Fótbolti

Ronaldo: Vissi að við fengjum Manchester United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ronaldo í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2009 gegn Barcelona. Yaya Toure, sem þá lék með Börsungum, er hjá Manchester City í dag.
Ronaldo í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2009 gegn Barcelona. Yaya Toure, sem þá lék með Börsungum, er hjá Manchester City í dag. Nordic Photos / Getty Images
Cristiano Ronaldo hlakkar mikið til að spila við Manchester United, sitt gamla félag, í Meistaradeild Evrópu.

Ronaldo er í dag á mála hjá Real Madrid en hann fór ungur til Manchester United á sínum tíma og sló þar í gegn. Hann var alls í sex ár í Manchester.

„Ég fékk sterka tilfinningu fyrir United daginn sem var dregið í 16-liða úrslitin," sagði Ronaldo í viðtali við The Sun í dag.

„Ég varð mjög glaður. Þetta verða auðvitað mjög erfiðir leikir því þetta eru tvö stærstu lið heims. Bæði lið eiga möguleika á sigri."

„Manchester var heimili mitt og á sér stað í mínu hjarta. Ég elska borgina. Maður gleymir því aldrei þegar það er komið svo vel fram við mann. Ég mun aldrei gleyma United, fólkinu sem vinnur þar og stuðningsmönnunum. Ég er því afar ánægður með að fá að fara aftur til Manchester."

Hann segir ómögulegt að bera saman þá Alex Ferguson og Jose Mourinho. „Þetta er eins og að bera saman Ferrari og Porsche. Báðir eru mjög reyndir, mjög færir og vilja vinna. Og þá meina ég vinna allt."

„En Mourinho er þjálfarinn minn og því held ég auðvitað með honum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×