Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Valur 21-20 Stefán Árni Pálsson skrifar 17. febrúar 2013 00:01 FH vann flottan sigur, 21-20, á Val í æsispennandi leik í N1-deild karla í handknattleik en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Logi Geirsson var atkvæðamestur í liði FH með sex mörk. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með en heimamenn í FH ávallt einu skrefi á undan. Valsmenn voru samt sem áður gríðarlega ákveðir og fastir fyrir í varnarleiknum. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 4-4. Þá misstu Valsmenn tvö menn útaf með tveggja mínútna brotvísanir og voru því fjórir útispilarar gegn sex en á þeim kafla náðu FH-ingar þriggja marka forystu 7-4. Valsmenn komust aftur inn í leikinn og var staðan 9-8 í hálfleik. Valsmenn gerðu tvö fyrstu mörk síðari hálfleiksins en þá komu fjögur í röð frá FH og þeir breyttu stöðunni í 13-10. FH-ingar voru sterkari næstu tíu mínútur leiksins og voru ávallt skrefinu á undan. Valsmenn voru samt alltaf ákveðnir og ætluðu greinilega að selja sig dýrt í leiknum. Þegar tólf mínútur voru eftir var staðan 16-16 og mikil spenna í leiknum. Því næst unnu Valsmenn boltann og Sveinn Aron Sveinsson skoraði úr hraðaupphlaupi. Staðan var orðin 17-16 fyrir gestina. FH-ingar hrukku þá í gang og komust í 19-18 þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Spennan hélst áfram alveg fram til enda en það voru FH-ingar sem voru sterkari á lokasprettinum og unnu eins marks sigur 21-20. Þorbjörn Jensson: Handboltinn snýst ennþá um það sama„Þetta var ágætis leikur og mikið um sterkan varnarleik," sagði Þorbjörn Jensson, aðstoðarþjálfari Vals, eftir tapið í kvöld. „Það sem vantaði uppá hjá okkur var að nýta færin betur. Við fengum alveg heilan helling af góðum færum sem liðið var ekki að notfæra." „Við gerðum markvörðinn hjá FH bara góðan með því að skjóta svona mikið í hann. Varnarleikur okkar sem og markvarsla var til fyrirmyndar og ég hef engar áhyggjur af því, þurfum að bæta okkur sóknarlega núna." „Ég hef ekki verið neitt í kringum handbolta í 12 ár. Íþróttin hefur ekki mikið breyst á þeim tíma, þetta snýst ennþá um að skora fleiri mörk en andstæðingurinn og undirbúa sig fyrir hann." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Logi Geirsson: Ég er að fara massa mig meira upp„Þetta var sannkallaður baráttusigur," sagði Logi Geirsson, eftir sigurinn í kvöld. „Valsmenn eru með gríðarlega sterkan hóp og við vissum að þetta yrði erfitt. Þetta hafðist samt í lokin og við náðum að knýja fram gríðarlega mikilvæg tvö stig fyrir úrslitakeppnina." „Við höfum alls ekkert verið að valta yfir andstæðinga okkar og lið ná oft á tíðum að halda í við okkar, en við erum alltaf að spila eftir sömu leikaðferð og höfum trú á henni. Liðið hefur verið á mikilli siglingu í deildinni að undanförnu og það mun bara halda áfram." „Ég er komin á fullt í lyftingasalinn og þarf að bæta aðeins á mig. Eftir á Ólafur Gústafsson fór frá liðinu er ég komin með nýtt hlutverk og þá verð ég heldur betur að standa mig."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
FH vann flottan sigur, 21-20, á Val í æsispennandi leik í N1-deild karla í handknattleik en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Logi Geirsson var atkvæðamestur í liði FH með sex mörk. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með en heimamenn í FH ávallt einu skrefi á undan. Valsmenn voru samt sem áður gríðarlega ákveðir og fastir fyrir í varnarleiknum. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 4-4. Þá misstu Valsmenn tvö menn útaf með tveggja mínútna brotvísanir og voru því fjórir útispilarar gegn sex en á þeim kafla náðu FH-ingar þriggja marka forystu 7-4. Valsmenn komust aftur inn í leikinn og var staðan 9-8 í hálfleik. Valsmenn gerðu tvö fyrstu mörk síðari hálfleiksins en þá komu fjögur í röð frá FH og þeir breyttu stöðunni í 13-10. FH-ingar voru sterkari næstu tíu mínútur leiksins og voru ávallt skrefinu á undan. Valsmenn voru samt alltaf ákveðnir og ætluðu greinilega að selja sig dýrt í leiknum. Þegar tólf mínútur voru eftir var staðan 16-16 og mikil spenna í leiknum. Því næst unnu Valsmenn boltann og Sveinn Aron Sveinsson skoraði úr hraðaupphlaupi. Staðan var orðin 17-16 fyrir gestina. FH-ingar hrukku þá í gang og komust í 19-18 þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Spennan hélst áfram alveg fram til enda en það voru FH-ingar sem voru sterkari á lokasprettinum og unnu eins marks sigur 21-20. Þorbjörn Jensson: Handboltinn snýst ennþá um það sama„Þetta var ágætis leikur og mikið um sterkan varnarleik," sagði Þorbjörn Jensson, aðstoðarþjálfari Vals, eftir tapið í kvöld. „Það sem vantaði uppá hjá okkur var að nýta færin betur. Við fengum alveg heilan helling af góðum færum sem liðið var ekki að notfæra." „Við gerðum markvörðinn hjá FH bara góðan með því að skjóta svona mikið í hann. Varnarleikur okkar sem og markvarsla var til fyrirmyndar og ég hef engar áhyggjur af því, þurfum að bæta okkur sóknarlega núna." „Ég hef ekki verið neitt í kringum handbolta í 12 ár. Íþróttin hefur ekki mikið breyst á þeim tíma, þetta snýst ennþá um að skora fleiri mörk en andstæðingurinn og undirbúa sig fyrir hann." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Logi Geirsson: Ég er að fara massa mig meira upp„Þetta var sannkallaður baráttusigur," sagði Logi Geirsson, eftir sigurinn í kvöld. „Valsmenn eru með gríðarlega sterkan hóp og við vissum að þetta yrði erfitt. Þetta hafðist samt í lokin og við náðum að knýja fram gríðarlega mikilvæg tvö stig fyrir úrslitakeppnina." „Við höfum alls ekkert verið að valta yfir andstæðinga okkar og lið ná oft á tíðum að halda í við okkar, en við erum alltaf að spila eftir sömu leikaðferð og höfum trú á henni. Liðið hefur verið á mikilli siglingu í deildinni að undanförnu og það mun bara halda áfram." „Ég er komin á fullt í lyftingasalinn og þarf að bæta aðeins á mig. Eftir á Ólafur Gústafsson fór frá liðinu er ég komin með nýtt hlutverk og þá verð ég heldur betur að standa mig."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira