Handbolti

Guif missti toppsætið í Svíþjóð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristján Andrésson.
Kristján Andrésson.
Guif tapaði í kvöld nokkuð óvænt fyrir Hammarby, 22-21, í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Með tapinu missti Guif toppsæti deildarinnar í hendur Lugi HF sem gerði jafntefli við Redbergslid í kvöld, 27-27.

Lugi og Guif eru bæði með 33 stig á toppi deildarinnar en fyrrnefnda liðið er með betra markahlutfall.

Kristján Andrésson er þjálfari Guif en línumaðurinn Heimir Óli Heimisson skoraði eitt mark fyrir liðið í leiknum.

Þá má geta þess að Bjerringbro/Silkeborg vann sinn fyrsta sigur á nýju ári í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Liðið hafði betur í grannaslag gegn Aarhus, 29-23.

Guðmundur Árni Ólafsson var ekki á meðal markaskorara Bjerringbro/Silkeborg í kvöld en liðið er í öðru sæti deildarinnar í Danmörku með 33 stig, tveimur á eftir toppliði KIF Kolding.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×