Umfjöllun: ÍR - Valur 25-24 | Ótrúlegt sigurmark Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. febrúar 2013 14:40 Mynd/Vilhelm ÍR vann sætan sigur á Val, 25-24, á heimavelli sínum í N1-deild karla í dag. Björgvin Hólmgeirsson tryggði ÍR-ingum sigurinn með ótrúlegu skoti fáeinum sekúndum fyrir leikslok. ÍR fer með sigrinum í 13 stig og bætir stöðu sína um sæti í úrslitakeppninni en Valsmenn sitja áfram á botninum með 7 stig. Liðin mættu til leiks í dag eftir ansi langt hlé vegna heimsmeistarmótsins á Spáni og það tók leikmenn nokkrar mínútur að ná af sér ryðinu. Valsmenn voru með töluvert breyttan leikmannahóp frá því fyrir HM-hlé en Nikola Dukic, Orri Freyr Gíslason og Fannar Þorbjörnsson voru allir að spila með Hlíðarendaliðinu í dag. Hjalti Pálmason er svo væntanlegur með hlýnandi veðri. ÍR var með óbreyttan leikmannahóp að mestu en þó ber að minnast á að hinn síungi markvörður, Sebastian Alexandersson, er kominn til liðsins. Heimamenn byrjuðu leikinn mun betur og voru komnir með 3-0 forystu eftir fimm mínútna leik. Nikola Dokic skoraði fyrsta mark Valsmanna og sitt fyrsta í deildinni og eftir það var leikurinn í miklu jafnvægi. Valsmenn komust yfir í fyrsta skipti á 24.mínútu þegar Finnur Ingi Stefánsson skoraði og breytti stöðunni í 10-11. ÍR-ingar gerðu næstu tvö mörk en það fór svo að liðin gengu til búningsherbergja jöfn, 13-13. Nikola Dokic, nýr leikmaður Vals, spilaði prýðilega í fyrri hálfleik og ljóst að koma hans styrkir Hlíðarendapilta til muna. ÍR-ingar voru að fá fín framlög frá hornapari sínu, þeim Sigurjóni og Sturlu, en Sturla sýndi enn og aftur fádæma öryggi á vítalínunni. Síðari hálfleikur var ekki ósvipaður þeim fyrri og liðin börðust hatramlega um hvern einasta bolta. Valsmenn virtust vera á ágætis róli þegar um 20 mínútur voru eftir og spilamennska liðsins benti til þess að leikurinn myndi enda á ánægjulegum nótum fyrir Hlíðarendastórveldið. Valur komst í 22-24 þegar aðeins þrjár mínútur voru eftir af leiknum en þá snerist leikurinn algjörlega í höndunum á gestunum. ÍR-ingar komu grimmir til baka, vel studdir af góðum áhorfendum sínum. Valsmenn virkuðu mjög taugaóstyrkir og klúðruðu boltanum ítrekað í sókninni. Valsmenn fengu dæmdan á sig ruðning þegar um 20 sekúndur voru eftir af leiknum og þá var komið að þætti Björgvins Hólmgeirssonar. Þessi snjalli leikmaður hefur aldrei verið feiminn við að skjóta á markið og það var þessi áræðni Björgvins sem skilaði ÍR ótrúlegu sigurmarki. Björgvin var aðþrengdur af tveimur varnarmönnum en lét vaða á markið. Boltinn sigldi beina leið upp í samskeytin fjær, óverjandi fyrir Lárus Helga í marki Vals, ótrúlegt skot.Bjarki: Var búinn að sætta mig við jafntefli Bjarki Sigurðsson brosti í leikslok í viðtali við Rúv. „Það er auðvitað mjög gott að vinna leikinn, ekki síst vegna þess að mér fannst halla á okkur í dómgæslunni allan leikinn.“ Bjarki sá jákvæða punkta úr leiknum. „Ég held reyndar að línumennirnir okkar hafi fengið á sig fleiri ruðninga í þessum leik en í öllum okkar leikjum í vetur en svona er þetta bara. Ingimundur (Ingimundarson) var fjarri góðu gamni í dag (Ingimundur var uppi á fæðingardeild með konu sinni) en það kemur bara maður í manns stað og mér fannst vörnin þokkleg í leiknum.“ Sigurmark Björgvins var óvænt en ánægjulegt fyrir Bjarka „Það er bara fáránlegt að skjóta í þessu færi og skora. Ég var búinn að sætta mig við jafntefli.“ Olís-deild karla Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Brassi tekur við af Billups Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
ÍR vann sætan sigur á Val, 25-24, á heimavelli sínum í N1-deild karla í dag. Björgvin Hólmgeirsson tryggði ÍR-ingum sigurinn með ótrúlegu skoti fáeinum sekúndum fyrir leikslok. ÍR fer með sigrinum í 13 stig og bætir stöðu sína um sæti í úrslitakeppninni en Valsmenn sitja áfram á botninum með 7 stig. Liðin mættu til leiks í dag eftir ansi langt hlé vegna heimsmeistarmótsins á Spáni og það tók leikmenn nokkrar mínútur að ná af sér ryðinu. Valsmenn voru með töluvert breyttan leikmannahóp frá því fyrir HM-hlé en Nikola Dukic, Orri Freyr Gíslason og Fannar Þorbjörnsson voru allir að spila með Hlíðarendaliðinu í dag. Hjalti Pálmason er svo væntanlegur með hlýnandi veðri. ÍR var með óbreyttan leikmannahóp að mestu en þó ber að minnast á að hinn síungi markvörður, Sebastian Alexandersson, er kominn til liðsins. Heimamenn byrjuðu leikinn mun betur og voru komnir með 3-0 forystu eftir fimm mínútna leik. Nikola Dokic skoraði fyrsta mark Valsmanna og sitt fyrsta í deildinni og eftir það var leikurinn í miklu jafnvægi. Valsmenn komust yfir í fyrsta skipti á 24.mínútu þegar Finnur Ingi Stefánsson skoraði og breytti stöðunni í 10-11. ÍR-ingar gerðu næstu tvö mörk en það fór svo að liðin gengu til búningsherbergja jöfn, 13-13. Nikola Dokic, nýr leikmaður Vals, spilaði prýðilega í fyrri hálfleik og ljóst að koma hans styrkir Hlíðarendapilta til muna. ÍR-ingar voru að fá fín framlög frá hornapari sínu, þeim Sigurjóni og Sturlu, en Sturla sýndi enn og aftur fádæma öryggi á vítalínunni. Síðari hálfleikur var ekki ósvipaður þeim fyrri og liðin börðust hatramlega um hvern einasta bolta. Valsmenn virtust vera á ágætis róli þegar um 20 mínútur voru eftir og spilamennska liðsins benti til þess að leikurinn myndi enda á ánægjulegum nótum fyrir Hlíðarendastórveldið. Valur komst í 22-24 þegar aðeins þrjár mínútur voru eftir af leiknum en þá snerist leikurinn algjörlega í höndunum á gestunum. ÍR-ingar komu grimmir til baka, vel studdir af góðum áhorfendum sínum. Valsmenn virkuðu mjög taugaóstyrkir og klúðruðu boltanum ítrekað í sókninni. Valsmenn fengu dæmdan á sig ruðning þegar um 20 sekúndur voru eftir af leiknum og þá var komið að þætti Björgvins Hólmgeirssonar. Þessi snjalli leikmaður hefur aldrei verið feiminn við að skjóta á markið og það var þessi áræðni Björgvins sem skilaði ÍR ótrúlegu sigurmarki. Björgvin var aðþrengdur af tveimur varnarmönnum en lét vaða á markið. Boltinn sigldi beina leið upp í samskeytin fjær, óverjandi fyrir Lárus Helga í marki Vals, ótrúlegt skot.Bjarki: Var búinn að sætta mig við jafntefli Bjarki Sigurðsson brosti í leikslok í viðtali við Rúv. „Það er auðvitað mjög gott að vinna leikinn, ekki síst vegna þess að mér fannst halla á okkur í dómgæslunni allan leikinn.“ Bjarki sá jákvæða punkta úr leiknum. „Ég held reyndar að línumennirnir okkar hafi fengið á sig fleiri ruðninga í þessum leik en í öllum okkar leikjum í vetur en svona er þetta bara. Ingimundur (Ingimundarson) var fjarri góðu gamni í dag (Ingimundur var uppi á fæðingardeild með konu sinni) en það kemur bara maður í manns stað og mér fannst vörnin þokkleg í leiknum.“ Sigurmark Björgvins var óvænt en ánægjulegt fyrir Bjarka „Það er bara fáránlegt að skjóta í þessu færi og skora. Ég var búinn að sætta mig við jafntefli.“
Olís-deild karla Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Brassi tekur við af Billups Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira