Umfjöllun, viðtöl og myndir: Selfoss - ÍR 25-34 Guðmundur Marinó Ingvarsson í Laugardalshöll skrifar 8. mars 2013 11:45 ÍR tryggði sér sæti í úrslitum Síma bikars karla í handbolta með því að leggja Selfoss að velli 34-25 í ójöfnum leik í Laugardalshöll í kvöld. Það var mjög mikill hraði í leiknum og þá sérstaklega til að byrja með. Selfoss hélt í við ÍR þar til að fyrri hálfleikur var hálfnaður en þá náði ÍR hægt og rólega að byggja upp forskot sem var komið í fimm mörk fyrir hálfleik 17-12. Vörn ÍR var góð og missti Selfoss þolinmæðina í sókninni er leið á fyrri hálfleik og sætti liðið sig við allt of mörg léleg skotfæri eftir fáar sendingar. ÍR refsaði fyrir það með mörkum úr hraðaupphlaupum auk þess sem sóknarleikur liðsins af teig gekk vel. ÍR var ákveðið í að gera leikinn ekki spennandi. Liðið lék frábæra vörn í seinni hálfleik og náði mest ellefu marka mun 26-15 um miðbik seinni hálfleiks. Þá fór ÍR og hvíla lykilmenn fyrir úrslitaleikinn á sunnudaginn og Selfoss náði að laga stöðuna lítillega og minnkaði muninn í minnst sjö mörk, 28-21, þegar sex mínútur voru eftir. ÍR keyrði þá upp hraðan og herti aftur á vörninni og náði aftur 10 marka forystu og vann að lokum níu marka sigur. ÍR var einfaldlega of stór biti fyrir reynslu lítið og ungt lið Selfoss og sást gæðamunurinn á N1 deildinni og 1. deildinni glögglega. Sturla: Aldrei í hættu„Þetta er gott lið og eru stórir og sterkir og við vissum að þeir myndu mæta svona til leiks með engu að tapa og allt að vinna. Við vorum yfirspenntir í byrjun en eftir að við náum að róa okkur niður og spila okkar leik þá fannst mér þetta aldrei vera í hættu," sagði Sturla Ásgeirsson sem lék að vanda vel fyrir ÍR. „Við náum fimm mörkum fyrir hálfleik og svo lokar Kristófer markinu í seinni og þá siglum við þessu örugglega heim. Frábær sigur," sagði Sturla sem fékk góða hvíld í leiknum. „Það er nauðsynlegt að fá nokkrar mínútur á bekknum þegar það er svona stutt í næsta leik. Það var frábært að þetta náði að vera svona öruggt og menn fengu að hvíla sig. Menn verða þá þeim mun ferskari þegar að kemur að leiknum á sunnudaginn. „Við erum með hörku vörn og markmaðurinn var í stuði. Svo náðum við nokkrum hraðaupphlaupum í kvöld, fleirum en við höfum ná í síðustu leikjum og þá náðum við að skora fleiri mörk. Þetta er í raun áframhald af því sem verið hefur. „Það er kannski sérstakt að menn sama hafa spilað minna í vetur hafa fengið fullt af mínútum í undanúrslitum bikars. Það er bara frábært með fullt hús af fólki og flotta umgjörð. Það voru allir klárir sem komu inn á og Binni gamli (Brynjar Valgeir Steinarsson) þó hann sé ekki gamall af árum var frábær á síðustu mínútunum," sagði Sturla að lokum. Arnar: Getum unnið lið eins og ÍR eftir tvö, þrjú ár„Við misstum þá of langt fram úr okkur undir lok fyrri hálfleiks. Það var bara tveggja marka munur þegar skammt var eftir og við hefðum getað haft þetta leik lengur ef við hefðum haldið þeim í því forskoti," sagði Arnar Gunnarsson þjálfari Selfoss. „Við vorum óþolinmóðir og agalausir undir lok fyrri hálfleiks og það er kannski reynslu leysi. Þeir fengu þá auðveld mörk sem við ætluðum einmitt að koma í veg fyrir. En það er erfitt þegar þú spilar agalaust. Þeir stinga svo af í upphafi seinni hálfleik og þar er leikurinn nánast farinn. „Við reyndum að taka tvo úr umferð og hættum ekki. Við trúðum alltaf að það væri hægt að vinna upp muninn en þetta fer vonandi bara í þennan fræga reynslu banka. „Við erum að reyna að byggja upp liðið eftir að 14 leikmenn yfirgáfu liðið 2011. Það er kannski full stór biti fyrir flest félög. En ég trúi því að við eigum að geta unnið lið eins ÍR eftir tvö, þrjú ár," sagði Arnar sem hefur fulla trú á sínu efnilega og skemmtilega liði. Olís-deild karla Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sjá meira
