Federico Macheda verður lánaður til þýska úrvalsdeildarfélagsins Stuttgart til loka þessa tímabils.
Macheda er staddur í Þýskalandi og æfði með Stuttgart í dag. Nú hafa félögin komist að samkomulagi um lánssamning, samkvæmt tilkynningu United.
Macheda hefur áður verið lánaður til Sampdoria og QPR en hann er markahæsti leikmaður U-21 liðs United á tímabilinu. Hann var á bekknum þegar að United mætti West Ham í bikarnum fyrr í mánuðinum.
„Ég hef fylgst með þýsku úrvalsdeildinni og þekki vel til Stuttgart. Ég er ánægður með að fá tækifæri til að spila með liðinu," sagði Macheda.
Yfirmaður íþróttamála hjá Stuttgart er fyrrum landsliðsmaðurinn Fredi Bobic en félagið hefur verið á höttunum eftir sóknarmanni síðustu vikurnar.
Macheda lánaður til Stuttgart
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið
Enski boltinn


Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld
Fótbolti

Chelsea búið að kaupa Garnacho
Enski boltinn

