Eldhress endurkoma Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. febrúar 2013 18:34 Bíó. The Last Stand Leikstjórn: Kim Ji-woon Leikarar: Arnold Schwarzenegger, Forest Whitaker, Johnny Knoxville, Luis Guzmán, Jaimie Alexander, Eduardo Noriega, Peter Stormare, Génesis Rodríguez Það eru liðin tíu ár síðan Arnold Schwarzenegger var síðast í stóru hlutverki í kvikmynd, en hann eyddi megninu af síðasta áratug í að safna spiki í ríkisstjórastól Kaliforníufylkis Bandaríkjanna. En kjörtímabilinu er lokið, og þessi gamli harðjaxl er mættur aftur á hvíta tjaldið í kvikmyndinni The Last Stand. Segir hún frá lögreglustjóra í smábæ einum, rétt norðan við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó, sem þarf að taka á honum stóra sínum þegar lífshættulegur eiturlyfjabarón er væntanlegur í gegn um bæinn. Sá er á flótta undan lögreglu og freistar þess að komast yfir landamærin. Skerfarinn er ekki með marga lögreglumenn á sínum snærum, og þarf hann því að grípa til ýmissa óhefðbundinna ráða til þess að eiga roð í skúrkinn. Myndin er þrælskemmtileg, og sérstaklega vel sniðin að þörfum hinnar öldnu hasarhetju. Það er töggur í gamla þó skrokkurinn sé farinn að láta á sjá, og fimmaurabrandarar um elli Arnolds undirstrika það að hann gerir sér fulla grein fyrir því að hans bestu ár eru að baki. Leikhópurinn virðist skemmta sér vel, og það er kærkomið að sjá hinn frábæra Luis Guzmán í nokkuð stóru hlutverki, aldrei þessu vant. Það verður þó að segjast að Forest Whitaker er lítið sannfærandi sem FBI-hörkutól. The Last Stand mun seint teljast til lykilmynda Svakanaggsins, en er eldhress endurkomumynd og stendur undir öllum þeim væntingum sem til hennar eru gerðar. Bílaeltingarleikirnir, handalögmálin og blóðugir byssubardagarnir standast ströngustu gæðakröfur hasarhundsins, og ljóst er að Arnold kann þetta ennþá.Niðurstaða: Schwarzenegger stenst endurtökuprófið með glæsibrag. Gagnrýni Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Bíó. The Last Stand Leikstjórn: Kim Ji-woon Leikarar: Arnold Schwarzenegger, Forest Whitaker, Johnny Knoxville, Luis Guzmán, Jaimie Alexander, Eduardo Noriega, Peter Stormare, Génesis Rodríguez Það eru liðin tíu ár síðan Arnold Schwarzenegger var síðast í stóru hlutverki í kvikmynd, en hann eyddi megninu af síðasta áratug í að safna spiki í ríkisstjórastól Kaliforníufylkis Bandaríkjanna. En kjörtímabilinu er lokið, og þessi gamli harðjaxl er mættur aftur á hvíta tjaldið í kvikmyndinni The Last Stand. Segir hún frá lögreglustjóra í smábæ einum, rétt norðan við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó, sem þarf að taka á honum stóra sínum þegar lífshættulegur eiturlyfjabarón er væntanlegur í gegn um bæinn. Sá er á flótta undan lögreglu og freistar þess að komast yfir landamærin. Skerfarinn er ekki með marga lögreglumenn á sínum snærum, og þarf hann því að grípa til ýmissa óhefðbundinna ráða til þess að eiga roð í skúrkinn. Myndin er þrælskemmtileg, og sérstaklega vel sniðin að þörfum hinnar öldnu hasarhetju. Það er töggur í gamla þó skrokkurinn sé farinn að láta á sjá, og fimmaurabrandarar um elli Arnolds undirstrika það að hann gerir sér fulla grein fyrir því að hans bestu ár eru að baki. Leikhópurinn virðist skemmta sér vel, og það er kærkomið að sjá hinn frábæra Luis Guzmán í nokkuð stóru hlutverki, aldrei þessu vant. Það verður þó að segjast að Forest Whitaker er lítið sannfærandi sem FBI-hörkutól. The Last Stand mun seint teljast til lykilmynda Svakanaggsins, en er eldhress endurkomumynd og stendur undir öllum þeim væntingum sem til hennar eru gerðar. Bílaeltingarleikirnir, handalögmálin og blóðugir byssubardagarnir standast ströngustu gæðakröfur hasarhundsins, og ljóst er að Arnold kann þetta ennþá.Niðurstaða: Schwarzenegger stenst endurtökuprófið með glæsibrag.
Gagnrýni Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira