú ekki þegar við spilum eins og í dag," sagði Einar Aron: Vorum þungirMynd/Vilhelm„Menn verða að halda haus og kunna að tapa það er mjög mikilvægt. Við vorum þungir og ég fann það á fyrstu æfingunni minni á fimmtudaginn að menn væru þungir eftir erfiða törn og menn hafa æft gríðarlega vel líkamlega," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka. Við gerðum svolítið af mistökum varnarlega sem á ekki að sjást hjá okkur. Sóknarlega vorum við staðir og við tökum vitlausar ákvarðanir í seinni hálfleik. Framarar voru einfaldlega betri í dag. Svo er óþolandi að menn séu að fá rauð spjöld á síðustu leikmínútunum. „Við vorum lélegir sóknarlega og erum komnir skammt á veg. Sigurbergur og Elías voru rétt tilbúnir fyrir leikinn og við þurfum að spila á þeim til að koma þeim inn í fyrsta leik í deildinni," sagði Aron.
Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Sjá meira