"Já Beauty barinn er fluttur í Kringluna. Ég gæti ekki verið hamingjusamari með lífið. Þessi staðsetning hentar fulkomlega fyrir minn rekstur. Allt á fullu að staðsetja og við opnum seinni partinn í þessari viku," svarar Karl Berndsen hárgreiðslumeistari spurður um snyrti- og hárgreiðslustofuna hans sem var staðsett í Höfðatorgi.
"Við erum fimm hárgreiðslumeistarar; Simbi, Steinunn, Tanja og Jón. Svo að karlar og konur ættu að geta droppað inn í klippingu til okkar um leið og verið er að gera djarfa verslun. Nú rokkum við á þriðju hæðinni í Kringlunni."
Í næsta mánuði hefst ný þáttaröð af þættinum hans Í Nýju ljósi á Stöð 2.
Kalli Berndsen opnar í Kringlunni
