Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar í Bochum misstu unninn leik niður í jafntefli er þeir fengu Duisburg í heimsókn í kvöld.
Bochum var 2-1 yfir í leiknum snemma í síðari hálfleik en fékk á sig jöfnunarmark mínútu fyrir leikslok.
Bochum er í þrettánda sæti þýsku B-deildarinnar eftir leikinn. Hólmar Örn lék allan leikinn fyrir Bochum í kvöld.