Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Stjarnan 33-24 | ÍR bikarmeistari karla Guðmundur Marinó Ingvarsson í Laugardalshöll skrifar 10. mars 2013 00:01 Mynd/Daníel ÍR tryggði sér í dag sigur í Símabikar karla í handbolta þegar liðið lagði 1. deildarlið Stjörnunnar 33-24 í úrslitaleiknum í Laugardagshöll í dag. Yfirburðir ÍR voru miklir þó Stjarnan hafi barist af krafti í leiknum. Stjarnan sigraði Fram og Akureyri á leið sinni í úrslitaleikinn og voru ÍR-ingar vel meðvitaðir um að ekki mætti vanmeta hið unga lið Stjörnunnar. ÍR mætti mjög ákveðið til leiks og komst í 5-1 á fyrstu átta mínútum leiksins. ÍR komst mest sjö mörkum yfir í fyrri hálfleik, 16-9, en Stjarnan skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og náði að minnka muninn í 18-13 fyrir hálfleik. Það var ljóst á fyrstu mínútum seinni hálfleiks að ÍR ætlaði ekki að hleypa Stjörnunni nær. ÍR lék frábæra vörn og Kristófer Fannar fór að verja af krafti í markinu. ÍR jók forystuna jafnt og þétt og komst mest tíu mörkum yfir 30-20. Eins og tölurnar gefa til kynna var aldrei spenna í leiknum og sigurinn einkar sannfærandi og sanngjarn. ÍR er í raun lang besta bikarlið landsins í ár því liðið vann örugga sigra í hverri einustu umferð bikarkeppninnar og þó Stjarnan hafi slegið tvö úrvalsdeildarlið út úr bikarnum var ÍR einfaldlega með of sterkt lið. Sóknarleikur ÍR í leiknum var frábær og varnarleikurinn mjög góður fyrir utan síðustu fimmtán mínútur fyrri hálfleiks. Björgvin Hólmgeirsson fór á kostum í leiknum og fyrir utan átta mörkin sem hann skoraði þá lagði hann upp 9 mörk á auki fyrir samherja sína. Til að eiga möguleika í leiknum varð Stjarnan að leika frábæra vörn og markverðir liðsins að loka búrinu en það varð ekki raunin. Vörnin var hriplek og markvarslan lítil og því fór sem fór. Gunnar Berg: Náðum aldrei að brúa bilið„Það var ákveðið reynsluleysi í byrjun leiks og smá hræðsla þannig að þeir gengu á lagið. Það gerðist sem við vildum ekki og þeir komust fimm mörkum yfir og við náðum aldrei að brúa það," sagði Gunnar Berg Viktorsson þjálfari Stjörnunnar. „Það verður ekki tekið af okkar mönnum að þeir börðust allan tímann og ég verð segja að við vorum óheppnir líka. Þeir fengu fráköstin og lausu boltana þannig að við hefðum getað fengið aðeins meira út úr þessu en ég er stoltur af strákunum. „Þó maður hafi talað þannig að við ættum ekki möguleika þá vonaði maður alltaf að það væri smá möguleiki í þessu. Maður er óneitanlega svekktur. „Ég tapaði mínum fyrsta bikarúrslitaleik og hef ekki tapað aftur fyrr en núna og vonandi tapa þeir ekki aftur í bikarúrslitum en ég get lofað þér því að þeir munu ekki gleyma hvernig er að tapa komist þeir aftur í bikarúrslit. „Menn voru mjög ánægðir með að komast í úrslit og það vantaði drápseðlið í þennan leik," sagði Gunnar Berg en ÍR er með mun meiri reynslu í sinum herbúðum en Stjarnan. „Þeir eru með tvo leikmenn frá Peking og með tvo leikmenn sem komu úr atvinnumennsku fyrir tímabilið. Við erum ekki með svoleiðis leikmenn. Reynslan er þeirra megin og því eldri sem þú ert því hungraðari ertu í að vinna leiki og það veit ég sjálfur. Þeir voru hungraðir. „Áhorfendur studdu okkur frábærlega allan tímann. Það er erfitt að hvetja þegar þú ert að tapa en þeir stóðu sig rosalega vel. „Menn voru stressaðir og menn fundu ekki sína fjöl í markinu og vörnin var heldur ekki mjög stöðug en Svavar var góður í síðasta leik. Það vantar reynslu og halda uppi, menn þurfa að vera góðir í öllum leikjum og það sýnir sig í þessum leik," sagði Gunnar Berg að lokum. Bjarki: Sóknarleikurinn var frábær„Stjarnan er búin að sýna að liðið getur bitið frá sér og gerði það í þessum leik en við vorum búnir að fá tvær aðvaranir bæði á móti Fram og Akureyri og við vissum við hvað væri að etja og við ætluðum ekki