Peugeot verði lúxusmerki PSA Finnur Thorlacius skrifar 20. febrúar 2013 11:45 Peugeot mun kynna 17 breytta eða nýja bíla á þessu ári. PSA/Peugeot-Citroën ætlar að draga línurnar á milli bílamerkja sinna og gera Peugeot að meira lúxusmerki og Citroën að ódýrari bílum fyrirtækisins. Peugeot mun kynna 17 breytta eða nýja bíla á þessu ári og þar á meðal GTI útfærslu af Peugoet 208 og 2008 jepplinginn. Peugeot mun á næstunni auka mjög á framleiðslu bíla sem talist gætu í lúxusflokki og meiningin er að verð á bílum Peugeot hækki nokkuð. Það er liður í að koma PSA úr tapi í hagnað á seinni helmingi áratugarins. PSA tapaði 1,5 milljörðum Evra á síðasta ári af 58,4 milljarða veltu. Annað sem hjálpa á PSA að komast í plús er það markmið að 50% framleiðslu þess muni seljast utan Evrópu árið 2015. Hjá PSA vinna 209.000 manns, en 100.000 bara í Frakklandi en meiningin er að skera niður 11.200 störf í verksmiðju fyrirtækisins rétt fyrir utan París.Er það einn liðurinn í að koma fyrirtækinu aftur á réttan kjöl. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent
Peugeot mun kynna 17 breytta eða nýja bíla á þessu ári. PSA/Peugeot-Citroën ætlar að draga línurnar á milli bílamerkja sinna og gera Peugeot að meira lúxusmerki og Citroën að ódýrari bílum fyrirtækisins. Peugeot mun kynna 17 breytta eða nýja bíla á þessu ári og þar á meðal GTI útfærslu af Peugoet 208 og 2008 jepplinginn. Peugeot mun á næstunni auka mjög á framleiðslu bíla sem talist gætu í lúxusflokki og meiningin er að verð á bílum Peugeot hækki nokkuð. Það er liður í að koma PSA úr tapi í hagnað á seinni helmingi áratugarins. PSA tapaði 1,5 milljörðum Evra á síðasta ári af 58,4 milljarða veltu. Annað sem hjálpa á PSA að komast í plús er það markmið að 50% framleiðslu þess muni seljast utan Evrópu árið 2015. Hjá PSA vinna 209.000 manns, en 100.000 bara í Frakklandi en meiningin er að skera niður 11.200 störf í verksmiðju fyrirtækisins rétt fyrir utan París.Er það einn liðurinn í að koma fyrirtækinu aftur á réttan kjöl.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent