Kolbeinn Sigþórsson átti skínandi leik þegar að lið hans, Ajax, vann 2-0 sigur á Steaua Búkarest í fyrri viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA.
Kolbeinn var í byrjunarliði Ajax en var skipt af velli á 82. mínútu. Hann fékk þó nokkur góð færi í leiknum og skoraði reyndar mark sem var dæmt af vegna rangstöðu.
Hollendingar eru í ágætum málum fyrir síðari leikinn sem fer fram í Rúmeníu í næstu viku.
Ef Ajax kemst áfram mætir liðið sigurvegaranum í rimmu Sparta Prag og Chelsea en þeir ensku unnu 1-0 sigur í leik liðanna í Tékklandi í kvöld.
