Leikmenn Barcelona voru ekki upplitsdjarfir í kvöld er þeir gengu af velli á San Siro eftir 2-0 tap gegn AC Milan.
"Þetta eru skelfileg úrslit. Við lékum illa og höfum engar afsakanir," sagði varnarmaðurinn Gerard Pique eftir leikinn.
"Þegar þeir komust yfir þá misstum við stjórnina. Það er erfitt að spila hérna og Milan er stórt félag með mikla sögu.
"Auðvitað reynum við að snúa taflinu við í seinni leiknum. Við verðum samt að bæta okkur og læra af þessum leik."
Pique: Vorum lélegir og eigum engar afsakanir

Mest lesið



„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn





Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi
Enski boltinn

