Golf

Ping semur við Michael Phelps

Phelps líkar vel í golfinu.
Phelps líkar vel í golfinu.
Ólympíugoðsögnin Michael Phelps eyðir öllum sínum tíma á golfvellinum eftir að hafa hent sundskýlunni upp í hillu eftir ótrúlegan feril sem verður seint toppaður. Phelps hefur unnið flest Ólympíuverðlaun allra í sögunni, 22, og einnig flest Ólympíugull, 18.

Golfið á hug hans allan þessa dagana og æfir hann undir leiðsögn hins heimsþekkta Hank Haney. Samstarf þeirra er allt tekið upp og sýnt á Golf Channel. Þættirnir heita "Haney Project".

Phelps hefur verið að keppa á golfmótum út um allan heim. Oftast í mótum þar sem þekktir einstaklingar keppa með atvinnumönnum. Hefur spilamennskan verið upp og ofan hjá Phelps.

Golfframleiðandinn Ping hefur aftur á móti veðjað á Phelps sem mun spila með sérsmíðuðum kylfum frá framleiðandanum í þættinum á Golf Channel.

Hann mun svo spila með Bubba Smith á móti í Phoenix en Smith vann Masters-mótið á síðasta ári.

Phelps átti eftirminnilegt pútt á St. Andrews-vellinum á síðasta ári og það má sjá að neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×