Fyrst konan á ráspól Finnur Thorlacius skrifar 18. febrúar 2013 10:30 Var einnig fyrsta konan til að vinna IndyCar kappakstur og er sigursælasta kappaksturskona Bandaríkjanna. Danica Patrick varð á laugardaginn fyrsta konan til að komast á ráspól í Daytona 500 kappakstrinum. Ekki nóg með að hraði hennar hafi verið sá mesti af keppendum, heldur hefur meiri hraði ekki mælst í undankeppni Daytona 500 síðan árið 1990, eða 316 km/klst. Danica verður því fremst á ráspól þegar hin eiginlega keppni fer fram sunnudaginn 24. febrúar. Danica, sem hefur verið í þónokkurn tíma í akstursíþróttum segir að kyn skipti ekki máli ef viljinn til sigurs sé fyrir hendi. Aðspurð hvernig hún ætlaði að fagna sigri sínum kvaðst Danica ætla að opna fáeina bjóra og fagna vel. Danica Patrick er 30 ára og auk þess að vinna við kappakstur er hún ljósmyndafyrirsæta. Hún er sigursælasti kvenmaður í IndyCar kappakstrinum og er eina konan sem unnið hefur IndyCar kappakstur. Hún er líka sú kona sem bestu sæti hefur náð í Indianapolis 500 kappakstrinum, eða þriðja sæti. Hún keppir aðallega í Nascar Nationwide Series nú og einstaka sinnum í Nascar Sprint Cup Series en það var einmitt í þeirri keppni sem hún náði ráspól um helgina, fyrst kvenna. Danica hefur einnig keppt í Formula Ford seríunni í Englandi og bjó þá þar, en flutti aftur til Bandaríkjanna til að keppa í IndyCar.Það sést af hverju Danica vinnur einnig sem fyrirsæta Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent
Var einnig fyrsta konan til að vinna IndyCar kappakstur og er sigursælasta kappaksturskona Bandaríkjanna. Danica Patrick varð á laugardaginn fyrsta konan til að komast á ráspól í Daytona 500 kappakstrinum. Ekki nóg með að hraði hennar hafi verið sá mesti af keppendum, heldur hefur meiri hraði ekki mælst í undankeppni Daytona 500 síðan árið 1990, eða 316 km/klst. Danica verður því fremst á ráspól þegar hin eiginlega keppni fer fram sunnudaginn 24. febrúar. Danica, sem hefur verið í þónokkurn tíma í akstursíþróttum segir að kyn skipti ekki máli ef viljinn til sigurs sé fyrir hendi. Aðspurð hvernig hún ætlaði að fagna sigri sínum kvaðst Danica ætla að opna fáeina bjóra og fagna vel. Danica Patrick er 30 ára og auk þess að vinna við kappakstur er hún ljósmyndafyrirsæta. Hún er sigursælasti kvenmaður í IndyCar kappakstrinum og er eina konan sem unnið hefur IndyCar kappakstur. Hún er líka sú kona sem bestu sæti hefur náð í Indianapolis 500 kappakstrinum, eða þriðja sæti. Hún keppir aðallega í Nascar Nationwide Series nú og einstaka sinnum í Nascar Sprint Cup Series en það var einmitt í þeirri keppni sem hún náði ráspól um helgina, fyrst kvenna. Danica hefur einnig keppt í Formula Ford seríunni í Englandi og bjó þá þar, en flutti aftur til Bandaríkjanna til að keppa í IndyCar.Það sést af hverju Danica vinnur einnig sem fyrirsæta
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent