"Hefði væntanlega enginn sagt neitt við gulu spjaldi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. mars 2013 22:31 „Stundum liggur þetta á svona grensu. Hefði hann ekki verið rekinn útaf hefðu hinir orðið brjálaðir. Dómarinn túlkar það að hann hafi ekki farið varlega eins og honum ber," segir Gylfi Þór Orrason formaður dómaranefndar KSÍ. Rautt spjald á Portúgalann Nani breytti gangi viðureignar Manchester United og Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld til muna. Heimamenn leiddu með einu marki þegar Nani var rekinn af velli eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik. Nani setti þá takkana í kviðinn á Alvaro Arbeloa, varnarmanni Real Madrid þar sem þeir reyndu báðir að ná til boltans. Arbeloa lá meiddur eftir og skömmu síðar, flestum að óvörum, lyfti tyrkneski dómarinn Cuneyt Cakirrauða spjaldinu. Manni fleiri skoruðu gestirnir frá Madrid tvívegis og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum. Atvikið umdeilda má sjá frá fjölmörgum sjónarhornum í spilaranum hér fyrir ofan. „Hann náttúrulega metur það sem svo að hann sparki í hann og skapi andstæðingi sínum hættu. Menn vilja þó kannski meina að Nani hafi ekki vitað af manninum o.s.frv. Dómarinn metur þetta sem svo að hann hreinlega sparki í andstæðinginn og sé alvarlega grófur leikur," segir Gylfi Þór sem gat sér gott orð fyrir dómgæslu á sínum tíma. Aðspurður hvort máli skipti að brot Nani hafi verið óviljandi segir Gylfi: „Þegar þú ert inni á vellinum áttu að gæta þess að skapa ekki andstæðingnum hættu. Það skiptir auðvitað máli (innsk: hvort um óviljaverk eða ekki sé að ræða) en ef þú sparkar í magann eða ferð með takkana í kviðinn á andstæðingnum, það er ekki leyft," segir Gylfi Þór. Hann veltir því þó fyrir sér hvort allir hefðu ekki orðið sáttir með gult spjald. „Það hefði væntanlega enginn sagt neitt þótt það hefði verið gult spjald. Ef hann hefði sýnt það sem menn vilja stundum kalla „common sense"," segir Gylfi Þór. Eftirlitsmaður UEFA fylgist með dómurum í hverju verkefni. Aðspurður um hvernig hann muni taka á málunum segir Gylfi: „Hann fer auðvitað bara yfir öll mikilvægu atvik leiksins. Ef hann er þeirrar skoðunar að dómarinn hafi gert mistök fær hann stóran mínus. En þessi maður var valinn til þess að dæma þennan leik vegna þess að hann hefur staðið sig frábærlega í vetur." Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Mourinho: Betra liðið tapaði Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, sagði eftir 2-1 sigur sinna manna á Manchester United í kvöld að betra liðið hafi tapað. 5. mars 2013 21:55 Real áfram eftir umdeilt rautt spjald Dómari stórleiks kvöldsins í Meistaradeild Evrópu var í sviðsljósinu þegar að Real Madrid tryggði sér sæti í fjórðungsúrslitum keppninnar á kostnað Manchester United. 5. mars 2013 15:07 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Sjá meira
„Stundum liggur þetta á svona grensu. Hefði hann ekki verið rekinn útaf hefðu hinir orðið brjálaðir. Dómarinn túlkar það að hann hafi ekki farið varlega eins og honum ber," segir Gylfi Þór Orrason formaður dómaranefndar KSÍ. Rautt spjald á Portúgalann Nani breytti gangi viðureignar Manchester United og Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld til muna. Heimamenn leiddu með einu marki þegar Nani var rekinn af velli eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik. Nani setti þá takkana í kviðinn á Alvaro Arbeloa, varnarmanni Real Madrid þar sem þeir reyndu báðir að ná til boltans. Arbeloa lá meiddur eftir og skömmu síðar, flestum að óvörum, lyfti tyrkneski dómarinn Cuneyt Cakirrauða spjaldinu. Manni fleiri skoruðu gestirnir frá Madrid tvívegis og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum. Atvikið umdeilda má sjá frá fjölmörgum sjónarhornum í spilaranum hér fyrir ofan. „Hann náttúrulega metur það sem svo að hann sparki í hann og skapi andstæðingi sínum hættu. Menn vilja þó kannski meina að Nani hafi ekki vitað af manninum o.s.frv. Dómarinn metur þetta sem svo að hann hreinlega sparki í andstæðinginn og sé alvarlega grófur leikur," segir Gylfi Þór sem gat sér gott orð fyrir dómgæslu á sínum tíma. Aðspurður hvort máli skipti að brot Nani hafi verið óviljandi segir Gylfi: „Þegar þú ert inni á vellinum áttu að gæta þess að skapa ekki andstæðingnum hættu. Það skiptir auðvitað máli (innsk: hvort um óviljaverk eða ekki sé að ræða) en ef þú sparkar í magann eða ferð með takkana í kviðinn á andstæðingnum, það er ekki leyft," segir Gylfi Þór. Hann veltir því þó fyrir sér hvort allir hefðu ekki orðið sáttir með gult spjald. „Það hefði væntanlega enginn sagt neitt þótt það hefði verið gult spjald. Ef hann hefði sýnt það sem menn vilja stundum kalla „common sense"," segir Gylfi Þór. Eftirlitsmaður UEFA fylgist með dómurum í hverju verkefni. Aðspurður um hvernig hann muni taka á málunum segir Gylfi: „Hann fer auðvitað bara yfir öll mikilvægu atvik leiksins. Ef hann er þeirrar skoðunar að dómarinn hafi gert mistök fær hann stóran mínus. En þessi maður var valinn til þess að dæma þennan leik vegna þess að hann hefur staðið sig frábærlega í vetur."
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Mourinho: Betra liðið tapaði Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, sagði eftir 2-1 sigur sinna manna á Manchester United í kvöld að betra liðið hafi tapað. 5. mars 2013 21:55 Real áfram eftir umdeilt rautt spjald Dómari stórleiks kvöldsins í Meistaradeild Evrópu var í sviðsljósinu þegar að Real Madrid tryggði sér sæti í fjórðungsúrslitum keppninnar á kostnað Manchester United. 5. mars 2013 15:07 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Sjá meira
Mourinho: Betra liðið tapaði Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, sagði eftir 2-1 sigur sinna manna á Manchester United í kvöld að betra liðið hafi tapað. 5. mars 2013 21:55
Real áfram eftir umdeilt rautt spjald Dómari stórleiks kvöldsins í Meistaradeild Evrópu var í sviðsljósinu þegar að Real Madrid tryggði sér sæti í fjórðungsúrslitum keppninnar á kostnað Manchester United. 5. mars 2013 15:07