Leikkonan Zosia Mamet er þekktust fyrir að leika hina prúðu Shoshönnu Shapiro í sjónvarpsþáttunum Girls sem sýndir eru á Stöð 2. Hún mætti í þessum rauða flauelskjól í viðtal hjá Jimmy Fallon á dögunum og vakti mikla athygli. Sniðið á kjólnum er mjög í stíl við Shoshönnu, elegant og dömulegt, en það var barmurinn sem fólk gapti yfir. Þetta snið er víst það sem koma skal og mun að mati tískuspekúlanta leysa svokallaðan hliðarbarm af hólmi.
Zosia Mamet.Kristen Stewart skartar hér hliðarbarmi.