að gefa þeim neinn möguleika frá upphafi," „Vörnin var frábær fyrsta korterið svo verðum við of ákveðnir og förum of margir út og þá ná þeir rykkingum á bak við vörnina sem skilar þeim ódýrum mörkum. Sóknarleikurinn var frábær í dag og það var það sem við ætluðum okkur að lagfæra og það gerðum við vel. „Við náum sjö mörkum í fyrri hálfleik og missum það niður í fimm og vitum að þeir byrja með boltann. Þá fór kannski ekki um mann en maður var ekki sáttur við þann mun því maður vildi að við værum a.m.k. tveimur mörkum meir yfir. „Við ákváðum að þétta vörnina í hálfleik og það virkaði og við keyrðum bara yfir þá," sagði Bjarki sem var mjög ánægður með hvernig til tókst með nýtt fyrirkomulag á keppninni. „Fyrirkomulagið er frábært og ég efa það ekki að þetta sé komið til að vera. Það er sjálfsagt hægt að bæta einhverja hluti en eins og staðan er þá er þetta flott fyrirkomulag. Mætingin var fráæbr. Það var sett met á föstudaginn og það var gert aftur í dag. Höllin var troðfull. Svona eiga bikarleikir að vera. Björgvin: Liðsheildin skilaði þessu„Þetta var yndislegt og það eru í raun forréttindi að fá að spila fyrir framan fulla höll,“ sagði Björgvin Þór Hólmgeirsson maður leiksins í dag. „við þurftum að passa okkur á að lenda ekki í því sem Akureyri lenti í. Þeir eiga hrós skilið fyrir sína frammistöðu. Þeir börðust eins og ljón og maður var alltaf meðvitaður um að þetta væri ekki búið og maður keyrði alltaf áfram. „Það er í raun sigur fyrir þá á komast í úrslitaleikinn og á Gunnar Berg hrós skilið. Þeir missa Tóta (Þórð Rafn Guðmundsson) og Dóra (Halldór Guðjónsson) sem eru stórir póstar. „Við fórum mjög vel yfir þeirra leik gegn Akureyri, horfum á þá í einn og hálfan klukkutíma í gær og undirbjuggum okkur mjög vel. „Það var liðsheildin sem skilaði þessu. Ég var ekki góður í vörninni til að byrja með og það var auðvelt að finna þá á línunni,“ sagði Björgvin hógvær um eigin frammistöðu að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
ÍR tryggði sér í dag sigur í Símabikar karla í handbolta þegar liðið lagði 1. deildarlið Stjörnunnar 33-24 í úrslitaleiknum í Laugardagshöll í dag. Yfirburðir ÍR voru miklir þó Stjarnan hafi barist af krafti í leiknum. Stjarnan sigraði Fram og Akureyri á leið sinni í úrslitaleikinn og voru ÍR-ingar vel meðvitaðir um að ekki mætti vanmeta hið unga lið Stjörnunnar. ÍR mætti mjög ákveðið til leiks og komst í 5-1 á fyrstu átta mínútum leiksins. ÍR komst mest sjö mörkum yfir í fyrri hálfleik, 16-9, en Stjarnan skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og náði að minnka muninn í 18-13 fyrir hálfleik. Það var ljóst á fyrstu mínútum seinni hálfleiks að ÍR ætlaði ekki að hleypa Stjörnunni nær. ÍR lék frábæra vörn og Kristófer Fannar fór að verja af krafti í markinu. ÍR jók forystuna jafnt og þétt og komst mest tíu mörkum yfir 30-20. Eins og tölurnar gefa til kynna var aldrei spenna í leiknum og sigurinn einkar sannfærandi og sanngjarn. ÍR er í raun lang besta bikarlið landsins í ár því liðið vann örugga sigra í hverri einustu umferð bikarkeppninnar og þó Stjarnan hafi slegið tvö úrvalsdeildarlið út úr bikarnum var ÍR einfaldlega með of sterkt lið. Sóknarleikur ÍR í leiknum var frábær og varnarleikurinn mjög góður fyrir utan síðustu fimmtán mínútur fyrri hálfleiks. Björgvin Hólmgeirsson fór á kostum í leiknum og fyrir utan átta mörkin sem hann skoraði þá lagði hann upp 9 mörk á auki fyrir samherja sína. Til að eiga möguleika í leiknum varð Stjarnan að leika frábæra vörn og markverðir liðsins að loka búrinu en það varð ekki raunin. Vörnin var hriplek og markvarslan lítil og því fór sem fór. Gunnar Berg: Náðum aldrei að brúa bilið„Það var ákveðið reynsluleysi í byrjun leiks og smá hræðsla þannig að þeir gengu á lagið. Það gerðist sem við vildum ekki og þeir komust fimm mörkum yfir og við náðum aldrei að brúa það," sagði Gunnar Berg Viktorsson þjálfari Stjörnunnar. „Það verður ekki tekið af okkar mönnum að þeir börðust allan tímann og ég verð segja að við vorum óheppnir líka. Þeir fengu fráköstin og lausu boltana þannig að við hefðum getað fengið aðeins meira út úr þessu en ég er stoltur af strákunum. „Þó maður hafi talað þannig að við ættum ekki möguleika þá vonaði maður alltaf að það væri smá möguleiki í þessu. Maður er óneitanlega svekktur. „Ég tapaði mínum fyrsta bikarúrslitaleik og hef ekki tapað aftur fyrr en núna og vonandi tapa þeir ekki aftur í bikarúrslitum en ég get lofað þér því að þeir munu ekki gleyma hvernig er að tapa komist þeir aftur í bikarúrslit. „Menn voru mjög ánægðir með að komast í úrslit og það vantaði drápseðlið í þennan leik," sagði Gunnar Berg en ÍR er með mun meiri reynslu í sinum herbúðum en Stjarnan. „Þeir eru með tvo leikmenn frá Peking og með tvo leikmenn sem komu úr atvinnumennsku fyrir tímabilið. Við erum ekki með svoleiðis leikmenn. Reynslan er þeirra megin og því eldri sem þú ert því hungraðari ertu í að vinna leiki og það veit ég sjálfur. Þeir voru hungraðir. „Áhorfendur studdu okkur frábærlega allan tímann. Það er erfitt að hvetja þegar þú ert að tapa en þeir stóðu sig rosalega vel. „Menn voru stressaðir og menn fundu ekki sína fjöl í markinu og vörnin var heldur ekki mjög stöðug en Svavar var góður í síðasta leik. Það vantar reynslu og halda uppi, menn þurfa að vera góðir í öllum leikjum og það sýnir sig í þessum leik," sagði Gunnar Berg að lokum. Bjarki: Sóknarleikurinn var frábær„Stjarnan er búin að sýna að liðið getur bitið frá sér og gerði það í þessum leik en við vorum búnir að fá tvær aðvaranir bæði á móti Fram og Akureyri og við vissum við hvað væri að etja og við ætluðum ekki að gefa þeim neinn möguleika frá upphafi," „Vörnin var frábær fyrsta korterið svo verðum við of ákveðnir og förum of margir út og þá ná þeir rykkingum á bak við vörnina sem skilar þeim ódýrum mörkum. Sóknarleikurinn var frábær í dag og það var það sem við ætluðum okkur að lagfæra og það gerðum við vel. „Við náum sjö mörkum í fyrri hálfleik og missum það niður í fimm og vitum að þeir byrja með boltann. Þá fór kannski ekki um mann en maður var ekki sáttur við þann mun því maður vildi að við værum a.m.k. tveimur mörkum meir yfir. „Við ákváðum að þétta vörnina í hálfleik og það virkaði og við keyrðum bara yfir þá," sagði Bjarki sem var mjög ánægður með hvernig til tókst með nýtt fyrirkomulag á keppninni. „Fyrirkomulagið er frábært og ég efa það ekki að þetta sé komið til að vera. Það er sjálfsagt hægt að bæta einhverja hluti en eins og staðan er þá er þetta flott fyrirkomulag. Mætingin var fráæbr. Það var sett met á föstudaginn og það var gert aftur í dag. Höllin var troðfull. Svona eiga bikarleikir að vera. Björgvin: Liðsheildin skilaði þessu„Þetta var yndislegt og það eru í raun forréttindi að fá að spila fyrir framan fulla höll,“ sagði Björgvin Þór Hólmgeirsson maður leiksins í dag. „við þurftum að passa okkur á að lenda ekki í því sem Akureyri lenti í. Þeir eiga hrós skilið fyrir sína frammistöðu. Þeir börðust eins og ljón og maður var alltaf meðvitaður um að þetta væri ekki búið og maður keyrði alltaf áfram. „Það er í raun sigur fyrir þá á komast í úrslitaleikinn og á Gunnar Berg hrós skilið. Þeir missa Tóta (Þórð Rafn Guðmundsson) og Dóra (Halldór Guðjónsson) sem eru stórir póstar. „Við fórum mjög vel yfir þeirra leik gegn Akureyri, horfum á þá í einn og hálfan klukkutíma í gær og undirbjuggum okkur mjög vel. „Það var liðsheildin sem skilaði þessu. Ég var ekki góður í vörninni til að byrja með og það var auðvelt að finna þá á línunni,“ sagði Björgvin hógvær um eigin frammistöðu að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira