Afsakið að við skutum þig í klessu! 11. febrúar 2013 15:15 Smá misskilningur, sorrý! Létu skothríð rigna yfir saklausar mæðgur sem voru að bera út blöð. Lögreglan í Los Angeles varð sök að nokkuð skelfandi mistökum um daginn. Þeir fóru bílavillt og hófu skothríð á pallbíl 47 ára konu og 71 árs móður hennar, en þeir héldu að þeir hefðu haft hendur í hári morðingjans Christopher Dorner fyrrverandi lögreglumanns sem myrti einn lögreglumann um daginn og skaut að auki aðra tvo. Þær voru hinsvegar að bera út blöð snemma að morgni og áttu ekki beint von á þessari uppákomu. Bíll mæðgnanna er alsettur kúlnagötum og hreinlega eins og gatasigti. Blessunarlega lifðu mæðgurnar sjálfar af skothríðina en móðirin fékk þó tvö skot í bakið og yfir dótturina rigndi svo miklu gleri að hún skarst nokkuð. Lögreglan ætlar að bæta dótturinni upp bílinn með öðrum nýjum og þeirri gjöf fylgdu heilmiklar afsökunarbeiðnir vegna þessa "sorglega misskilnings". Lögreglumorðinginn Christopher Dorner gengur hinsvegar enn laus og heitið hefur verið milljón dollara launum til handa þeim er bent getur á morðingjann. Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent
Létu skothríð rigna yfir saklausar mæðgur sem voru að bera út blöð. Lögreglan í Los Angeles varð sök að nokkuð skelfandi mistökum um daginn. Þeir fóru bílavillt og hófu skothríð á pallbíl 47 ára konu og 71 árs móður hennar, en þeir héldu að þeir hefðu haft hendur í hári morðingjans Christopher Dorner fyrrverandi lögreglumanns sem myrti einn lögreglumann um daginn og skaut að auki aðra tvo. Þær voru hinsvegar að bera út blöð snemma að morgni og áttu ekki beint von á þessari uppákomu. Bíll mæðgnanna er alsettur kúlnagötum og hreinlega eins og gatasigti. Blessunarlega lifðu mæðgurnar sjálfar af skothríðina en móðirin fékk þó tvö skot í bakið og yfir dótturina rigndi svo miklu gleri að hún skarst nokkuð. Lögreglan ætlar að bæta dótturinni upp bílinn með öðrum nýjum og þeirri gjöf fylgdu heilmiklar afsökunarbeiðnir vegna þessa "sorglega misskilnings". Lögreglumorðinginn Christopher Dorner gengur hinsvegar enn laus og heitið hefur verið milljón dollara launum til handa þeim er bent getur á morðingjann.
Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent