Íslendingur hannar eyrnalokka sem slá í gegn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 7. febrúar 2013 09:30 Rannveig Gísladóttir flutti heim til Íslands fyrir tæplega einu og hálfu ári síðan eftir að hafa stundað nám við fatahönnun í Los Angeles. Þar gekk henni mjög vel, var verðlaunuð í tvígang fyrir framúrskarandi námsárangur og útskrifaðist með láði. Síðasta árið í LA hóf Ranna, eins og hún er kölluð, að hanna fjaðraeyrnalokka sem slóu heldur betur í gegn, en Steven Tyler skartaði meðal annars einum slíkum í auglýsingu fyrir Burger King. Lífið spjallaði við Rönnu.Hvernig kom til að Steven Tyler komst yfir fjaðralokk frá þér? Ég var að selja lokkana í hátískubúð í Los Angeles sem sér hæfir sig í einstökum klæðnaði og skarti eða svokölluðum statement pieces. Stílistar fræga fólksins sækja mikið í búðina til að finna hluti fyrir t.d. tónlistarmyndbönd og myndatökur. Stílisti Stevens keypti lokk sem hitti greinilega beint í mark, en hann hefur sést með þrjá mismunandi lokka frá mér, m.a. í American Idon og þessari auglýsingu fyrir Burger King. Lokkarnir eru enn í sölu úti og stílistar Rihönnu, Keishu og Kate Hudson hafa einnig keypt þá svo það er óhætt að segja að þetta gangi mjög vel.Úr nýlegri myndatöku fyrir Ranna Design. Mynd: Aníta Eldjárn.Hvernig kviknaði hugmyndin að lokkunum? Ég hef alltaf haft rosalega mikinn áhuga á náttúrulegum efnum. Ég hef verið að hanna mín eigin efni úr leðri, hrosshárum og fjöðrum til að sauma úr en fjaðrirnar náðu mér alveg. Ég er búin að vera að gera lokkana í langan tíma, þeir eru í stöðugri þróun og alltaf að breytast. Ég held líka að fólk átti sig ekki á því hvað það tekur langan tíma að gera eitt stykki, ég geri allt í höndunum. Allar fjaðrirnar er unnar frá grunni, þær eru plokkaðar, sléttaðar, pressaðar, litaðar og þeim raðað saman. Hver einasta fjöður þarf að vera algjörlega fullkomin.Hvað ert þú svo að bralla þessa dagana? Fjaðralokkarnir eru nýkomnir í sölu í Kronkron á Vatnsstíg svo ég er bara að hanna og framleiða á fullu. Ég var að enda við að gera lookbook fyrir heimasíðuna mína, www.rannadesign.com sem mun opna á næstu vikum. Svo langar mig mikið að fara að hanna föt aftur og vera með sýningu næsta haust, en ég hef ekki haft tíma til þess vegna eftirspurnar eftir lokkunum og plássleysis. Annars heillar búningahönnun mig líka mikið. Ég gæti vel hugsað mér að fara í slíkt nám og vinna í þeim geira, ég held að það myndi henta mínum stíl mjög vel.Steven Tyler í auglýsingu fyrir Burger King með fjaðralokk eftir Rönnu.Litadýrð. Það ræður því engin tilviljun hvernig fjöðrunum er raðað saman.Rannveig Gísladóttir. Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Rannveig Gísladóttir flutti heim til Íslands fyrir tæplega einu og hálfu ári síðan eftir að hafa stundað nám við fatahönnun í Los Angeles. Þar gekk henni mjög vel, var verðlaunuð í tvígang fyrir framúrskarandi námsárangur og útskrifaðist með láði. Síðasta árið í LA hóf Ranna, eins og hún er kölluð, að hanna fjaðraeyrnalokka sem slóu heldur betur í gegn, en Steven Tyler skartaði meðal annars einum slíkum í auglýsingu fyrir Burger King. Lífið spjallaði við Rönnu.Hvernig kom til að Steven Tyler komst yfir fjaðralokk frá þér? Ég var að selja lokkana í hátískubúð í Los Angeles sem sér hæfir sig í einstökum klæðnaði og skarti eða svokölluðum statement pieces. Stílistar fræga fólksins sækja mikið í búðina til að finna hluti fyrir t.d. tónlistarmyndbönd og myndatökur. Stílisti Stevens keypti lokk sem hitti greinilega beint í mark, en hann hefur sést með þrjá mismunandi lokka frá mér, m.a. í American Idon og þessari auglýsingu fyrir Burger King. Lokkarnir eru enn í sölu úti og stílistar Rihönnu, Keishu og Kate Hudson hafa einnig keypt þá svo það er óhætt að segja að þetta gangi mjög vel.Úr nýlegri myndatöku fyrir Ranna Design. Mynd: Aníta Eldjárn.Hvernig kviknaði hugmyndin að lokkunum? Ég hef alltaf haft rosalega mikinn áhuga á náttúrulegum efnum. Ég hef verið að hanna mín eigin efni úr leðri, hrosshárum og fjöðrum til að sauma úr en fjaðrirnar náðu mér alveg. Ég er búin að vera að gera lokkana í langan tíma, þeir eru í stöðugri þróun og alltaf að breytast. Ég held líka að fólk átti sig ekki á því hvað það tekur langan tíma að gera eitt stykki, ég geri allt í höndunum. Allar fjaðrirnar er unnar frá grunni, þær eru plokkaðar, sléttaðar, pressaðar, litaðar og þeim raðað saman. Hver einasta fjöður þarf að vera algjörlega fullkomin.Hvað ert þú svo að bralla þessa dagana? Fjaðralokkarnir eru nýkomnir í sölu í Kronkron á Vatnsstíg svo ég er bara að hanna og framleiða á fullu. Ég var að enda við að gera lookbook fyrir heimasíðuna mína, www.rannadesign.com sem mun opna á næstu vikum. Svo langar mig mikið að fara að hanna föt aftur og vera með sýningu næsta haust, en ég hef ekki haft tíma til þess vegna eftirspurnar eftir lokkunum og plássleysis. Annars heillar búningahönnun mig líka mikið. Ég gæti vel hugsað mér að fara í slíkt nám og vinna í þeim geira, ég held að það myndi henta mínum stíl mjög vel.Steven Tyler í auglýsingu fyrir Burger King með fjaðralokk eftir Rönnu.Litadýrð. Það ræður því engin tilviljun hvernig fjöðrunum er raðað saman.Rannveig Gísladóttir.
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög