Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 13-16 Benedikt Grétarsson í Mosfellsbæ skrifar 25. febrúar 2013 19:00 Það var engin hágæða sóknarleikur sem var boðið upp á í þriggja marka sigri Hauka á Aftureldingu, 16-13, á Varmá í kvöld í leik liðanna í 17. umferð N1 deildar karla í handbolta. Haukar náðu á ný sex stiga forskot á FH með þessum sigri þar sem að FH-ingar töpuðu fyrr í kvöld fyrir norðan. Afturelding var 12-11 yfir þegar tólf mínútur voru eftir en Mosfellingar skoruðu bara einu sinni framhjá Aroni Rafni Eðvarðssyni á lokamínútum leiksins, Haukar unnu síðustu tólf mínúturnar 5-1 og stigu eitt skref nær deildarmeistaratitlinum. Vængbrotið lið Aftureldingar barðist hetjulega gegn toppliði N1-deildarinnar í kvöld þegar Haukar komu í heimsókn en þurftu að lokum að játa sig sigraða, 13-16 í miklum baráttuleik þar sem markverðir liðanna fóru á kostum. Eflaust bjuggust flestir við því að efsta lið deildarinnar myndi rúlla yfir vængbrotið lið Aftureldingar en annað kom á daginn. Mosfellingar mættu til leiks vel stemmdir og spiluðu gríðarlega sterka vörn gegn hægri og fyrirsjáanlegri sókn Hauka. Fyrri hálfleikurinn var í járnum frá fyrstu mínútu. Liðin gerðu sig sek um mikið af klaufamistökum í sókninni og þau skot sem komust í gegnum vörnina, vörðu markverðirnir. Jafnt var á öllum tölum en líklega verða Haukar að teljast heppnir að fara með jafna stöðu inn í leikhléið, 7-7. Heimamenn voru að spila mun betur en voru óheppnir með skot sín, sem fóru ansi oft í tréverkið. Reyndir leikmenn Hauka virkuðu áhugalitlir og barátta Aftureldingar virtist koma þeim í opna skjöldu. Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar, fór hamförum í fyrri hálfleik og varði 11 af 18 skotum sem rötuðu á markið. Það gerir 61% markvörslu, sem eru sjaldgæfar tölur í handbolta. Síðari hálfleikur spilaðist mjög svipað og sá fyrri. Sóknarleikur beggja liða var hreinlega pínlegur á að horfa og leikmenn gerðu sig seka um mjög barnaleg mistök. Varnarleikurinn var áfram í fyrirrúmi og markverðirnir héldu uppteknum hætti. Afturelding virtist vera að ná þéttingsföstu hreðjataki á slökum Haukum þegar um 13 mínútur voru til leiksloka. Heimamenn komust yfir með laglegu marki Hilmars Stefánssonar, 12-11 og öll stemming var þeirra megin. Reynsluleysi Mosfellinga skein hins vegar í gegn á lokakaflanum, þegar þeir glutruðu bltanum ítrekað í hendurnar á Haukum. Haukaliðið þakkaði óvæntan séns, vann lokakaflann 5-1 og vann að lokum þriggja marka sigur í þessum skrýtna handboltaleik, 13-16. Haukar eru í nokkurri lægð þessa dagana og sóknarleikur liðsins var skelfilegur í kvöld. Þó ber að hrósa varnarleik liðsins og Aron Rafn spilaði virkilega vel í markinu. Haukar verð engu að síður að fara í naflaskoðun fyrir næsta leik. Aron: Slakur handboltaleikurLandsliðs- og Haukaþjálfarinn hristi höfuðið eftir leik. „Þetta var einfaldlega slakur handboltaleikur. Vörnin og markvarslan var reyndar í góðu standi allan leikinn en við verðum að fara að fá meira frá skyttunum okkar í næstu leikjum." „Ég var svolítið hræddur við að menn myndu mæta værukærir í leikinn, sérstaklega eftir að þeir steinlágu í síðasta leik og sakna lykilmanna. Mér fannst vera fínn uppgangur í okkar sóknarleik í síðasta leik okkar gegn Akureyri en svo erum við út á þekju sóknarlega í kvöld." Aron Rafn Eðvarðsson átti góðan leik í marki Hauka og hefur nú spilað þrjá góða leiki í röð. „Aron verður einfaldlega að sýna stöðugleika