Guðjón Pétur Lýðsson byrjar vel fyrir Blika en hann gerði eitt mark fyrir liðið gegn KA í Lengjubikarnum fyrr í dag.
Guðjón Pétur gekk í raðir Blika fyrir stuttu frá Val og mun án efa reynast liðinu vel í sumar.
Breiðablik bar sigur úr býtum gegn KA, 4-1, í keppninni en liðin spila í 2. riðli.
