
Það var aðallega vegna áhuga okkar allra á bæði tísku og hönnun. Þessi hugmynd hafði kitlað okkur allar á einhverjum tímapunkti og ákváðum við því að skella í hópsíðu saman þar sem að fjölbreyttar færslur yrðu settar inn daglega. Nafnið var samt frekar lengi að fæðast og það var ekki fyrr en einhverjum mánuðum eftir að hugmyndin kom upp sem að Ásta fann nafnið Keen Bean í bíómyndinni Richie Rich. Við vorum allar mjög sáttar við þetta nafn, enda grípandi og minnisstætt.

Nei alls ekki. Það er bara ótrúlega skemmtilegt að dunda sér við þetta. Það er ekkert mál að finna einhvern til að smella nokkrum myndum af því sem við klæðumst þann daginn, og er það yfirleitt kærastinn, vinkonurnar eða fjölskyldumeðlimir sem taka það að sér. Veðrið getur reymdar gripið inn í, en það er mun auðveldara að taka myndir úti í góðu veðri. Við stefunum að því að vera enn duglegri við þetta, enda eru þetta vinsælustu færslurnar.

Já, okkur finnst öllum gaman að fylgjast með Trendnet bloggurunum og það er slatti af erlendum bloggum sem við höldum upp á, við erum allar með mismunandi skoðanir á þeim en erum sammála um að þau skandinavísku standa mikið upp úr.

Já algjörlega. Það er verið að hanna nýja síðu fyrir okkur sem verður mun aðgengilegri fyrir lesendur. Hún verður vonandi tilbúin fljótlega og erum mjög spenntar að sjá útkomuna og vonum að lesendur séu það líka.