ef hann ætlar sér eitthvað lengra með sinn feril. Menn verða ekki landsliðs- og atvinnumenn ef stöðugleikinn er ekki til staðar. Hann er búinn að spila vel í síðustu leikjum og það er virkilega ánægjulegt," sagði Aron. Reynir: Miklu betra hjá okkur en síðast.Markatala leiksins var í furðulegra lagi og Reynir Reynisson, þjálfari Aftureldingar, hafði orð á því beint eftir leik. „Þetta var pínu skrýtið allt saman og þetta voru bara eins og hálfleikstölur. Það var samt allt annað að sjá til liðsins en í síðasta leik og ég er ánægður með það.“ „Það vantaði smá klókindi og skynsemi í okkur undir lokin og svo var Aron Rafn að verja ansi vel í markinu hjá þeim.Þetta er stundum stöngin út og það var því miður þannig hjá okkur í dag. Ég verð samt að fá að hrósa mínum leikmönnum fyrir að rífa sig upp eftir útreiðina í Safamýri. Það er erfiðara en menn halda að rífa sig upp andlega eftir 19 marka tap,“ sagði Reynir að lokum. Elías Már: Vinnum aldrei HK með svona frammistöðuElías Már Halldórsson, hornamaður og skytta Hauka, var sammála því að leikurinn hafi verið frekar slakur. „Þessar lokatölur eru eins og eitthvað sem við sjáum í sjötta flokki. Þetta var bara rosalega dapurt og við spiluðum skelfilegan sóknarleik. Það vantar alla greddu í okkur og það er alveg sama hvert þú lítur í liðinu, menn eru bara á hælunum. Við tökum eitt skref fram á við gegn Akureyri en þrjú til baka í þessum leik“ Kristinn Guðmundsson, þjálfari HK, njósnaði um Haukana í kvöld og Elías er ekki í nokkrum vafa að Kristinn hafi verið sáttur við það sem hann sá. „Við vinnum aldrei HK með svona spilamennsku, það er nokkuð ljóst. Ef Kiddi fær svona frammistöðu á fimmtudaginn, þá er hann í góðum málum,“ sagði Elías brosandi að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
Það var engin hágæða sóknarleikur sem var boðið upp á í þriggja marka sigri Hauka á Aftureldingu, 16-13, á Varmá í kvöld í leik liðanna í 17. umferð N1 deildar karla í handbolta. Haukar náðu á ný sex stiga forskot á FH með þessum sigri þar sem að FH-ingar töpuðu fyrr í kvöld fyrir norðan. Afturelding var 12-11 yfir þegar tólf mínútur voru eftir en Mosfellingar skoruðu bara einu sinni framhjá Aroni Rafni Eðvarðssyni á lokamínútum leiksins, Haukar unnu síðustu tólf mínúturnar 5-1 og stigu eitt skref nær deildarmeistaratitlinum. Vængbrotið lið Aftureldingar barðist hetjulega gegn toppliði N1-deildarinnar í kvöld þegar Haukar komu í heimsókn en þurftu að lokum að játa sig sigraða, 13-16 í miklum baráttuleik þar sem markverðir liðanna fóru á kostum. Eflaust bjuggust flestir við því að efsta lið deildarinnar myndi rúlla yfir vængbrotið lið Aftureldingar en annað kom á daginn. Mosfellingar mættu til leiks vel stemmdir og spiluðu gríðarlega sterka vörn gegn hægri og fyrirsjáanlegri sókn Hauka. Fyrri hálfleikurinn var í járnum frá fyrstu mínútu. Liðin gerðu sig sek um mikið af klaufamistökum í sókninni og þau skot sem komust í gegnum vörnina, vörðu markverðirnir. Jafnt var á öllum tölum en líklega verða Haukar að teljast heppnir að fara með jafna stöðu inn í leikhléið, 7-7. Heimamenn voru að spila mun betur en voru óheppnir með skot sín, sem fóru ansi oft í tréverkið. Reyndir leikmenn Hauka virkuðu áhugalitlir og barátta Aftureldingar virtist koma þeim í opna skjöldu. Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar, fór hamförum í fyrri hálfleik og varði 11 af 18 skotum sem rötuðu á markið. Það gerir 61% markvörslu, sem eru sjaldgæfar tölur í handbolta. Síðari hálfleikur spilaðist mjög svipað og sá fyrri. Sóknarleikur beggja liða var hreinlega pínlegur á að horfa og leikmenn gerðu sig seka um mjög barnaleg mistök. Varnarleikurinn var áfram í fyrirrúmi og markverðirnir héldu uppteknum hætti. Afturelding virtist vera að ná þéttingsföstu hreðjataki á slökum Haukum þegar um 13 mínútur voru til leiksloka. Heimamenn komust yfir með laglegu marki Hilmars Stefánssonar, 12-11 og öll stemming var þeirra megin. Reynsluleysi Mosfellinga skein hins vegar í gegn á lokakaflanum, þegar þeir glutruðu bltanum ítrekað í hendurnar á Haukum. Haukaliðið þakkaði óvæntan séns, vann lokakaflann 5-1 og vann að lokum þriggja marka sigur í þessum skrýtna handboltaleik, 13-16. Haukar eru í nokkurri lægð þessa dagana og sóknarleikur liðsins var skelfilegur í kvöld. Þó ber að hrósa varnarleik liðsins og Aron Rafn spilaði virkilega vel í markinu. Haukar verð engu að síður að fara í naflaskoðun fyrir næsta leik. Aron: Slakur handboltaleikurLandsliðs- og Haukaþjálfarinn hristi höfuðið eftir leik. „Þetta var einfaldlega slakur handboltaleikur. Vörnin og markvarslan var reyndar í góðu standi allan leikinn en við verðum að fara að fá meira frá skyttunum okkar í næstu leikjum." „Ég var svolítið hræddur við að menn myndu mæta værukærir í leikinn, sérstaklega eftir að þeir steinlágu í síðasta leik og sakna lykilmanna. Mér fannst vera fínn uppgangur í okkar sóknarleik í síðasta leik okkar gegn Akureyri en svo erum við út á þekju sóknarlega í kvöld." Aron Rafn Eðvarðsson átti góðan leik í marki Hauka og hefur nú spilað þrjá góða leiki í röð. „Aron verður einfaldlega að sýna stöðugleika ef hann ætlar sér eitthvað lengra með sinn feril. Menn verða ekki landsliðs- og atvinnumenn ef stöðugleikinn er ekki til staðar. Hann er búinn að spila vel í síðustu leikjum og það er virkilega ánægjulegt," sagði Aron. Reynir: Miklu betra hjá okkur en síðast.Markatala leiksins var í furðulegra lagi og Reynir Reynisson, þjálfari Aftureldingar, hafði orð á því beint eftir leik. „Þetta var pínu skrýtið allt saman og þetta voru bara eins og hálfleikstölur. Það var samt allt annað að sjá til liðsins en í síðasta leik og ég er ánægður með það.“ „Það vantaði smá klókindi og skynsemi í okkur undir lokin og svo var Aron Rafn að verja ansi vel í markinu hjá þeim.Þetta er stundum stöngin út og það var því miður þannig hjá okkur í dag. Ég verð samt að fá að hrósa mínum leikmönnum fyrir að rífa sig upp eftir útreiðina í Safamýri. Það er erfiðara en menn halda að rífa sig upp andlega eftir 19 marka tap,“ sagði Reynir að lokum. Elías Már: Vinnum aldrei HK með svona frammistöðuElías Már Halldórsson, hornamaður og skytta Hauka, var sammála því að leikurinn hafi verið frekar slakur. „Þessar lokatölur eru eins og eitthvað sem við sjáum í sjötta flokki. Þetta var bara rosalega dapurt og við spiluðum skelfilegan sóknarleik. Það vantar alla greddu í okkur og það er alveg sama hvert þú lítur í liðinu, menn eru bara á hælunum. Við tökum eitt skref fram á við gegn Akureyri en þrjú til baka í þessum leik“ Kristinn Guðmundsson, þjálfari HK, njósnaði um Haukana í kvöld og Elías er ekki í nokkrum vafa að Kristinn hafi verið sáttur við það sem hann sá. „Við vinnum aldrei HK með svona spilamennsku, það er nokkuð ljóst. Ef Kiddi fær svona frammistöðu á fimmtudaginn, þá er hann í góðum málum,“ sagði Elías brosandi að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira