Langur biðlisti eftir Range Rover 13. febrúar 2013 15:45 Gríðarleg eftirspurn er eftir nýjum Range Rover Fyrsti Range Rover jeppinn af nýrri kynslóð kominn á göturnar hérlendis. Svo mikil er eftirspurnin eftir nýjustu kynslóð Range Rover jeppans, sem kom á markað fyrir stuttu, að biðlistinn eftir honum í Bandaríkjunum er orðinn 6 mánuðir og stefnir í 12. Það stoppar semsagt ekki kaupendur hans að þurfa að punga út 83.500 dollurum fyrir grunnútfærslu hans, eða 10,8 milljónum króna. Reyndar hafa nær allir kaupendur hans valið HSE gerð bílsins sem kostar fimm þúsund dollurum meira. Það stefnir því í að mun fleiri eintök bílsins muni seljast í ár vestanhafs en þau 43.664 eintök sem af honum seldust þar í fyrra. Nú þegar hefur einn nýr Range Rover selst hér á landi af nýrri kynslóð hans og hefur hann verið afhentur frá BL, umboðsaðila Land Rover. Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent
Fyrsti Range Rover jeppinn af nýrri kynslóð kominn á göturnar hérlendis. Svo mikil er eftirspurnin eftir nýjustu kynslóð Range Rover jeppans, sem kom á markað fyrir stuttu, að biðlistinn eftir honum í Bandaríkjunum er orðinn 6 mánuðir og stefnir í 12. Það stoppar semsagt ekki kaupendur hans að þurfa að punga út 83.500 dollurum fyrir grunnútfærslu hans, eða 10,8 milljónum króna. Reyndar hafa nær allir kaupendur hans valið HSE gerð bílsins sem kostar fimm þúsund dollurum meira. Það stefnir því í að mun fleiri eintök bílsins muni seljast í ár vestanhafs en þau 43.664 eintök sem af honum seldust þar í fyrra. Nú þegar hefur einn nýr Range Rover selst hér á landi af nýrri kynslóð hans og hefur hann verið afhentur frá BL, umboðsaðila Land Rover.
Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent