BAFTA verðlaunahátíðin var haldin við hátíðlega athöfn í Konunglega óperuhúsinu í London í gærkvöldi. Eins og gengur og gerist mæta stjörnurnar í sínu fínasta pússi á viðburð sem þennan, en það voru þó ekki eingöngu kjólarnir sem vöktu athygli þetta árið. Karlmennirnir voru líka einstaklega smekklegir og fínir til fara.
Damian Lewis í dökkgrænum jakkafötum frá Burberry með eiginkonuna upp á arminn.Ben Affleck glæsilegur í Gucci.Bradley Cooper rennandi blautur en alltaf flottur.Eddie Redmayne í Burberry.Hugh Jackman í Lanvin jakkafötum og frakka.
Sjarmatröllið George Clooney ber aldurin vel og hefur sjaldan litið betur út. Hann er í flottum frakka yfir jakkafötin enda vitlaust veður í London í gær.