Sulley Muntari, fyrrum leikmaður Portsmouth, skoraði fyrir AC Milan í kvöld gegn Barcelona rétt eins og annar fyrrum leikmaður enska liðsins, Kevin Prince Boateng.
"Við hlustuðum á þjálfarann okkar fyrir leikinn enda hefur hann verið frábær í að undirbúa okkur fyrir leiki. Við vorum gríðarlega agaðir í okkar leik," sagði Muntari eftir 2-0 sigurinn á Barcelona.
"Ég sagði við konuna mína í síðustu viku að ég hefði aldrei skorað í Meistaradeildinni. Ég var því mjög hissa og glaður að hafa náð að skora.
"Síðari leikurinn verður ekki auðveldur enda er Barcelona ótrúlegt lið með mögnuðum leikmönnum. Við munum samt ekki gefa tommu eftir."
Muntari hissa á því að hafa skorað

Mest lesið




Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti

Þróttur skoraði sex og flaug áfram
Íslenski boltinn





Valur marði Fram í framlengingu
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