ÍR tryggði sér sæti í úrslitum Síma bikars karla í handbolta með því að leggja Selfoss að velli 34-25 í ójöfnum leik í Laugardalshöll í kvöld. Það var mjög mikill hraði í leiknum og þá sérstaklega til að byrja með. Selfoss hélt í við ÍR þar til að fyrri hálfleikur var hálfnaður en þá náði ÍR hægt og rólega að byggja upp forskot sem var komið í fimm mörk fyrir hálfleik 17-12. Vörn ÍR var góð og missti Selfoss þolinmæðina í sókninni er leið á fyrri hálfleik og sætti liðið sig við allt of mörg léleg skotfæri eftir fáar sendingar. ÍR refsaði fyrir það með mörkum úr hraðaupphlaupum auk þess sem sóknarleikur liðsins af teig gekk vel. ÍR var ákveðið í að gera leikinn ekki spennandi. Liðið lék frábæra vörn í seinni hálfleik og náði mest ellefu marka mun 26-15 um miðbik seinni hálfleiks. Þá fór ÍR og hvíla lykilmenn fyrir úrslitaleikinn á sunnudaginn og Selfoss náði að laga stöðuna lítillega og minnkaði muninn í minnst sjö mörk, 28-21, þegar sex mínútur voru eftir. ÍR keyrði þá upp hraðan og herti aftur á vörninni og náði aftur 10 marka forystu og vann að lokum níu marka sigur. ÍR var einfaldlega of stór biti fyrir reynslu lítið og ungt lið Selfoss og sást gæðamunurinn á N1 deildinni og 1. deildinni glögglega. Sturla: Aldrei í hættu„Þetta er gott lið og eru stórir og sterkir og við vissum að þeir myndu mæta svona til leiks með engu að tapa og allt að vinna. Við vorum yfirspenntir í byrjun en eftir að við náum að róa okkur niður og spila okkar leik þá fannst mér þetta aldrei vera í hættu," sagði Sturla Ásgeirsson sem lék að vanda vel fyrir ÍR. „Við náum fimm mörkum fyrir hálfleik og svo lokar Kristófer markinu í seinni og þá siglum við þessu örugglega heim. Frábær sigur," sagði Sturla sem fékk góða hvíld í leiknum. „Það er nauðsynlegt að fá nokkrar mínútur á bekknum þegar það er svona stutt í næsta leik. Það var frábært að þetta náði að vera svona öruggt og menn fengu að hvíla sig. Menn verða þá þeim mun ferskari þegar að kemur að leiknum á sunnudaginn. „Við erum með hörku vörn og markmaðurinn var í stuði. Svo náðum við nokkrum hraðaupphlaupum í kvöld, fleirum en við höfum ná í síðustu leikjum og þá náðum við að skora fleiri mörk. Þetta er í raun áframhald af því sem verið hefur. „Það er kannski sérstakt að menn sama hafa spilað minna í vetur hafa fengið fullt af mínútum í undanúrslitum bikars. Það er bara frábært með fullt hús af fólki og flotta umgjörð. Það voru allir klárir sem komu inn á og Binni gamli (Brynjar Valgeir Steinarsson) þó hann sé ekki gamall af árum var frábær á síðustu mínútunum," sagði Sturla að lokum. Arnar: Getum unnið lið eins og ÍR eftir tvö, þrjú ár„Við misstum þá of langt fram úr okkur undir lok fyrri hálfleiks. Það var bara tveggja marka munur þegar skammt var eftir og við hefðum getað haft þetta leik lengur ef við hefðum haldið þeim í því forskoti," sagði Arnar Gunnarsson þjálfari Selfoss. „Við vorum óþolinmóðir og agalausir undir lok fyrri hálfleiks og það er kannski reynslu leysi. Þeir fengu þá auðveld mörk sem við ætluðum einmitt að koma í veg fyrir. En það er erfitt þegar þú spilar agalaust. Þeir stinga svo af í upphafi seinni hálfleik og þar er leikurinn nánast farinn. „Við reyndum að taka tvo úr umferð og hættum ekki. Við trúðum alltaf að það væri hægt að vinna upp muninn en þetta fer vonandi bara í þennan fræga reynslu banka. „Við erum að reyna að byggja upp liðið eftir að 14 leikmenn yfirgáfu liðið 2011. Það er kannski full stór biti fyrir flest félög. En ég trúi því að við eigum að geta unnið lið eins ÍR eftir tvö, þrjú ár," sagði Arnar sem hefur fulla trú á sínu efnilega og skemmtilega liði.
Olís-deild karla Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sjá meira