Tölfræðingurinn hefur talað - Argo sigrar í kvöld 24. febrúar 2013 20:14 Stórmynd bandaríska kvikmyndagerðarmannsins Ben Affleck, Argo, verður valin besta kvikmyndin á 85. Óskarsverðlaunahátíðinni í kvöld. Þetta eru niðurstöður tölfræðingsins Nate Silver. Silver hefur getið sér gott orð fyrir spár sínar um niðurstöður forseta- og þingkosninga í Bandaríkjunum og hafa pistlar hans á vefsvæði fréttablaðsins The New York Times vakið mikla athygli. Silver hefur nú tekið að sér að rýna í Óskarsverðlaunin en niðurstöðurnar hátíðarinnar í ár þykja afar óútreiknanlegar. Tölfræðingurinn bendir á að það ferli sem býr að baki vali á kvikmyndum og kvikmyndagerðarmönnum ársins sé að mörgu leyti svipað því sem gengur og gerist í bandarískri pólitík. Meðlimir Óskarsverðlaunaakademíunnar er rúmlega sex þúsund talsins.MYND/APSamkvæmt útreikningum Silvers er ljóst að kvikmyndin Argo mun hreppa eftirsóttustu verðlaun kvikmyndaiðnaðarins í ár. Silver rökstyður þessar niðurstöður með vísan í gott gengi myndarinnar á kvikmynda- og verðlaunahátíðum víða um heim. Þegar kemur að vali á leikstjóra ársins eru niðurstöðurnar nokkuð óljósar. Svo virðist sem að baráttan sé á milli Steve Spielbergs, fyrir kvikmyndina Lincoln, og Ang Lee fyrir Life of Pi. Þá hreppir breski stórleikarinn Daniel Day-Lewis verðlaun fyrir hlutverk sitt í Lincoln og leikkonan Jennifer Lawrence gerir slíkt hið sama fyrir leik í kvikmyndinni Silver Linings Playbook. Aukaleikarar ársins, samkvæmt formúlu Silvers, eru þau Tommy Lee Jones fyrir Lincoln og Anne Hathaway fyrir Les Misérables. Menning Tengdar fréttir Daniel Day Lewis getur brotið blað í kvikmyndasögunni Verðlaunaafhendingatímabilið í kvikmyndageiranum nær hámarki í kvöld þegar Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Hollywood. 24. febrúar 2013 19:52 Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Stórmynd bandaríska kvikmyndagerðarmannsins Ben Affleck, Argo, verður valin besta kvikmyndin á 85. Óskarsverðlaunahátíðinni í kvöld. Þetta eru niðurstöður tölfræðingsins Nate Silver. Silver hefur getið sér gott orð fyrir spár sínar um niðurstöður forseta- og þingkosninga í Bandaríkjunum og hafa pistlar hans á vefsvæði fréttablaðsins The New York Times vakið mikla athygli. Silver hefur nú tekið að sér að rýna í Óskarsverðlaunin en niðurstöðurnar hátíðarinnar í ár þykja afar óútreiknanlegar. Tölfræðingurinn bendir á að það ferli sem býr að baki vali á kvikmyndum og kvikmyndagerðarmönnum ársins sé að mörgu leyti svipað því sem gengur og gerist í bandarískri pólitík. Meðlimir Óskarsverðlaunaakademíunnar er rúmlega sex þúsund talsins.MYND/APSamkvæmt útreikningum Silvers er ljóst að kvikmyndin Argo mun hreppa eftirsóttustu verðlaun kvikmyndaiðnaðarins í ár. Silver rökstyður þessar niðurstöður með vísan í gott gengi myndarinnar á kvikmynda- og verðlaunahátíðum víða um heim. Þegar kemur að vali á leikstjóra ársins eru niðurstöðurnar nokkuð óljósar. Svo virðist sem að baráttan sé á milli Steve Spielbergs, fyrir kvikmyndina Lincoln, og Ang Lee fyrir Life of Pi. Þá hreppir breski stórleikarinn Daniel Day-Lewis verðlaun fyrir hlutverk sitt í Lincoln og leikkonan Jennifer Lawrence gerir slíkt hið sama fyrir leik í kvikmyndinni Silver Linings Playbook. Aukaleikarar ársins, samkvæmt formúlu Silvers, eru þau Tommy Lee Jones fyrir Lincoln og Anne Hathaway fyrir Les Misérables.
Menning Tengdar fréttir Daniel Day Lewis getur brotið blað í kvikmyndasögunni Verðlaunaafhendingatímabilið í kvikmyndageiranum nær hámarki í kvöld þegar Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Hollywood. 24. febrúar 2013 19:52 Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Daniel Day Lewis getur brotið blað í kvikmyndasögunni Verðlaunaafhendingatímabilið í kvikmyndageiranum nær hámarki í kvöld þegar Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Hollywood. 24. febrúar 2013 19:52