Það var mikið um dýrðir þegar Óskarsverðlaunin voru veitt í Los Angeles í gærkvöldi. Eftir hátíðina hélt gleðin svo áfram en margómuð Óskarspartý voru á hverju strái. Flestar leikkonurnar skiptu um föt og skörtuðu glænýjum og glæsilegum klæðnaði þegar í partýin var komið. Hér eru nokkrar stjörnur í partýgallanum í teiti hjá Vanity Fair.
Jennifer Lawrence skipti yfir í þennan fallega silfurkjól frá Calvin Klein.vinkonurnar Amanda Seyfried og Samantha Barks voru innilegar.Anne Hathaway fór úr fölbleika Prada kjólnum sem hún klæddist á hátíðinni yfir í þennan kjól frá Sait Laurent.Lily Collins í guðdómlegum kjól frá Zuhair Murad.Jane Fonda var glæsileg.Kate Bosworth í stuttum kjól frá Giambattista Valli sem klæddi hana afar vel.Amy Adams í Oscar de la Renta.